Harmonikublaðið - 01.09.2018, Page 19

Harmonikublaðið - 01.09.2018, Page 19
Hildur Petra og Vigdís og varð ekki skotaskuld að halda fólki við efnið. Hildur Petra lauk ballinu ásamt þeim er séð höfðu um undirleikinn, þeim Pálmari Björns, Þorvaldi Einarssyni og Jóhanni Möller. Einhver hafði á orði í Ydölum á föstudagskvöldið að honum þætti full mikið um valsa hjá hijómsveitinni sem þá var á sviðinu. Þá orti Friðrik Stein- grímsson; Þegar kemur allt til alls og ómar nikku snilli. Þá skal dansa vals og vals og valsa inn á milli. A laugardeginum voru síðan tónleikar. Þar komu fyrst fram Hildur Petra og Vigdís. Halli Reynis og Vigdís léku síðan nokkur lög af diski sem þau gáfu út nú í sumar. Agnes Harpa Jósavinsdóttir og Elsa Auður Sigfúsdóttir léku nokkra snotra dúetta. Þá lék Hafliði Olafsson frumsamin lög. Aðalsteinn Isfjörð og Einar Guðmundsson léku nokkur lög ásamt hljómsveit skipaðri þeim Pálma Björnssyni á gítar, Magnúsi Kristinssyni á trommur og Eiríki Bóassyni á bassa. Að lokum tók svo Einar Guðmundsson nikkuna til kostanna og lék nokkur vel valin lög. Tónleikarnir voru tvískiptir og í hléinu var í boði að fá sér kaffisopa og vöfflur og mæltist þessi nýbreytni vel fyrir. Samkvæmt venju var svo sameiginlegt grill um kvöldið og síðar var dregið út happdrætti þar sem í boði voru 50 vinningar af ýmsu tagi. Dansleikur kvöldsins hófst svo klukkan tíu og stóð til tvö. Þá riðu á vaðið þau Rúnar Hannesar og Katrín Sigurðardóttir ásamt hljómsveit, en síðan komu þeir Jón Sigfússon og Gylfi Björnsson. Næstir á svið voru þeir Aðalsteinn Isfjörð og Einar Guðmundsson ásamt hljómsveit og síðan lauk Valberg Kristjánsson þessu fjölmennasta balli sumarsins. Þar með lauk formlegri dagskrá þessarar harmonikuhelgar í Ýdölum. Þátttaka var snöggtum betri í ár en í fyrra og viljum við þakka öllum sem mættu fyrir helgina. Sérstakar þakkir til hljóðfæraleikara fyrir framlag þeirra til vel heppnaðrar harmon- ikuhátíðar. Jóhann Möller Myndir: Siggi Harðar Eftir að ákveðið var að Harmonikufélagið í Bodö kæmi til að taka þátt í „Nú er lag á Borg 2018“ kom fljótlega í ljós áhugi þeirra á að halda aukatónleika í kirkju. Sú kirkja sem helst kom til greina var Reykholtskirkja í Borgarfirði, en útsýnisferð þangað var að sjálfsögðu á Bodö trekkspiLlklubb á sviðinu á Borg áætluninni. Þegar í ljós kom að hún var laus var þessu slegið föstu og þar hélt hljómsveitin sína fyrstu tónleika í ferðinni fimmtudaginn 2. ágúst. Um áttatíu manns sóttu tónleikana og nutu góðrar tónlistar í frábærum tónleikasal. Tónleikarnir hófust á hinum einstaklega fallega Sólskinsvalsi eftir Svíann Karl Grönstedt (1912-1983), þar sem sólin skín afhverri nótu. Því var fylgt eftir með hinu glæsilega Air and Tune eftir Hollendinginn Jacob de Haan (f. 1959). Það er við hæfi að leika sálma í kirkjum og nú hljómaði norski sálmurinn Jesus du som styrer alt i alle og var hljómsveitinni þakkað með lófataki. Einn af kunnari harmoniku- leikurum Norðmanna er Asmund Björken (1933-2018). Sletvikvalsinn úr smiðju hans var næstur, sérlega ljóðrænn og fallegur vals, sem hefur allt sem góður vals þarf. Þessu var fylgt eftir með norska sálminum Det er navnet ditt jeg roper og þar á eftir hlýddu gestir á Varglött, eftir Ole Rörvik. Næst fengu gestir að heyra Fangakórinn úr óperunni Nabucco eftir Giuseppe Verdi. Tónverk sem getur fengið steina til að gráta, slík er fegurðin. Áheyrendur sátu sem í leiðslu. Utsetningin er eftir stjórnandann Oddbjorn K.Nikolaisen, sem í sumar forfallaðist á síðustu stundu, en annar úr hljómsveitinni Geir Jostein Sandmo tók að sér stjórnina í Islandsförinni. Þá var komið að vinsælum sænskum slagara eftir Harry Blomquist. Vinsældir lagsins eru skiljanlegar þegar hlustað er á það, en Svíar og Norðmenn syngja það gjarnan þegar þeir finna á sér. Næst á skránni var sálmurinn Du som styrer straum og vind, sem fluttur var af virðingu og glæsileik. Þá var komið að öðru sænsku lagi, eftir fiðluleikarann Leif Göras (f. 1946). Sá er ma. þekktur fyrir að leika í hljómsveit Benny Andersons. Annas vise hefur náð geysimiklum vinsældum á stuttum tíma enda um óvenjulega fallegt tónverk að ræða. Nú leið að lokum tónleikanna og Melodi beguine eftir norska munnhörpuleikárann Sigmund Groven (f.1946) fékk yndislega meðferð hjá Bodö klúbbnum. Tónleikunum lauk svo með norðurnorskum sumarvalsi eftir Erling Jonslov, en hann mun vera frá Bodösvæðinu. Þar með lauk þessum fyrstu tónleikum Harmonikufélagsins í Bodö á Islandi og tónleikagestir yfirgáfu Reykholtskirkju léttir í sinni með bros á brá og tónasætsúpu í eyrunum. Ekki er vafamál að hljómsveitin er með þeim allra bestu sem hér hafa komið. Helst minnist ég í því sambandi hljómsveitar Harmonikufélagsins í Oslo á tónleikum í Neskirkju fyrir ríflega áratug eða svo. Næsta laugardag voru síðan aðrir tónleikar að Borg í Grímsnesi. Þar var sálmunum skipt út fyrir örlítið veraldlegri tónlist án þess að draga úr glæsileik og gæðum. Þar hlýddu tæplega 200 manns á tónleika hljómsveitarinnar. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Reynir Elíesersson 19

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.