Harmonikublaðið - 01.09.2018, Síða 6

Harmonikublaðið - 01.09.2018, Síða 6
Guðmundur Kjartan Kjerúlf, Arni Sigurbjarnarson, Hugrún Birgisdóttir, Almar Örn Jónsson, Karítas Embla Kristinsdóttir, Magnús Karl Kjerúlfog Hermann Veigar Ragnarsson Harmonikufélag Þingeyinga hélt upp á Dag harmonikunnar að venju, með tónleikum á Breiðumýri sem hófust klukkan 14:00. Formaðurinn Jón Helgi Jóhannsson setti samkomuna og bauð gesti velkomna. Fyrst á svið var Aslaug Anna Arnadóttir, nemandi í Þingeyjarskóla, sem lék á harmoniku ásamt Guðna Bragasyni kennara sínum. Þá spiluðu Aldís Osk Knútsdóttir á harmoniku, Kristján Benediktsson á bassa, Viktor Breki Kjartansson á trommur og Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson á gítar. Öll nemendur Guðna og Péturs Ingólfssonar í Þingeyjarskóla. Þá var komið að nemendum Arna Sigurbjarnarsonar í Tónlistarskóla Húsavíkur. Fyrst spiluðu Helgi Jóel Jónasson og Hilmar Bjarki Reynisson á harmonikur ásamt Arna. Þá kom að eldri nemendum Árna. Það voru Magnús Kari Kjerúlf á harmoniku, Karitas Embla Kristinsdóttir á harmoniku, Almar Örn Jónasson á harmoniku, Hermann Veigar Ragnarsson á harmoniku og bassa, Hugrún Birgisdóttir á píanó og Guðmundur Kjartan Kjerúlf á þverflautu. Spiluðu þau stundum ein eða með Arna og öðrum í hópnum. Allir þessir nemendur stóðu sig frábærlega og voru kennurum sínum til sóma. Þá kom að okkar félögum og fýrstur var Aðalsteinn ísfjörð, síðan Asgeir Stefánsson. Rúnar Hannesson og Katrín Sigurðardóttir spiluðu svo saman og Jón Sigurjónsson lauk tónleikunum. Þá var öllum boðið í veisluhlaðborð og fóru svo saddir og sælir heim, nema félagsmenn sem tóku lagið, þ.e. þeir sem það kunna. Aðrir gengu frá á borðum og svo var tekin hópmynd sem verður notuð í afmælisblað félagsins sem varð 40 ára 4. maí sl. Verður það tilbúið fýrir næstu árshátíð í haust. Texti og myndir: Sigurður Olafsson Karítas Embla Kristinsdóttir, 12 ára stoltur harmonikuleikari Jón Aðalsteinn Snœbjörnsson, Viktor Breki Kjartansson, Aldís Ósk Knútsdóttir, Kristján Benediktsson 6

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.