Harmonikublaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 4
Breiðumýrarhátíð 2016
Strákabandið í tjaldinu. Frá vinstri Pálmi Björnsson ágítar, Magnús Kristinsson trommur,
Rúnar Hannesson, Jóel Friðbjarnarson, Kristján Þórðarson og Jóhann Möller á gítar
Að venju héldu Félag hamonikuunnenda við
Eyjafjörð og Harmonikufélag Þingeyinga hina
árlegu útileguhátíð á Breiðumýri, sem að
þessu sinni bar upp á helgina 23. - 25. júlí.
Undirbúningur hófst á fimmtudeginum, en
þá var tjaldið reist og daginn eftir voru tól og
tæki sett upp. Töluvert kom af fólki strax á
fimmtudeginum og fjölgaði svo verulega á
föstudeginum og laugardeginum. Ágætis
mæting í heildina og góð stemning og veður.
Spilað var bæði inni og úti í tjaldi og mikið
dansað á báðum stöðum frá kl. tíu. Valin-
kunnir harmonikuleikarar léku fyrir dans-
inum. Á föstudagskvöldið hóf Jón Árni leikinn
í salnum, meðan Omar Skarphéðinsson byrj-
aði í tjaldinu. Kristján Þórðarson tók við af
Mývetningnum meðan Strákabandið fór í
Birgir Hartmannsson, honum Jipaðist ekki Jrekar en Jyrri
daginn
tjaldið. Gunnar Kvaran og Einar Guðmunds-
son tóku við af Kristjáni og Héraðsbúarnir
Jón Sigfússon, Gylfi Björnsson og Sveinn
Vilhjálmsson fóru í
tjaldið. A laugardeg-
inum voru svo tón-
leikar milli tvö og
fjögur. Fyrst spilaði
Sérsveit Eyfirðinga og svo Katrín Sigurðar-
dóttir og Rúnar Hannesson frá HFÞ. Þá lék
Birgir Hartmannsson og fórst vel úr hendi
þrátt fyrir háan aldur. Þá komu upp systkinin
frá Skeggjastað á Bakkafirði ásamt móður
sinni, auk kennara þeirra. Þau heita Njáll,
Himri, Þórey Lára og Guðrún Margrét Hall-
dórsbörn og svo móðir þeirra Brynhildur
Óladóttir og einnig Ragnar Grétarsson tón-
listarkennari þeirra. Voru þau öll alveg frábær.
Þá lék Hafliði Ólafsson nokkur lög og að
endingu hljómsveitin Braz. Voru þetta góðir
tónleikar og voru allir flytjendur mjög góðir.
Um kvöldið var dregið í happdrætti áður en
ballið byrjaði klukkan tíu og var dansað á
báðum stöðum af miklu fjöri. A laugardags-
kvöldið léku þeir Aðalsteinn Isfjörð og Sig-
urður Leósson, Braz, Jón Sigfússon og Gylfi
Björnsson. Þá fengu gestir að njóta Stráka-
bandsins í salnum. I tjaldinu létu þeir Ijós sitt
skína, þeir Aðalsteinn Isfjörð, Valberg Krist-
jánsson og Ómar Skarphéðinsson. Um undir-
Valberg Kristjánsson kynnir til sögunnar Sérsveitina frá Akureyri, f.v Arni Ólafsson,
Hörður Kristinsson, Ævar Ragnarsson ogAgnes Harpa Jósavinsdóttir
ÆJi í sumarblíðu Jyrir kvöldið. Ómar Skarphéðinsson ogfélagar
leik á Breiðamýri sáu þeir gítarleikararnir Pálmi Björnsson, Hreinn
Vilhjálmsson, Númi Adólfsson og Jóhann Möller og Gylfi Björnsson.
Bassaleikarar voru þeir Grímur Vilhjálmsson, Gunnar Möller og Lárus
Gunnlaugsson. Trommuleikarar á svæðinu voru þeir Magnús Kristins-
son og Asgeir Ingvason. Söngkonurnar Steinunn Einarsdóttir og Inga
Magnúsdóttir lífguðu upp á samkomuna.
Texti: Sigurður Ólafsson /Vilberg Kristjánsson / Filippía Sigurjónsdóttir
/ Ritstjóri. Myndir: Sigurður Ólafsson / Filippta Sigurjónsdóttir /Vilberg
Kristjánsson
Áætlun dansleikja 2016 og 2017
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Miðvikudagur
Laugardagur
1. október 2016
22. október 2016
12. nóvember 2016
7. janúar 2017
4. febrúar 2017
4. mars 2017
1. apríl 2017
19. apríl 2017
6. maí 2017
Fyrsti vetrardagur
Síðasti vetrardagur
Harmonikudagurinn
4