Harmonikublaðið - 01.09.2018, Qupperneq 11
Skagfirðingar héldu sína harmonikuhátíð á
Steinsstöðum um Jónsmessuna. Síðastliðið
sumar féll hátíðin niður þar eð heimamenn í
Skagafirði vildu ekki trufla landsmótið á
Isafirði. Það mátti sjá um miðja vikuna að
eitthvað stóð til, því gestir voru farnir að koma
sér fyrir í skagfirskri blíðu strax á
miðvikudeginum. Nokkrir urðu til að nota
tækifærið og horfa á leik Islands og Nígeríu á
HM milli þrjú og fimm. Ekki urðu úrslitin
okkur að skapi, eða eins og Friðrik
Steingrímsson orðaði svo faglega;
/ úrslitin nú löng er leið,
landann petta amar.
Nú fer ekki nokkur skreið,
til Nígeríu framar.
Föstudagsballið byrjaði klukkan níu, þegar
Geirmundur Valtýsson og Jói Færeyingur settu
í gang og var ekki að spyrja að þátttöku í
dansinum. Þeir félagar léku allt kvöldið utan
klukkutíma sem þeir Jón Gíslason og
Aðalsteinn Isfjörð hlupu undir bagga. Þegar
dansinum lauk um miðnættið hófst frjálsleg
spilamennska á svæðinu og létt yfir fólki.
Laugardagurinn rann upp eins og flestir höfðu
reiknað með og ekki spillti veðrið. Mátti
fljótlega heyra harmonikutóna á svæðinu, sem
lífguðu upp á tilveruna. Tónleikar með
kvöldvöku ívafi hófust klukkan tvö og var sitt
af hverju í boði. Jón og Alli tóku lagið áður
en Björg Baldursdóttir frá Vigur kvað rímur
við raust. Ákaflega þjóðlegt og skemmtilegt
Fyrst á réttunni, svo á röngunni tjú tjú trallala
atriði. Þá sté í pontu Bjarni
Pétur Maronsson úr Varma-
hlíð, sem fór með gaman-
mál. Tókst honum vel upp,
en því miður fór stór hluti
hans máls fyrir ofan garð og
neðan, vegna magnarakerfis
sem ekki virtist stillt við
hæfi. Næstur á svið var
Guðmundur Smári Guð-
mundsson, ungur harmon-
ikuleikari úr heimabyggð,
sem lék nokkur lög. Meðan
á þessu stóð fór fram happ-
drættismiðasala Harmon-
ikuunnenda í Skagafirði, en dráttur skyldi fara
fram á ballinu um kvöldið. Geirmundur lék
undir fjöldasöng í dágóða stund við góða
undirtektir. Að þessu loknu hófst kaffisala
Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps og voru þær
veitingar vel þegnar enda glæsilegt veisluborð
í boði. Var nú farið að líða að grilltíma, en þó
dágóð stund fyrir spilamennsku á svæðinu,
enda veðrið í miklu stuði eins og sagt er. Undir
leik þeirra Jóns Gísla og Alla Isfjörð varð
Friðriki að orði;
Opnast sálar unaðs kimi,
annar birtist töfraheimur.
Ekki vantar ftngrafimi,
hjá félögunum þessum tveimur.
Þegar fólk hafði nærst um kvöldið og leikið
nokkur lög við uppvaskið, mátti sjá strauminn
stefna á ballið. Þar biðu tilbúnir í slaginn,
Geirmundur og Jói Færeyingur. Var ekki
minni þátttaka en kvöldið áður. Eins og áður
hófu þeir leikinn, Geirmundur og Jói
Færeyingur. Eftir klukkutíma tóku þeir bræður
í Miðhúsum Jón og Stefán Gíslasynir við ásamt
Rúnari Péturssyni trommara, auk Guðrúnar
Helgu Jónsdóttur söngkonu. Fljótlega var farið
að draga í happdrættinu og hljóp á snærið hjá
mörgum, meðan aðrir sátu eftir með öngulinn
í rassinum. Besta skemmtun var af þessu og
þegar þeir bræður hófu aftur leikinn var vel
mætt á dansgólfið. Það var ánægður hópur
sem hélt heim á leið eftir ballið að ganga tvö
og flestir kváðust mundu mæta að ári.
Friðjón HaUgrímson
Myndir: Siggi Harðar
Lagið tekið eftir ball á Jónsmessunótt
Valsinn stiginn á Steinsstöðum
Kunnugleg andlit á harmonikumótunum
Þessir gleðigjafar missa ekki af mörgum mótum
11