Harmonikublaðið - 01.09.2018, Síða 16
Lærðir þú að dansa?
Eg á henni Onnu margt að þakka, til dæmis
að hafa hvatt mig til að staulast út á dansgólfið.
Ég var satt að segja ekki mikill dansmaður en
nú sækjum við dansleiki, meðal annars þá
sem eru á vegum harmonikufélaga í Reykjavík.
Við höfum sótt námskeið og svo er hún góður
dansari og hefur kennt mér nóg til að vera
nokkurn veginn sjálfbjarga.
Hver er þín sýn á framtíð harmonikunnar
og dansins á Islandi?
Af kynnum mínu af starfsemi
harmonikufélaganna, sýnist mér ljóst að vegur
þessa ágæta hljóðfæris fer vaxandi. Menn eru
hættir að tala um harmonikuna með
lítilsvirðingu. Við eigum núna bæði eldri og
yngri harmonikuleikara sem hafa sýnt að þetta
hljóðfæri á ótal möguleika til túlkunar. Þessir
snillingar leika hvers konar tónlist, sígild verk
og dægurflugur og allt þar á milli.
Harmonikuleikarar koma víða við sögu og
mætti segja meira frá því. Nú er varla haldin
útihátíð í Reykjavík án þess að harmonikan
komi við sögu í dagskránni, boðið upp á
harmonikudansleiki og svo spila
harmonikuleikarar á völdum stöðum gestum
til ánægju. Harmonikuleikarar hafa verið
duglegir að heimsækja dvalarheimili og
hjúkrunarheimili - spila þar fyrir vistfólk og
halda ball við hæfi þess. Eg veit að þær stundir
eru mikils metnar. Harmonikuleikarar hafa
spilað íyrir dansi í félagsmiðstöð í Reykjavík
einu sinni í viku í 15 ár og eru enn að.
Harmonikuleikarar í Reykjavík hafa líka
heimsótt leikskóla. Og spilað fyrir börnin og
starfsfólkið. Mér er kunnugt um að þeir þykja
aufúsugestir og hlakkað til heimsóknanna.
Emil tekur lagið með nemendum í Varmárskóla
Sjálfur þakka ég fyrir ótal margar ánægjustundir
í félagsskap við harmonikuleikara og tónlistina
þeirra.
Það er orðið áliðið kvölds þegar ég kveð þau
hjónin. Leið mín liggur fram hjá Brautarholti
20, þar sem Þórskaffi var eitt sinn til húsa,
einn vinsælasti dansstaður borgarinnar á sinni
tíð. Nú er hún Snorrabúð stekkur, eins og sagt
er. Einhvern tímann hafa þau Emil og Anna
trúlega fengið sér snúning í Þórskaffi, en það
er nú allt önnur saga.
Friðjón Hallgrímsson
16
Emil Hjartarson les fólki pistilinn á þorrablóti FHUR Ljósmynd: Siggi Harðar
Hjónin dansa skottís í Fannahlíð í sumar Ljósmynd: Siggi Harðar