Harmonikublaðið - 01.09.2018, Page 3
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaður:
Friðjón Hallgrímsson
Fspigerði 2
108 Keykjavík
Sími 696 6422, fridjonoggudnj@internet.is
Prentvinnsla: Prentgripur
Héraðsprent, Egilsstöðum, wvrnv. heradsprent. is
Forsíða: Eorsíðumjndina tók Reynir Elíesersson í
sumarblíðunni á Borg um verslunarmannahelgina.
Meðal efnis:
- Asta Soffía vann gullverðlaun
- Fannahlíðarhátíðin 2018
- Harmonikudagurinn á Breiðumýri 5. maí
- Harmonikuhátíðin á Borg
- Sumarið 2018 hjá FHUR
- Harmonikuhátíðin á Steinsstöðum
- Það var lag á Borg 2018
- Frostpinnar að vestan
- Viðtalið: Emil Hjartarson sóttur heim
- Harmonikuhátíðin að Ydölum
- Tónleikar Bodö trekkspillklubb
- Lag blaðsins eftir Karl Jónatansson
- Af Héraði
-1 þá gömlu góðu...
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 25.500
1/2 síða kr. 16.500
lnnsíður 1/1 síða kr. 20.500
1/2 síða kr. 12.500
1/4 síða kr. 7.500
1/8 síða kr. 5.000
Smáauglýsingar kr. 5.000
Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er
25. nóvember 2018.
Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður: Gunnar Kvaran
alf7@mi.is
Álfalandi 7, 108 Reykjavík
S: 568-3670 / 824-7610
Varaformaður: Haraldur Konráðsson
budarholl@simnet.is
Sólbakka 15, 861 Hvolsvöllur
S: 487-8578 / 893-4578
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilli@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207/ 861-5998
Gjaldkeri: Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, 600 Akureyri
S: 462-5534 / 820-8834
Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason
peturbjarna@internet.is
Geitlandi 8, 108 Reykjavík
S: 456-4684 / 892-0855
Varamaður: Sigurður Ólafsson
sandur2s@magnavik.is
Sandi 2, 641 Húsavík
S: 464-3539 / 847-5406
Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir
solveiginga@emax.is
Bólstaðarhlíð 2, 541 Blönduós
S: 452-7107/856-1187
Harmonikumót á Islandi eru haldin víða um
land á sumrin. Sumarið sem nú er að kveðja
skartaði sex mótum. Að þessum mótum
stóðu níu félög. Það er mjög forvitnilegt að
skoða umgjörð þessara móta og ekki síst þá
sem þau sækja. Aðsókn að þeim er nokkuð
breytileg eftir svæðum, en líklega er um þrjú
til fjögur hundruð manna hópur sem sækir
þau. Langflestir halda til á mótssvæðunum,
meðan á mótunum stendur, en alltaf eru
nokkrir sem telja ekki eftir sér aka á
mótsstaðina og til baka eftir að dansleik
lýkur. Vinátta fólks á mótunum er mikil og
fagnaðarfundir þegar fólk hittist, stundum
í fyrsta skipti síðan á síðasta ári. Veður virðist
hafa sáralítil áhrif á þátttöku fólks. Það er
heist að vindur komi í veg fyrir að fólk
komist með hjólhýsin á áfangastað. Alltaf
hefur verið talsvert um heimafólk á
mótunum, þó það sé mjög misjafnt eftir
svæðum.
Ekki eru öll mótin steypt í sama form. Eitt
það mikilvægasta er að útvega harmo-
nikuleikara fyrir dansleiki sem standa í þrjá
til fjóra tíma á kvöidi og reyna að sjá til þess
að ekki lendi allt á sömu spilurunum. Það
mót sem hefur lengsta sögu á bak við sig er
Ydalamótið, sem lengst af var haldið á
Breiðumýri. Heldur hefur fækkað harmo-
nikuleikurum heimamanna á því móti, sem
hefur í gegn um tíðina verið það best sótta.
Það mót sem næst kemur í aidri er
harmonikuhátíð Skagfirðinga á Steinsstöðum
í Skagafirði. Fyrstu fimmtán árin var hún
reyndar haldin í Húna-
veri í samvinnu við
Húnvetninga. Það má
segja það sama um
Steinsstaðamótið.
Harmonikuleikurum
fer fækkandi, þó ennþá
bjargi Skagfirðingar sér
á heimamönnum. A
Laugarbakkamótinu
sem er á vegum Hún-
vetninga og Nikkólínu sést að Húnvetningar
bjarga sér óhefðbundið með spilara, en
Nikkólína sér um sinn hluta. Mjög hefur
þrengt að Vestlendingum með spilara, en
Fannahlíð gengur ágætlega með góðri
samvinnu við aðra, hvað sem verður í
framtíðinni. FHUR er ennþá sjálft sér nægt
með spilara um verslunarmannahelgina, en
það mót er degi iengra en hin og Rangæingar
og Selfyssingar geta ennþá bjargað sér á Borg.
Það sést á þessari upptalningu að staðan er
nokkuð brothætt og hver harmonikuleikari
dýrmætur. Það sem hins vegar er styrkur
þessa þáttar í félagsstarfinu, er að innan
félaganna er starfandi fólk sem neitar að
gefast upp, þó á móti blási. Auk þess að
útvega spilara, safnar þetta fóik happ-
drættisvinningum, bakar og gerir ýmislegt
fleira svo mótið megi takast sem best.
Þakklæti sem það fær á móti frá þeim sem
koma og njóta harmonikumótanna er hins
vegar sú eina borgun sem í boði er, en vel
þegin.
í fréttum var þetta helst
Aðalfundur SÍHU verður haldinn í Hótel
Kjarnalundi á Akureyri 6. október nk. Það
er Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð
sem býður til fundarins, en síðast var
aðalfundur á þeirra vegum haustið 2011 í
Sveinbjarnargerði. Dansleikur verður um
kvöldið í Lóni.
Aðalfundur Félags harmonikuunnenda í
Reykjavík, sem haldinn var 29. maí sl.
samþykkti tillögu þess efnis að félagið haldi
næsta landsmót árið 2020. Ekki verður mótið
haldið í Reykjavík. Stykkishólmur er hins
vegar ákjósanlegur staður, þó ekkert sé þar
harmonikufélag lengur. Stjórn FHUR hefur
náð góðu sambandi við bæjarstjórnina og á
von á góðu samstarfi við hana um framhaldið.
Flemming Viðar Valmundsson sem nú
stundar nám við Tónlistarháskólann í
Kaupmannahöfn er á leið til Castelfidardo
um miðjan september til að taka þátt í hinni
árlegu harmonikukeppni, sem þar fer fram
í 43. skipti.
Meðlimir Ítríósins, þau Helga Kristbjörg og
Jón Þorsteinn, sem bæði hafa lokið
meistaranámi frá Tónlistarháskólanum í
Kaupmannahöfn eru í framhaldsnámi við
sama skóla, svokölluðu post graduate, sem er
ígildi doktorsnáms án ritgerðar. Jónas Asgeir
er í sama námi, en lýkur meistaranámi sínu
í leiðinni. Ásta Soffía er á leið í skiptinám til
Freiburg í Þýskalandi. Er þetta liður í
meistaraáfanga hennar.
Harmonikufélag Þingeyinga varð 40 ára þann
5. maí sl. Af því tilefni verður afmælisárshátíð
á Breiðumýri laugardaginn 27. október nk.
Þá er í undirbúningi rit um sögu félagsins.
Afmælisgrein um þetta næst elsta
harmonikufélag landsins mun birtast í
desemberblaðinu.
Heiðursfélagar SÍHU
Aðalsteinn Isfjörð, Baldur
Geirmundsson, Bragi Hlíðberg og
Reynir Jónasson.
___________________________________J
Kt. SÍHU: 611103-4170
3