Harmonikublaðið - 01.09.2016, Síða 5

Harmonikublaðið - 01.09.2016, Síða 5
Sumarverkin hjá FHUR Frá síðasta tölublaði Harmonikublaðsins hefur sitt hvað drifið á daga í starfi Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Vetrarstarfinu lauk með aðalfundi 1. júní að vanda, en áður en að því kom léku félagarnir í nokkrum stórmörkuðum höfuðborgarsvæðisins í tilefni Harmonikudagsins 7. maí og daginn eftir fór fram skemmtifundur í Iðnó. Verulegt áhugaleysi gerði vart við sig og aðsóknin talsvert undir væntingum. Hljómsveit félagsins reið á vaðið undir stjórn Reynis Jónassonar, en Reynir hefur séð um stjórnina í vetur ásamt Sigurði Alfonssyni, sem næst sté á svið og lék dúett ásamt Þorkatli Jónssyni, en þeir höfðu ekki leikið saman í ríflega fimmtíu ár, eða frá því þeir voru að læra á harmonikur sem unglingar. Bæði þessi atriði tókust ágætlega. Hljómsveit FHUR í Iðnó 8. maí Næstir til leiks voru þeir Reynir Jónasson og nemandi hans Garðar Einarsson. Var þetta frumraun þess síðarnefnda á sviði, en Garðar hefúr um árbil leikið í hljómsveit FHUR. Þá var komið að Guð- mundi Samúelssyni. Hann mætti með hnappanikku, en hann hefur samkvæmt traustum heimildum ætíð leikið á píanónikku. Hann lék nokkur lög og gerði grín að sjálfum sér fyrir klaufaskap, en baðst síðan undan uppklappi nema hann fengi að skipta um hljóðfæri. Þá kvað heldur betur við annan tón. Meistarinn heillaði salinn og lék nokkur lög til viðbótar, eins og honum er einum lagið. Þar á meðal Misty af mikilli tilfinningu. Þá var komið að rúsínunni í pylsuendanum, Kvennasveit FHUR. Þær leika allar í hljómsveit félagsins, en hafa hist og stillt saman strengi aukalega. Þær luku skemmtifundinum áður en haldið var til móts við sum- arið. Eftir aðalfund félagsins 1. júní, þar sem kosinn var nýr formaður Steinþóra Agústsdóttir, var sjómannadagsballið næst á dagskrá í Hörpunni, en þar héldu uppi fjörinu Sveinn Sigurjónsson á nikku, ásamt þeim Jóni Guðmundssyni gítarleikara, Jónasi Bjarnasyni bassaleikara og Steini Inga Sigurjónssyni trommara. Þá voru gestir teknir til kostanna. Fljótlega eftir Varmaland um verslunarmanna- helgina, tók við menningarnótt í Reykjavík, en FHUR hefur um árabil leikið á horni Klapparstígs og Skólavörðustígs. Þau Vigdís Jónsdóttir, Haukur Ingibergsson, Vindbelgirnir og Þorleifur Finns- son léku fyrir borgargesti frá tvö til fimm eftir hádegi í sól og blíðu, sem legið hefur yfir höfuðborginni frá í vor. Þá er bara að bíða eftir næsta balli í Breiðfirðingabúð. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Siggi Harðar, Steinþóra Agústsdóttir Dansað í miðbænum á „menningarnótt“ Kvennó í Iðnó. Halldóra Bjarnadóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir og Elísabet Halldóra Einarsdóttir. Eggert Kristins- son, gamli Hljóma trommarinn skreytti með Þorkell Jónsson og Sigurður Alfonsson spila saman á ca. 50 ára Jresti Ekki skil égafhverju mönnum finnstpetta betra. Guðmundur íþungum pönkum 5

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.