Harmonikublaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 22

Harmonikublaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 22
Harmonikuhátíð í Ásbyrgi Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum og Nikkólína úr Dölum blésu til harmonikuhátíðar í Asbyrgi í Miðfirði helgina 12.-14. júní. Hátíðin hófst með dansleik kl. 21- 01 á föstudagskvöldið, þá var útisvæðið orðið nokkuð þétt skipað, harmonikuunnendur komnir víða að enda veðrið sólbjart og fallegt og skemmtileg helgi framundan í góðum félagsskap. Það var stórsveit Nikkólínu sem spilaði fyrir dansi þetta kvöld, var sveitin þannig skipuð að á harmoniku spiluðu Halldór Þ. Þórðarson, stjórnandi sveitarinnar, Asgerður Jónsdóttir, Sigvaldi Fjeldsted, Melkorka Benedikts- dóttir, Guðbjartur A. Björgvinsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Jóhann Elísson, Ingimar Einarsson og Sigrún Halldórsdóttir, á gítar Hafliði Olafs- son, á bassa Haraldur Reynisson og á trommur Ríkarður Jóhannsson. Svo komu frábærir gestir sem tóku klukkutíma rispu á ballinu, það voru þær Hildur Petra og Vigdís á harmonikur, með þeim spiluðu Árni Ketill Frið- riksson á trommur, á gítar var Hermann Ingi Aðalsteinsson og hann söng líka og svo plokkaði Halli Reynis bassann. Og svo dönsuðu allir í dynjandi galsa ogþeir dönsuðupolka og ræla og valsa, meðan danslagið dunaði og svall... allt fram til kl. 1 og þá svifu menn heitir og sælir út í svalt næturloftið. Laugardagurinn heilsaði svo bjartur og fagur, menn tóku það rólega, spjallað og spilað á útisvæðinu. Skemmtidagskráin hófst kl. 14, þar komu fram nemendur frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra undir stjórn Elínborgar Sigurgeirsdóttur skólastjóra. Fyrst spiluðu Elín Jóna Rósenberg og Elínborg Sigurgeirsdóttir fjórhent á píanó, þá spiluðu systkinin frá Bessastöðum Magnús Björn Jóhannsson á gítar og Fríða Rós Jóhannsdóttir á píanó. Kristín Kristjánsdóttir tónlistarkennari söng við undirleik Elínborgar og einnig Skúli Einarsson á Tannstaðabakka, hann er nemandi Olafs Einars Rúnars- sonar. Guðmundur Jóhannesson tók nokkur lög á nikkuna. Þá komu óvæntir gesti, Sandlóurnar, kvennakór sem starfaði lengi við góðan orðstír undir stjórn Ólafar Pálsdóttur og undirleikari þeirra var alltaf Þorvaldur Pálsson á Bjargi. Þær höfðu fengið útkall frá Þorvaldi og brugðust vel við, komu með honum og tóku nokkur lög við frábærar undirtektir. Flottur kór og undirleikari og vonandi skemmta þau okkur aftur á næstu hátíð. Þá var kominn tími á kaffihlaðborðið árlega, þar svignuðu borð undan kræsingum og sá hvergi högg á vatni þótt gestir gerðu veitingunum góð skil. A meðan á borðhaldi stóð var líka veisla fyrir andann, fyrst spilaði hin skemmtilega kvennasveit FHUR nokkur lög, sveitina skipuðu að þessu sinni Elsa Kristjánsdóttir, Elísabet H. Einarsdóttir og Guðrún Erla Aðalsteins- dóttir. Svo stigu á svið Hildur Petra og Vigdís og kynntu lög af diskinum sem þær voru að gefa út. Flott hjá þeim og skemmtilegur diskur. Kaffið rann ljúflega niður við þýða harmonikutónana, svona á þetta að vera. Um kvöldið var svo dansleikur frá kl. 21-01, það var Sveinn Sigurjónsson og hljómsveit sem sáu um fjörið. Dansinn var stiginn af miklum móð og allir skemmtu sér vel. Þegar ballið var hálfnað var tekið hefðbundið hlé til að draga í happdrættinu, en þar var fjöldi góðra vinninga að vanda. M.a. gróðurmold, fræ og laukar, þannig að nú er ræktaður matlaukur á Breiðaból- stað með kartöflunum. Þegar lukkulegir vinningshafar voru búnir að sækja happafenginn til Melkorku og Sólveigar var dansinum haldið áfram af krafti þar til að Svenni endaði skemmtunina með fjöldasöng og gestir mynduðu hring á dansgólfinu og sungu saman af hjartans lyst. Héldu síðan sælir og ánægðir út í bjarta, en svala vornóttina. Veðrið lék við okkur þessa helgi, bjart og fallegt og glampandi sólskin alla helgina, en það verður að viðurkennast að hitastigið svona yfir blánóttina var ekki mjög hátt. En gestir komu svo heitir af dansleik að það hefur örugg- lega yljað þeim til sólarupprásar. Þetta samstarf Húnvetninga og Nikkólínu hefur verið mjög gott og skemmti- legt. Sólveig formaður HUH tilkynnti líka í lok hátíðar að búið væri að ákveða harmonikuhátíðina á sama tíma að ári. Og þá er bara að taka frá helgina og skemmta sér með okkur í Ásbyrgi, hittumst hress! Bent er á sérstaka myndasíðu frá Asbyrgi. Þar eru margar stórkostlegar myndir frá mótinu, www.harmoniku-unnendur.com SH Myndir: Sigurður Harðarson Heiðurshjón í Asbyrgi. Bragi og Ingrid Hlíðberg Hljómsveit Dalamannsins Sveins Sigurjónssonar sá um að halda fólki við efnið. Frá vinstri: Helgi E. Kristjánsson, Sveinn Ingi Sigurjónsson, Sveinn Sigurjónsson ogjón Guðmundsson Reynir Jónasson í sól og sumaryl. Hundur meistarans hlýðir á í andakt Drœtti aldrei frestað í Ásbyrgi. Sólveig, Melkorka og Elísabet útdeila lífigœðum 22

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.