Harmonikublaðið - 01.09.2016, Page 3

Harmonikublaðið - 01.09.2016, Page 3
m Harmonikublaðið ISSN 1670-200X Ábyrgðarmaður: Ffiðjón Hallgrímsson Espigerði 2 108 Rejkjavík Sími 696 6422, fridjonoggudny@internet.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum, www. heradsprent. is Netfang: prínt@heradsprent.is Forsíða: Forsíðumyndin er af Itríói, sem lék íHörpunni lO.júlí sl. Frá vinstri: Jónas Asgeir Asgeirsson, Helga Krístbjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson. Meðal efnis: - Breiðumýrarhátíð 2016 - Sumarverkin hjá FHUR - Frostpinnar að vestan - Nú er lag á Varmalandi - Færeyjaferð Þingeyinga sumarið 2016 - Harmonikufélag Reykjavíkur 30 ára - Tónleikar Pierre Eriksson - Fannahlíðarhátíð - Harmonikutónleikar Itríos í Hörpunni - Fréttir frá Harmonikufélagi Selfoss - Harmonikudagurinn á Breiðamýri 7. maí - Harmonikuhátíðin í Ásbyrgi 2016 - Lag blaðsins - Bragi Hlíðberg -1 þá gömlu góðu ... Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða 1/2 síða Innsíður 1/1 síða 1 /2 síða 1/4 síða 1/8 síða Smáauglýsingar Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 20. nóvember 2016. kr. 25.500 kr. 16.500 kr. 20.500 kr. 12.500 kr. 7.500 kr. 5.000 kr. 3.000 Ritstjóraspjall Undanfarin 25 ár hafa harmonikuunnendur hist á sumrum í útilegum. Upphaflega voru þetta mjög einfaldar útilegur, þar sem vinir hittust ásamt börnum sínum eina helgi. Það var grundvallaratriði að veður væri þurrt svo hægt væri að sitja úti og spila saman. Einu kröfurnar voru þær að hægt væri að komast á salerni, en aðrar kröfur um húsaskjól voru engar. Frá þessum tíma hafa orðið miklar breytingar á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Utilegugögnin voru lítið umfram tjöld og svefnpoka og prímus. Aðeins hluti vegakerf- isins var lagður bundnu slitlagi. Nú, 25 árum síðar er annað yfirbragð á harmonikumót- unum. Húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar eru staðalbúnaður í dag. Þar með er komin ástæða þess að þeir sömu sem voru í tjöldum fyrir 15 til 25 árum stunda ennþá harmonikumót og útilegur. Meðalaldur gesta harmonikumótanna nálgast hraðfluga sjötíu árin. Þetta er mjög fróðleg staðreynd. Það eru mörg ár síðan heyrðist að þátttakendur harmonikuhátíðanna væru að stórum hluta eldri borgarar, sem smám saman myndu týna tölunni af eðlilegum orsökum og þar með væri þessum hluta menningarinnar lokið. Sem betur fer eru þessar spár ekki að rætast. Á hverju sumri mæta eitt til tvöhundruð lífsglaðir gestir, sem enginn ellibragur er á. Þessar stundir eru þeim dýrmætar og ógleymanlegt að fylgj- ast með, þegar vinir úr fjarlægum lands- hlutum hittast eftir langan aðskilnað síð- asta vetrar. Allt tal um gamlingja og ellismelli stenst samt ekki að öllu leyti, því á hverju ári má sjá ný andlit, sem hafa frétt af þessum skemmtilegu samkomum og lækka meðal- aldurinn. Þeir aðilar hafa margir á orði að því miður hafi þeir ekki áður frétt af þessum mótum og koma aftur næsta ár og þá jafnvel á fleiri mót. Ut frá menningarþættinum má ennfremur benda á að danslistin sem þarna er stunduð er því miður á fallanda fæti því dansleikjahald af þessu tagi er á góðri leið með að hverfa úr mannlífinu. Það sem veldur hins vegar áhyggjum, er meðalaldur þeirra sem halda mótin. I mörgum tilvikum hafa sömu einstaklingar staðið að hátíða- höldunum árum saman og margir komnir á eftirlaunaaldur, sumir hverjir jafnvel fyrir löngu síðan. Við skulum vona að yngra fólk taki við keflinu sem fyrst. Það er því ekki ástæða til að örvænta strax. Oll munum við hverfa af vettvangi fyrr eða síðar, trúlega til betri heims, flest okkar. Stjórn S.f.H.U. nöfn, netföng, heimilisföng og símanúmer: Formaður: Gunnar Kvaran alf7@mi.is Álfalandi 7, 108 Reykjavík. S: 568-3670 / 824-7610 Varaformaður: Jónas Þór Jóhannsson Brávöllum 9, 700 Egilsstaðir S:471 1465/893 1001 Netfang: jonas.thor@simnet.is Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir sigrunogvilli@gmail.com Breiðabólstað, 371 Búðardalur. S: 434-1207/861-5998 Gjaldkeri: Sigurður Eymundsson sigeym@talnet.is Suðurlandsbraut 60, 108 Reykjavík S: 471-1333 / 893-3639 Meðstjórnandi: Frosti Gunnarsson hansdottir@simnet.is Vallargötu 3, 420 Súðavík. S: 456-4928/895-1119 Varamaður: Pétur Bjarnason peturbj arna@internet. is Geitlandi 8, 108 Reykjavík S: 456 4684 / 892-0855 Varamaður: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is Hólatúni 16, 600 Akureyri S: 462-5534 / 820-8834 Kt. SÍHU: 611103-4170 í fréttum var þetta helst Aðalfundur Sambands íslenskra harmoniku- unnenda fer fram í Reykjanesbæ helgina 23.- 25. september nk. Það er Félag harmoniku- unnenda á Suðurnesjum sem sér um fundinn að þessu sinni og er þetta frumraun þeirra á þessu sviði. Fundurinn fer fram á Park Inn Radisson Hotelinu við Hafnargötu 57. Síð- asti fundur sambandsins fór fram á Hellu á Rangárvöllum fyrir ári síðan. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum verður Breiðumýrarhátíðin flutt næsta sumar. Astæðan m.a. þrengsli. Samkvæmt sömu heimildum verður hátíðin flutt að Ýdölum en þar er stórt samkomuhús og mjög góð aðstaða Á döfinni |p A aðalfundi SÍHU á haustdögum 2015, sem haldinn var á Hellu, var samþykkt tillaga þess efnis að stefna ætti að tónleikum til fjáröflunar fyrir sambandið. Niðurstaða nefndar varð sú að tónleikarnir skyldu haldnir í Salnum í Kópavogi 5. mars 2016. Ákveðið var að safna saman öllum helstu harmonikuleikurum landsins til tónleikahaldsins. Ekki áttu allir heimangengt, en níu gáfú kost á sér. Þá lék Agnes Löve píanóleikari með í tríói. Til marks um breiddina má geta þess að 72 ár voru á á tjaldsvæðum, sem var af skornum skammti á Breiðumýri. Ýdalir eru örstutt fyrir norðan Breiðumýri. Næsta landsmót fer fram á Isafirði dagana 29. júní til 2. júlí næsta sumar. Mótið verður samkvæmt heimildarmanni blaðsins hefð- bundið, en ekki hefur verið upplýst hver verður heiðursgestur mótsins. Sá þáttur hefur á undanfömum landsmótum verið til mikils sóma og engin ástæða til að hafa áhyggjur af þeim þætti í höndum Vestfirðinga. Þá má minna á hið stórmerkileg harmonikusafn, sem Ásgeir Sigurðsson stofnaði og er þar starfrækt. milli elsta og yngsta harmonikuleikarans. Hug- mynd um að hljóðrita tónleikana, til síðari fjáröflunarútgáfú, kom fljótt til tals og var það gert, með samþykki þátttakenda. Júlíus Jón- asson hljóðmeistari Salarins sá um verkið, en aðstæður til slíks eru með besta móti í Salnum. Nú er diskurinn komin í dreifingu. Á honum eru sautján lög með tíu flytjendum, í sumum tilfellum er þarna að finna einu upptöku margra flytjendanna. Hann verður að lík- indum velþegin viðbót fyrir þá sem gaman hafa af harmonikutónlist. Reiknað er með að diskurinn verði tilbúinn til dreifingar hjá harmonikufélögunum í lok september. 3

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.