Harmonikublaðið - 01.09.2018, Síða 12
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík blés til
harmonikuhátíðar að Borg í Grímsnesi í annað
skipti um verslunarmannahelgina. Sumarið
hafði verið ákaflega vætusamt suðvestan lands
fram að þessu, en nú bar svo við að helgin
virtist geta orðið þurr og jafnvel sólrík og ekki
skemmdi fyrir að von var á norsku
harmonikufélagi í heimsókn. Fólk tók því að
streyma að strax á miðvikudeginum og mikill
hugur í fólki, sem sumt var að koma beint af
1 í í V j I ý, í i j J i i í ;
1.M,
Það er betra að kunna umferðareglurnar þegar þrengir að
Laugardagur í sumarblíðu
harmonikumótinu í Ýdölum í Aðaldal og
hugði nú gott til glóðarinnar á Borg.
Fimmtudagurinn rann svo upp og ekki bólaði
á rigningu, sem þó hafði verið hótað. Enn
fjölgaði og fór að heyrast harmonikuspil á
stöku stað. A föstudaginn byrjaði allt vel, en
þegar líða tók á daginn varð ljóst að himnarnir
mígláku eins og oft áður í sumar. Um kvöldið
rigndi sem aldrei fyrr og fór nú að fara um
suma. Klukkan níu hófst svo dansleikurinn
og Sigurður Alfonsson reið á vaðið ásamt
aðstoðarmönnunum Fireini Vilhjálmssyni
bassaleikara, Fróða Oddssyni gítarleikara og
Eggerti Kristinssyni trommuleikara, en hann
hefur ma. á ferilskránni að hafa stofnað
Hljóma ásamt Gunnari Þórðarsyni. Eftur
klukkutíma steig kvennasveit FHUR á svið,
en hana skipuðu að þessu sinni þær Elísabet
Einarsdóttir, nýkjörinn formaður félagsins,
Ulfhildur Grímsdóttir og Gyða Guðmunds-
dóttir. Hreinn fékk frí en Pétur Bjarnason tók
við bassanum. Pétur þessi á heiðurinn af einu
vinsælasta popplagi Islands nefnilega „Ég er
frjáls“, en lag og texta samdi Pétur á einni
kvöldstund meðan hann lék í Facon á
Bíldudal, en það er nú önnur saga. Næstir á
svið voru Norðmennirnir í Bodö trekk-
spillklubb. Fór ekki milli mála að þar kunnu
menn til verka. Um ellefu leytið stigu síðan
þeir fóstbræður, Gunnar Kvaran og Einar
Guðmundsson á sviðið, en þetta var frumraun
þeirra á Borg, en þeir voru fastagestir á
Varmalandi. Þátttaka í dansinum var með
miklum ágætum, enda tónlistin við allra hæfi.
Mætingin var fram úr vonum og setið þar
sem sætt var. Þegar gestir röltu heim á leið
rigndi sem fyrr en von á góðum nýjum degi.
Um morguninn hafði svo stytt upp og Friðrik
Steingrímsson orðaði það svo í morgunsárið,
Eftir nœtur ógnar vætu,
eygir glætu sála mín.
Laugardagur Ijós ogfagur,
léttir hag er sólin skín.
Fyrst á dagskrá laugardagsins voru tónleikar
Bodö klúbbsins, sem fjallað er um á öðrum
stað í blaðinu. Eftir tónleikana var
Norðmönnunum boðið til kaffidrykkju, en
síðan fóru margir að líta á það nýjasta í
harmonikum hjá Einari og Gunnari. Sveinn
Sigurjónsson setti síðan í gang klukkan níu
og var nú húsið orðið stappað. Með lagi tókst
að koma um 40 manns fyrir á sviðinu fyrir
aftan hljóðfæraleikarana. Norðmennirnir
leystu síðan Svenna af og áttu ekki í
erfiðleikum að halda gólfinu fullu. Næstir á
svið voru síðan vinirnir frá Hvanneyri þeir
Grétar Geirsson og Guðmundur Samúelsson.
Þeim reyndist auðvelt að rifja upp það besta
og fengu ágætis viðtökur. Það kom svo í hlut