Harmonikublaðið - 01.09.2018, Page 22

Harmonikublaðið - 01.09.2018, Page 22
IÞA GOMLU GOÐU / wra/wx \ Að þessu sinni kíkjum við í 2. tölublað þriðja árgangs Harmonikunnar frá árinu 1988. Það var ýmislegt forvitnilegt í blaðinu. Þarna er mikill fróðleikur. Birt með góðfúslegu leyfi Hilmars og Þorsteins Rúnars. Hvaö er CASSOTTO Margir velta fyrir sér hvað ítalska orðið „cassotto" er eða þýðir. Við leit- um eftir tillögu á góðu íslensku nafni sem nota má, en þangað til skulum við nota ítalska orðið og reyna að gera okkur grein fyrir mismun á „cassotto" og venjulegri harmoníku. Venjuleg harmoníka er með opna og bjarta tóna en — cassottoharmoníkan — með mjúka og lokaða tóna. Við skulum lita á skýringamynd- irnar sem eru þversnið af fjögra kóra harmonikum. Á mynd 1 er venjuleg harmoníka þar sem allir fjórir kórarn- ir (tónastokkarnir) eru undir einni loku. Þegar þrýst er á nótu á hljóm- borði þá opnast lokan en hún er fest í arm (einskonar vogarstöng). Undir lokunni eru fjögur göt í botninum sem eru opin í tónstokkana (kótana). Hver tónstokkur er í þessu tilfelli tveggja kóra og tveir tónstokkar því fjögra kóra. Hér fara tónarnir beint út og er því opnir og bjartir. Á mynd 2 er þversnið af fjögra kóra „cassotto" harmoníku. Hér er nótu- armurinn tvískiftur. Annar hluti armsins er með loku á tvo tónstokka í „cassotto“ en hinn armurinn er með loku á tónstokka sem ekki eru í „cassotto“. Þetta þýðir að þegar þrýst er á eina nótu í hljómborði þá opnast tvær lokur samtímis með tvo kóra (tónstokka) undir hverri loku. Það er nákvæmnisverk að fá báðar lokurnar til að virka jafnt en það hefur mikil áhrif á þéttleika harmoníkunnar. Á þessum myndum sést í stórum dráttum mismunurinn á „cassotto“ og venjulegri harmoníku og getum því líka skilið verðmismuninn sem er á þeim, að auki er „cassotto“ har- moníka oftast með vandaðri tór.a. Hér er aðeins stiklað á stóru í þeirri von að einhver verði vísari. Atyw/) . 4 Kóesf? 4 KORfíR /t\ Kor/\R 2 KÓRaK, Þ.Þ. 17

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.