Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2020, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 16.09.2020, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir áhyggjur Sam- taka atvinnurekenda á Reykjanesi um stöðu atvinnulífsins á svæðinu og fækkun ferðamanna til landsins. Bæjarráð skorar á ríkisstjórn Íslands að eiga aukið samtal við atvinnu- lífið með það að leiðarljósi að finna leiðir til að efla það. Í ályktun Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi segir orðrétt: „Óhætt er því að segja að sú kú- vending sem varð á stefnu stjórn- valda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðn- ingur fyrir þeirri ákvörðun,“ segir í ályktun stjórnar Samtaka atvinnu- rekenda á Reykjanesi. „Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að í raun og veru séu það Íslendingar sem eru líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið, heldur getum við búist við smitum af og til á meðan faraldurinn geysar á heims- vísu. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að loka fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngj- andi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar, en látið duga að setja Ís- lendinga í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Eftir gjaldþrot WOW air og í kjölfar COVID-19 faraldursins hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið hér á Suðurnesjum eins og fréttir undan- farinna daga sýna og telur stjórn SAR að botninum sé ekki náð. Með ákvörðun ríkistjórnarinnar, fyrir tæpum tveimur vikum síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af, allavega tímabundið, með auknu atvinnuleysi og stjórn SAR skorar á ríkisstjórn Íslands að endur- skoða þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum án tafar til að auðvelda erlendum ferðamönnum að heimsækja Ísland og um leið tak- marka efnahagsleg áhrif veirunnar.“ Ríkisstjórn eigi aukið samtal við atvinnulífið Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að í raun og veru séu það Íslendingar sem eru líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu ekki líklegir til að smita mikið ... Fundað með ráðherrum um stöðuna á Suðurnesjum Bæjarstjórar sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum, ásamt fram- kvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, funduðu með ráð- herranefnd um ríkisfjármál í Ráðherrabústaðnum í síðustu viku. Fundarefnið var staða atvinnumála á Suðurnesjum. Spár gera ráð fyrir að atvinnuleysi á Suðurnesjum verði 17,6% í september en landsmeð- altal er 8,1%. Fundarmenn ræddu stöðuna í sveitarfélögunum og þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir á komandi vetri. Lagðar voru fram tillögur að verk- efnum á Suðurnesjum sem hægt væri að fara í skömmum fyrirvara og leiðum til úrbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 bitna hvað harðast á. Ö l l t ö l u b l ö ð V í k u r f r é t t a e r u á timarit.is 2 // vÍKURFRÉTTIR á sUðURNEsJUM Í 40 áR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.