Harmonikublaðið - 01.09.2016, Qupperneq 2
Ávarp formanns
Ágætu harmonikuunnendur
Nú fer þetta ótrúlega sumar senn að renna
sitt skeið og það er óhætt að segja að sólin og
þessi eindæma blíða sem verið hefur um allt
land í sumar hafi komið okkur flestum í opna
skjöldu. Það er von mín að haustið verði með
svipuðum brag og lengi sumarið fyrir okkur
eins og kostur er. Harmonikuunnendur hafa
átt viðburðarríkt sumar með útileguhátíðum
aðildarfélaganna víðs vegar um land og hafa
allar hátíðir tekist mjög vel. Félögin sem hafa
staðið fyrir slíkum hátíðum hafa lagt sig fram
um að vanda til verka og að sjá til þess að
dagskrá mótanna hafi verið fjölbreytt og
skemmtileg. Eg átti þess kost að mæta á þrjú
harmonikumót og verð ég að segja að erfitt
er fyrir mig að gera upp á milli þessara móta.
Aðsókn að þessum mótum sem ég fór á var
með besta móti og dagskrá sú sem félögin
buðu upp á, á þessum mótum, var með því
besta sem ég hef upplifað til þessa. Sömu
sögu er að segja af öðrum mótum, þó svo að
ég hafi ekki átt kost á því að mæta á öll mótin.
Það eina sem ég saknaði og veit að svo er um
fleiri, að við fengum ekki að njóta tónlistar
yngri harmonikusnillinga okkar. Það er skilj-
anlegt að mörgu leyti, þar sem þessir snill-
ingar eru í námi
erlendis og hafa
skamman tíma hér
heima yfir sumarið.
Þó getum við glaðst
yfir því að Helga
Kristbjörg Guð-
mundsdóttir, Jónas
Ásgeir Ásgeirsson
og Jón Þorsteinn
Reynisson, sem öll
eru við nám í harmonikuleik í Kaupmanna-
höfn, héldu tónleika í Norðurljósasal Hörpu-
nnar í Reykjavík og eins í Skagafirði þessar
fáu vikur sem þau áttu frí frá námi í Kaup-
mannahöfn. Við getum þó örugglega glaðst
yfir því að við fáum að njóta krafta þessara
ungmenna á komandi árum.
Næsta landsmót SIHU fer fram á Isafirði
dagana 29. júní til 2. júlí 2017 og er það
mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur harmo-
nikuunnendur og aðra gesti. Eg efast ekki
um að Harmonikufélag Vestfjarða mun leggja
sig fram um að gera þetta mót enn glæsilegra
en mótið sem síðast var haldið á Isafirði 2002.
Þegar haustið nálgast og vetur konungur
gengur í garð má búast við að aðildarfélögin
setji allt í fullan gang
með æfingar og undir-
búning fyrir þetta
mót. OIl félögin vilja
að sjálfsögðu skarta
sínu fegursta á kom-
andi landsmóti, með
sitt besta lagaval og
vandaðan flutning. Það verður tilhlökkunar-
efni að heyra sem flest aðildarfélög troða upp
á landsmódnu sumarið 2017.
Nú líður senn að aðalfundi SIHU, en hann
verður haldinn í Reykjanesbæ dagana 23. -
25. september nk. Það er von mín að öll
aðildarfélögin sendi sinn formann ásamt
fulltrúa á fundinn og að þetta verði góður og
málefnalegur aðalfundur. Fyrir fundinum
liggja ýmis mál og má þar nefna helst tillögur
frá laganefnd, sem sett var á laggirnar á síðasta
aðalfundi er haldinn var á Hellu 2015.
Að lokum vil ég óska öllum aðildarfélögunum
farsældar á nýju starfsári og hlakka til að hitta
formenn og fulltrúa félaganna á aðalfund-
inum í Reykjanesbæ.
Bestu kveðjur,
Gunnar Kvaran, formaður.
Margt er skrítið í kýrhausnum
Eftir hádegi á laugardeginum á harmon-
ikumótinu í Fannahlíð bar einn þátttakanda,
Þorsteinn R. Þorsteinsson, upp að manni
fannst þá ómerkilega spurningu. ,Áf hverju
heitir Hreðavatnsvalsinn, Hreðavatnsvalsinn?"
Svarið liggur svo sannarlega ekki í augum uppi.
Uti við svalan sæinn o.s.frv. Það eru að minnsta
kosti 30 kílómetrar til sjávar frá Hreðavatni,
sem auk þess liggur í lægð. Hvað vakti fyrir
höfundi textans? Þetta virtist út í hött. Það
varð líka heldur fátt um svör meðal gesta í
Fannahlíð. Ritstjórinn lagðist í rannsóknir á
málinu, enda svona óvissa óþolandi. Höfund-
urinn Knútur R. Magnússon, sem gaf lagið út
undir dulnefninu Reynir Geirs, lést fyrir
nokkrum árum. Flytjandinn Svavar Lárusson
hafði ekki einu sinni lagt hugann að þessu,
þegar hann var spurður. Að lokum náðist í
þann merka rannsakanda íslenskrar dægurlaga-
sögu, Jónatan Garðarsson. Hann hallaðist að
þeirri skoðun, að á þeim tíma þegar lagið kom
út hafi það eina, sem dygði til að ná vinsældum
verið brimsaltir textar um hafið. Helst að hlust-
endur yrðu sjóveikir við að hlusta á þá. Undir-
ritaður hafði ekki betri ágiskun. Þetta var eitt
fyrsta íslenska dægurlagið sem útgefið var á
þessum árum erlendis. Þá voru það Norð-
mennirnir Jens Book-Jensen og Inger Jakobs-
sen sem fluttu það undir heitinu Ved Hreda-
vann og þar má heyra: Nu er det varmt og stille,
nede ved Hredavann. Norðmennirnir hafa
trúlega óttast sjóveiki. Sömu listamenn fluttu
einnig Æskuminningu Ágústar Péturssonar.
Annars komu nokkur íslensk lög út í Noregi
upp úr 1952, í flutningi eins besta harmo-
nikuleikara heims á þeim tíma, Thoralfs
Tollefssens, þar á meðal áður nzin&Æskuminn-
ing, Oli Lokbrá eftir Carl Billich og Litlaflugan
eftir Sigfús Halidórsson.
Harmonikusdfn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími: 436 3485 og 844 0172.
Netfang: assigu@intcrnct.is Veffang: www.nedsti.is
ByugÍMatíi
2