Harmonikublaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 8
Nu er lag á Varmalandi
Harmonikuhátíðin „Nú er lag“ var haldin
um verslunarmannahelgina í sjötta skipti að
Varmalandi. Það stefndi í veðurblíðu sam-
kvæmt veðurspá og fólk var farið að koma sér
fyrir strax á miðvikudeginum. Hefðbundin
dagskrá hófst þó ekki fyrr en á föstudegi. Veð-
urguðirnir voru á hraðferð og duglega blés um
gesti í sólinni, sem fundu sér skjól til hlés.
Fyrstir á svið á föstudagskvöldinu voru þeir
Ingvar Hólmgeirsson og félagar. Var vel mætt
á dansleikinn og dansgleðin ríkjandi, enda
vanir menn á ferð. Haukur Ingibergsson,
Hreinn Vilhjálmsson og Eggert Kristinsson
sáu um að takturinn væri samkvæmt uppskrift
allt kvöldið og fataðist ekki. Akureyringurinn
Númi Adolfsson leysti Hauk af um miðbik
dansleiksins og þá fengu gestir, samkvæmt
venju, meðal annars Saumakonuvals Jóns á
Hvanná. Sveinn Sigurjónsson átti næstu vakt
og ekki dvínaði dansáhuginn við það.
Kvöldinu luku síðan Vindbelgirnir og var ekki
að sjá að drægi úr áhuganum. Laugardagurinn
heilsaði með hressandi köldum kveðjum úr
Hrútafirðinum. Höfðu margir á orði að mik-
ill væri asinn á logninu. Tónleikar sænsku
gestanna hófst um tvö leytið og eftir að ríflega
140 gestir höfðu komið sér fyrir. Auðheyrt var
að þar fóru vanir menn og fengu þeir hinar
bestu undirtektir. Á sama tíma komu þeir sér
fyrir félagarnir Einar Guðmundsson og
Gunnar Kvaran með harmonikur af ýmsum
gerðum. Eftir tónleikana litur gestir við á
harmonikusölunni og mátti þar sjá margan
íbygginn velta vöngum yfir úrvalinu og ein-
hverjir endurnýjuðu hljóðfærin. Þá var margt
fallegra muna til sölu á markaðnum. A meðan
fóru Svíarnir í ökuferð um byggðir Borgar-
fjarðar, undir öruggri leiðsögn þeirra Hilmars
Hjartarsonar og Sigurðar Harðarsonar. Heill-
uðust þeir mjög af því sem fyrir augu bar.
Sioingað hjd Pierre ogfélögum
Það er alltafvel mœtt í Stjörnupolkann
Dansleikur laugardagskvöldsins hófst á til-
settum tíma og reið Svenni Sigurjóns á vaðið.
Þar voru kunnugleg stef, sem gestir kunnu vel
að meta og fylltu dansgólfið snarlega. Garðar
Olgeirsson var næstur á svið og þar var enginn
byrjendabragur heldur. Veittist honum létt að
halda gestum við efnið. Svíarnir Pierre og Rolf
stigu næstir á svið og kvað nú við annan tón.
Þeir buðu aðallega upp á swing, en minna af
polkum og tilheyrandi. Haukur fékk að blása
úr nös á meðan. Ekki virtist þetta hafa mikil
áhrif á dansarana, sem skiptu um gír í rúman
klukkutíma. Þá var komið að Einari, Gunnari
og Alla Isfjörð. Ekki vafðist fyrir þeim að geðj-
ast gestum sem dönsuðu af gleði til loka.
Sunnudagurinn heilsaði með sól og blíðu og
fljótlega fóru harmonikuhljómar að óma á
svæðinu eins og hæfir á harmonikumóti, enda
norðanáttin dottin niður að mestu. Eftir
skemmtilegan dag hófst lokadansleikurinn
með því að Erlingur Helgason hóf leik með
Það var líka vals í Varmalandi