Harmonikublaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 12

Harmonikublaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 12
Harmonikufélag Reykjavíkur 30 ára Harmonikufélag Reykjavíkur hélt upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur og dansleik í Fóstbræðraheim- ilinu, laugardaginn 28. maí sl. Olafur Briem formaður félagsins bauð tón- leikagesti í Ráðhúsinu velkomna klukkan fjögur. Einar Friðgeir Björnsson fór yfir sögu félagsins í stórum dráttum áður en léttsveit félagsins hóf leik. Hún byrjaði á Vals moder- ato eftir meistara Magnús Pétursson. I kjölfarið fylgdi Shadow ofyour smile og When Irish eyes are smiling og að lokum Bíllinn minn og ég. Fékk hljómsveitin hressilegt klapp að vonum. I kjölfarið komu þeir Sigurður Alfonsson og Einar Friðgeir Björnsson og léku franska vals- inn Ciel D'Anjou og síðan Skógarblómin af mikilli fagmennsku. Næstur á sviðið kom Grétar Geirsson og flutti Krossanesminni og Bóndavalsinn eftir Karl Jónatansson, en lauk sinni þátttöku á Bldjjallapolka eftir Braga Hlíð- berg. Ekki var að heyra að þar færi maður fast að áttræðu. Garðar Olgeirsson flutti tvö lög, Wiggen polka og Meiraför eftir Bjarna Böðv- arsson. Var nú farið að léttast vel yfir tón- leikagestum, sem buðu næst velkomnar kven- legasta dúett landsins, þær Hildi Petru og Vigdísi Jónsdóttur. Þær buðu upp á Dans pá Sunnanö eftir Evert Taube og Amerikansk Traskopolka við mikinn og verðskuldaðan fögnuð. Þá var komið að einu brosandi harmo- nikuhljómsveit landsins. Hún heitir Combo Smárinn og hana skipa þau Guðný Kristín, Ólafur Briem og Eyrún Isold. Þau byrjuðu á Daníel eftir Karl Jónatansson. Því var fylgt eftir með I 'm gonna live till Idie og Sway. Nú var farið að síga á seinni hlutann. Hin magn- aða Margrét Arnardóttir bauð upp á H moll vals eftir Chopin, Olívublóm Frosinis og La Noyee eftir Yann Tierse, sérlega ljúft lagaval hjá Margréti. Næst mættu til sögunnar Hekla Stórsveitin lauk tónleikunum í Ráðhúsinu með ghesibrag undir stjórn Einars Friðgeirs Como Smárinn tók lagið á ballinu. „Papa jass “ ogjónas Pétur sáu um að takturinn vœri réttur Eiríksdóttir og Sigurður Alfons- son. Nú fengu gestir Selju litlu eftir Jón Jónsson frá Hvanná, Suður um höfin og Hvíslað yfiir hafið eftir Gylfa Ægisson. Nú var aðeins eftir stórsveitin. Sá kunnuglegi Snjóvals hljómaði fyrst, síðan Bye Bye Blackbird og einkar viðeigandi í lokin var Bærinn okkar, eftir stofnanda Harmonikufélags Reykjavíkur Karl Jónatansson. Þeir sem sáu um undirleik voru þeir Edvin Kaaber og Jón Guðmundsson á gítar, Jónas Pétur Bjarnason á bassa, Eggert Kristinsson og Guðmundur „Papa jass“ á trommur. Þeir ríflega 150 áheyr- endur sem notið höfðu tónleik- anna yfirgáfu ráðhúsið léttir í bragði, eftir ágætlega heppnaða tónleika. Var nú komið að dansleik. Aður en dansleikurinn hófst í Fóstbræðraheim- ilinu var hljóðfæraleikurum og skipuleggj- endum afmælisins boðið til kvöldverðar. Einar Friðgeir Björnsson formaður afmælisnefndar bauð gesti velkomna og rifjaði upp þætti úr sögu félagsins. Rúsínan í pylsuendanum var upptaka RUV á hljóðfæraleik HR á fyrsta starfsári félagsins. Atriðið var tekið upp í verslunarmiðstöðinni Eiðistorgi á Sel- tjarnarnesi árið 1987. Fyrir utan ljómandi góðan tónlistarflutning í útsetningu Karls Jónatanssonar, var eftir því tekið hve fjölmenn sveitin var og glæsilega búin einkennisfatnaði og hljóðfærum. Að sjálfsögðu var Karl fremstur í flokki og stjórnaði sveitinni af fumlausri festu

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.