Harmonikublaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 21

Harmonikublaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 21
Bragi Hlíðberg Tónskáldið að þessu sinni er Bragi Hlíðberg. Hann fæddist á Bragagötunni í Reykjavík þann 26. nóvember 1923. Gatan er reyndar skírð eftir allt öðrum Braga. Um tíu ára aldur- inn fór Bragi að reyna að ná lagi á harmo- nikuna og fljótlega kom í Ijós að tónlistargáfan var vel yfir meðallagi og áhuginn ekki minni. Fjórtán ára tók hann Gamla bíó á leigu og hélt tónleika fyrir fullu húsi og fimmtán ára gamall vann hann fyrstu verðlaun í keppninni „Besti harmonikuleikari landsins“. Það er annars merkilegt, að á þessum fyrstu árum tónlistarferils síns lék Bragi á þrjár gerðir af harmonikum. Fyrst á hnappaharmoniku með norskum gripum, því næst með sænskum gripum, en píanóharmonikuna fór hann ekki að leika á fyrr en um tvítugsaldurinn á stríðs- árunum, enda erfitt á þeim árum að kaupa hnappaharmonikur frá Evrópu. A stríðsár- unum lék Bragi vítt og breitt fyrir dansi, þó stundum væri meira slegist en dansað, en menn hafa jú löngum haft mismunandi aðferðir við að tjá ást sína. Það var ekki fyrr en í lok sjö- unda áratugarins að hann fór semja lög og eins og fyrri daginn var ekki neinn byrj- endabragur á því, sem þessi meistari sendi frá sér. Það kom sem sagt heil plata af stórkostlegu frumsömdu efni. Astæðan mun vera sú að honum fannst allir hafa spilað sömu lögin svo lengi, að hann ákvað að semja eitthvað nýtt. Þar má finna margar perlur, svo sem Jónsmessunótt, Vorgleði, Yfir stokka ogsteina að ógleymdum valsinum I Húsafellsskógi, sem gæti fengið Húsafells- helluna til að taka sporið. Eiginkona Braga Hlíðberg er Ingrið Hlíðberg, sem aldrei er langt frá heiðursmanninum sínum. Þau hjónin hafa um árabil verið ómissandi hlekkur þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast í lífi harmonikuunnenda. Þau hafa verið fastagestir á flestum þeirra fjölmörgu harmonikuhátíða í gegnum áratugina. Margir fullyrða jafnvel, að þetta hafi heldur aukist þegar aldurinn færðist yfir. Ritstjóri Ný heimasíða www.egtonar.is Úrval af notuðum harmonikum * BKLllUNA /® BORSINI / d^íipa ZBRO seiiB «51*0^ Sotrt&K. POLVERINI o &(>/</< Akureyri: Mosateig 5 Sími 462 1520 & 660 1648 Reykjavík: Álfalandi 7 Sími 568 3670 & 824 7610 Eigum einnig ólar og aukahluti. Munið myndasíðuna á netinu: www.harmoniku-unnendui.com 21

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.