Harmonikublaðið - 01.09.2018, Síða 2

Harmonikublaðið - 01.09.2018, Síða 2
Ágæti harmonikuunnandi Nú kveðjum við brátt sumarið sem hefur verið eins og önnur sumur með harmonikumót félaganna innan raða S.I.H.U. Eg varð þess aðnjótandi að vera á nokkrum af þessum mótum og verð ég að segja að ekki virðist aðsókn að mótunum hafa farið minnkandi. Mikill fjöldi harmonikuunnenda sótti Ydali heim og man ég ekki eftir jafn miklu fjölmenni á neinu móti, fyrir utan síðustu Landsmót. Sama var að segja með aðsóknina að móti FHUR á Borg í Grímsnesi. Þetta segir mér eitt, harmonikan er ekki á undanhaldi og verður ekki ef aðildarfélög SIHU halda áfram sínu frábæra starfí við að kynna og efla þetta fallega hljóðfæri. Við eigum í dag innan okkar raða, frábæra harmonikuleikara og ekki má gleyma að minnast á unga fólkið okkar sem sótt hefur sér menntun erlendis með frábærum árangri. Mér finnst sérstök ástæða til að minnast á heimsókn norska harmonikufélagsins frá Bodö, sem dvaldi á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina og setti mjög skemmtilegan svip á mótið. FHUR á sérstakar þakkir skildar fyrir metnaðinn og framtakið, en félagið hefur á undanförnum tíu árum yfirleitt boðið upp á mjög glæsilega tónleika á sínum sumarmótum. Nú styttist í að vetrarstarfið hefjist innan félaganna, hljóm- sveitaræfmgar hefjast og ýmsar uppákomur sem félögin efna til. Það er mín ósk að sem flest félög nýti veturinn sem best og reyni að laða að sér ungt og efnilegt fólk sem hefur brennandi áhuga á harmonikuspili. Þetta er gömul klisja og ný, efla verður starf innan félaganna og fá unga fólkið til að ganga í félögin. Stjórn sambandsins hefur haldið reglulega stjórnarfundi og hefur aðal efni þessa funda snúist um að finna félag til að halda næsta landsmót árið 2020. Einnig hefur stjórnin lagt sig fram um að leysa þau mál sem upp hafa komið. Nú styttist í aðalfund sambandsins, en hann verður haldinn í boði FHUE í Kjarnaskógi á Akureyri dagana 5. — 7. október. Oll fundargögn verða send formönnum aðildarfélaganna í tíma. Ég vil hvetja formann og fulltrúa hvers félags að vera frjóa í hugsun og umræðu, þannig að þessi fundur verði sem málefnalegastur. Þetta verður síðasti aðalfundur sem ég mun sitja sem for- maður sambands- ins, þar sem ég gef ekki kost á mér í embætti formanns. Þau ár sem ég hef verið í forsvari fyrir sambandið hafa verið skemmtileg og ýmislegt sem maður hefur lært á þessum árum. Allt þetta góða fólk sem ég hef starfað með innan stjórnar sambandsins hefur verið mér ómetanlegt og vonandi á ég vináttu þeirra um ókomin ár. Ég er þeirrar skoðunar að ég sé búinn að vera of lengi sem formaður sambandsins og það sé tími kominn á að nýr formaður taki við, með ferskar og góðar hugmyndir til handa SlHU. Að lokum vil ég þakka öllu því góða fólki innan stjórnar sambandsins og ekki síður stjórnum aðildarfélaga sambandsins fyrir frábær kynni og samstarf í gegn um árin. Hlakka til að hitta ykkur sem flest á komandi aðalfundi. Gunnar Kvaran, formaður lverðlaun ía van Norska meistarmótið í harmonikuleik fór fram á Storefjell hótelinu í Buskerud, dagana 27.- 30. júní sl. Mótið fer fram í mörgum flokkum. Yngstu keppendurnir er ellefu ára og yngri. Næsta flokk skipa keppendur 12 til 14 ára. Þá kemur flokkur 15 til 17 ára. Loks er flokkur 18 ára og eldri. Einnig er keppt á diatoniskar (tvöfaldar) harmonikur með sömu aldurskiptingu. Ennfremur er keppni í dúettum í sömu aldursflokkum. Þá keppa hljómsveitir í gömlu dansa flokki, kammer- músikflokki og danstónlistarflokki. Það eru því margir keppendur á hverju ári sem taka þátt. 1 ár var einn Islendingur meðal kepp- enda. Það er Þingeyingurinn Ásta Soffía Þorgeirsdóttir sem keppti í elsta flokknum bæði í einleikaraflokki og 2 dúettflokki. Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði í báðum flokkunum. Með henni í dúettinum lék Kristina F. Björdal. I einleikskeppninni lékÁsta Soffía fjóra kafla úr Franskri svítu í G dúr eftir J. S. Bach, Like a waterbuffalo, eftirYuji Takhashi og Nephilim song eftir 0rjan Matre. Þær Kristina léku þrjá kafla úr Holberg svítu eftir Edvard Grieg og Svenneprova eftir Jo Asgeir Lie. Blaðið óskar Ástu Soffíu til hamingju með þennan glæsilega árangur. íslendingur hefur ekki hampað slíkum titli síðan Hríseyingurinn, Lýður Sigtryggsson varð Norðurlandameistari 1946. PH Gullverðlaunahafmn

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.