Harmonikublaðið - 01.09.2018, Page 4
Það var þéttsetinn Svarfaðardalurinn d fóstudaginn í Fannahlíð
Valsinn stiginn
Þrátt fyrir háan aldur stjórnarmanna og fleiri
vandkvæði tókst að halda harmonikumótið í
Fannahlíð í eitt skipti enn. Það var aðallega
fyrir orð Svenna Sigurjóns og Sigga Harðar
að hægt var að hóa til harmonikuhelgar á
þessum vinsæla stað, sem þrátt fyrir ýmsa
annmarka, hefur ætíð dregið að sér
harmonikuunnendur víðs vegar að. Þar hefur
td. aldrei verið hægt að komast í rafmagn.
Þegar Geir á Kjaransstöðum og félagar hans í
Harmonikuunnendum Vesturlands heyrðu
Skottísinn þykir ómissandi á harmonikuböllum
áhuga Svenna og Sigga ákváðu þeir að slá til
einu sinni enn. A næsta ári verða þeir félagar
hins vegar einir á báti, en þeir munu vera búnir
að tryggja sér aðstoð frá félögum sínum í
FHUR, sem er oft aflögufært með mannskap.
Þrátt fyrir einhverja mestu rigningartíð sem
sögur fara af, tók fólk að koma sér fyrir í
Fannahlíð strax á fimmtudeginum.
Föstudagurinn heilsaði með bros á brá og
útlitið virtist gott. Um kvöldmatarleytið var
orðið vel messufært á svæðinu þó einhvern
tímann hafi sést fleiri. Heimamenn settu í
gang klukkan níu, þegar Geir og Gestur hófu
leikinn, undirleikarar voru þau Jónas Pétur
Guðmundsson á bassa, Lárus Skúlason á gítar
og Sigríður (Sirrý) Indriðadóttir á trommur.
Þegar þeim fannst nóg komið tók Erlingur
Helgason við ásamt fyrrgreindum með-
leikurum. Svenni lauk síðan ballinu um
miðnættið og fólk gekk til náða.
Laugardagurinn hófst með staðgóðum
morgunverði og var nú blásið til tónleika. Geir,
Gestur og Guðmundur Helgi Jensson stigu
nú á svið og léku ljúfa tónlist í dágóða stund
áður en aðalnúmerið, þau Vigdís Jónsdóttir
og Halli Reynis hófu sína kynningu á
nýútkomnum hljómdiski. Var það undurfallegt
á að hlýða og hin besta skemmtun. Nú tók
við spil á svæðinu, en sólin braust fram úr
skýjum um kaffileytið. Grillilmur barst
fljótlega um svæðið og eftir matinn hófst
seinni dansleikurinn. Þar hófu leik þeir Geir,
Gestur og Guðmundur Helgi Jensson á
nikkur, en Lárus Skúla, Jónas Pétur og Eggert
Kristinsson sáu um taktinn. Eðvarð Árnason
tók við af þeim ásamt Halldóri Svanssyni
gítarleikara. Næstur var Svenni ásamt
aðstoðarmönnum og hann lék þar til
Selfyssingarnir Doddi rafvirki og Birgir
Hartmanns tóku við. Öllum þessum
harmonikuleikurum tókst að halda gólfinu
heitu og það breyttist ekkert þegar þeir Svenni
og Friðjón vindbelgur léku síðasta hálftímann.
Það var ánægður hópur sem yfirgaf ballið
aðeins til að taka þátt í meira fjöri á svæðinu,
Vigdís og Halli Reynis við diskasölu í Fannahlíð
því nú sýndi veðrið sínar bestu hliðar. Var
leikið og sungið í dágóða stund í sumar-
nóttinni. Sunnudagurinn var yndislegur, sól
og blíða og fljótlega fóru að heyrast
harmonikutónar á svæðinu. Smám saman fór
fólk að tygja sig heimleiðis með orðunum
sjáumst að ári. Vonandi verður þeim að ósk
sinni, því orð eru jú til alls fyrst.
Friðjón Hallgrímsson
Myndir: Siggi Harðar
I sól ogsumaryl undir Akrajjalli