Harmonikublaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 8
Fyrsta harmonikumót sumarins, útileguhátíð
Selfyssinga og Rangæinga fór fram á Borg í
Grímsnesi helgina 8. - 10. júní. Þrátt fyrir
heldur neikvæða veðurspá fór fólk að drífa að,
að morgni föstudagsins og um kvöldmatarleytið
var orðin dágóður slæðingur af fólki, sem undi
sér vel þrátt fyrir rigningardropa og undirbjó
sig fyrir væntanlegan dansleik. Harmoniku-
unnendur hafa svo sem aldrei hræðst vætuna.
Dansleikurinn hófst með leik félaga úr
fólkinu og tókst að manna tónleikana á síðustu
stundu. Klukkan tvö steig á svið Tryggvi
Sveinbjörnsson, Rangæingur og gítarleikari.
Hann lék fjögur lög úr söngbókThe Shadows
og eitt frumsamið og hlaut að launum
dynjandi lófaklapp enda frábært atriði. Fannst
mörgum sem Hank Marvin væri sjálfur
mættur, slík var spilamennskan. Þá kom sér
fyrir hljómsveit Rangæinga og Selfyssinga,
undir stjórn Grétars Geirssonar. Léku þeir
Tjúttað og djœvað afhjartans lyst
áðurnefndum harmonikufélögum á
Suðurlandi, sem nú koma fram sameinuð.
Eftir klukkutímaleik tóku Birgir Hart-
mannsson (Biggi) og Þórður Þorsteinsson
(Doddi) við og héldu fólki við efnið, þar til
Vindbelgirnir, Hilmar og Friðjón, leystu þá
af hólmi og léku til miðnættis. Agætis mæting
var á dansleikinn og umtalsvert fleira en á
síðasta ári. Laugardagurinn heilsaði með
rigningu en mikil bót var að logn var á og í
raun ágætisveður. Tónleikar voru á dagskrá
eftir hádegi. Mikil forföll urðu hjá tónleika-
góða blöndu af tónlist íslenskra meistara og
þá ekki síst Rangæinga, enda margir af þeim
slóðum orðlagðir lagasmiðir. Grétar Geirsson
hefur mörgum nemendunum kennt á
harmoniku og nú varð hann eftir á sviðinu
ásamt gömlum nemanda, sem reyndar var
hættur en byrjaði aftur eftir margra ára hlé.
Eyrún Aníta Gylfadóttir heitir þessi unga kona
sem lék ýmist ein eða með meistara sínum
næsta stundarfjórðunginn, þar til rveir gamlir
skólabræður af Hvanneyri, Grétar Geirsson
og Guðmundur Samúelsson tóku við og
heilluðu salinn til loka tónleikanna, sem voru
hinir skemmtilegustu þó illa horfði um
morguninn. Eftir kvöldverð hófst svo
dansleikur klukkan níu, þegar áðurnefndir
Grétar og Guðmundur stigu á svið og léku til
tíu, þegar Sveinn Sigurjónsson tók við og lauk
leik rúmum klukkutíma síðar. Þá gengu til
leiksins Doddi, Grétar Geirsson og Sigurður
Guðjónsson og léku til miðnættis. Það var
síðan Hildur Petra Friðriksdóttir sem lauk
Það er orðið langt síðan þeir léku saman jyrst á Hvanneyri.
Guðmundur Samúelsson og Grétar Geirsson hafa bara
batnað síðan
ballinu sem var hið skemmtilegasta og góð
þátttaka í dansinum. Ágætis aðsókn var að
harmonikuhátíðinni þrátt fyrir heldur erfitt
veðurfar. Ástæða er til að hvetja þá félaga í
þessum tveir harmonikufélögum sem nú starfa
saman að halda áfram á sömu braut.
Friðjón Hallgrímsson
Myndir: Guðmundur Theodórsson
Harmonikusafn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsæít ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími: 456 3485 cg 844 0172.
Netfang: assigu@internet.is Veffang: www.nedsti.is
Skoðið timaritis og flettið harmonikublöðum frá 1986