Harmonikublaðið - 01.09.2016, Qupperneq 17

Harmonikublaðið - 01.09.2016, Qupperneq 17
Harmonikudagurinn haldinn hátíðlegur á Breiðamýri 7. maí Laugardaginn 7. maí hélt Harmonikufélag Þingeyinga harmoniku- tónleika á Breiðumýri eins og venja er á degi harmonikunnar. Agætis mæting var og rættist vel úr veðrinu, sem var ekki álitlegt daginn áður. Á tónleikunum léku bæði börn og fullorðnir. Fyrstur spilaði félagi okkar Jón Sigurjónsson. Þá komu nemendurÁrna Sigurbjarnarsonar Tónlistarskóla Húsavíkur. Þeir voru Aron Bjarki Kristjánsson, Helgi Jóel Jónasson Lund, Almar Orn Jónasson, Hörður Mar Jónsson, Hilmar Bjarki Reynisson, Hermann Veigar Ragnarsson, Karitas Embla Kristinsdóttir og Magnús Kjerúlf. Eru þau öll mjög efnilegir spilarar og vitna um hæfileika Árna að ná fram slíkum tónum. Ennfremur léku Jón Árni, Grímur Vilhjálmsson og Inga Hauksdóttir. Sérstök ástæða er til að hrósa Árna hans fyrir hans hlut í að viðhalda þessari gömlu hefð að leika á harmoniku í Þingeyjarsýslum. Næsr komu nemendur frá Tónlistarskóla Bakkafjarðar ásamt kennara sínum, Ragnari Jóni Grétarssyni. Eru þau systkini frá Skeggjastað, Njáll Halldórsson lék á harmoniku, Himri Halldórsson á trommur, Þórey Lára Halldórsdóttir á þverflauta og ukulele, og kennarinn, Ragnar Jón Grétarsson á bassa. Fluttu þau frábærlega nokkur lög sem voru í þeirra eigin útsetningu. Að lokum spiluðu félagar okkar, Hildur Petra Friðriksdórtir og Vigdís Jónsdóttir, ásamt Eiríki Bóassyni á gítar. Mjög Hermann Veigar Ragnarsson, Almar Örn Jónasson, Karítas Embla Kristinsdóttir og Magnús Karl Kjerúlf. Þingeyingar hafa löngum verið iðnir við að unga út harmo- nikuleikurum flottir spilarar. Þá var öllum boðið í kaffihlaðborð. Eins og hefð er fyrir hjá félaginu lauk samkomunni á samspili, var spilað í nærri hálftíma öllum til ánægju og tóku flestir þátt. Sigurður Olafsson, texti og myndir Tónlistarsystkinin frá Skeggjastað. Njáll Halldórsson á harmoniku, Himri Halldórsson trommur, Þórey Lára Halldórsdóttir þverflauta og kennarinn, Ragnar Jón Grétarsson á bassa Árni Sigurbjarnarson kennari, Aron Bjarki Kristjánsson, Helgi Jóel Jónasson Lund, Hermann Veigar Ragnarsson, Almar Örn Jónasson, HörðurMar Jónsson, Hilmar Bjarki Reynisson, Karitas Embla Kristinsdóttir og Magnús Kjerúlf. Vonir okkar harmonikuunnenda 17

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.