Harmonikublaðið - 01.09.2018, Side 14
HJARTARSON
SÓTTUR HEIM
Einn af fastagestum á dansleikjum harmonikuunnenda víða um land er hávaxinn
eldri maður, sem helst fer ekki af dansgólfinu. Hann dansar jafnan við hávaxna
eiginkonu sína og virðist mikið jafhræði með þeim hjónum. Emil Hjartarson hefur
gjarnan tekið að sér á tyllidögum að segja sögur og er þá ærin ástæða til að leggja
við hlustir. Mig langaði að fræðast öriítið meira um manninn og helst heyra söguna
að baki honum. Eg mælti mér því mót við hann að heimili þeirra hjóna við Hátún
í Reykjavík eitt ágústkvöld að áliðnum slætti, eins og sagði í textanum forðum.
Heiðurshjónin Emil Hjartarson ogAnna Jóhannsdóttir Ljósmynd: Siggi Harðar
Hvar og Kvenær er Emil Hjartarson fæddur?
Eg fæddist 23. apríl árið 1936 á Flateyri við
Onundarfjörð og átti þar heima fram á
fullorðinsár.
Var mikið um tónlist á æskuheimilinu?
Ég held að segja megi að mikið hafi verið um
tónlist á mínu æskuheimili. Móðir mín,
Ragna Sveinsdóttir, hafði lokið prófi í
píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
þar sem hún var meðal annars nemandi Páls
Isólfssonar og vei þeim sem ralaði óvirðulega
um Pál í hennar eyru. Mamma var organisti
við Flateyrarkirkju og kenndi söng í grunn-
skólanum. Við bjuggum í tveggja hæða húsi
sem gekk undir nafninu Kennarahúsið. A
neðri hæðinni bjuggu afi og amma. Amma
lék á orgel og var söngstjóri kirkjukórsins og
fleiri söngflokka.
Æfingar fóru gjarnan fram heima og var þá
sungið á báðum hæðum.
Lærðir þú á hljóðfæri?
Mamma kenndi mér að spila á píanó og
sannleikurinn er nú sá að ég hef aðallega spilað
á hið lárétta hljómborð á píanói eða orgeli. Eg
var í skólahljómsveit á menntaskólaárunum á
Akureyri. Við spiluðum á böllum í skólanum
og einstaka sinnum utan skólans. Svo spilaði
ég dálítið á böllum heim á Flateyri. Það var
nú lítils háttar. Eg var organisti í Flateyrarkirkju
í nokkur ár.
Ég hef lítið spilað á harmoniku, kann
einföldustu „vinnukonugrip" á það göfuga
hljóðfæri, Spilamennskan hefur að mestu
14
verið bundin sumarbúðaspili eða spileríi undir
söng.
Ég hafði aðgang að harmoniku í
grunnskólanum þar sem ég kenndi og þá var
harmonikan oft dregin upp þegar ég og
nemendur mínir gerðum okkur dagamun.
Einn veturinn var síðasta kennslustund
vikunnar helguð harmonikuspili og söng.
Starfaðir þú með Harmonikufélagi
Vestfjarða?
Ég eignaðist ekki harmoniku fyrr en gamlir
nemendur gáfu mér nikku þegar ég varð
sjötugur. Þar af leiðandi starfaði ég aldrei með
Harmonikufélagi Vestfjarða. Eg er semsagt
ekki harmonikuleikari heldur harmoniku-
eigandi en aðallega hamonikuunnandi.