Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2020, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 16.09.2020, Blaðsíða 31
Stórsigur Þróttar 2. DEILD KARLA: Þróttarar eru á góðu róli þessa dagana og unnu léttan 4:0 sigur á KF á Vogaídýfuvellinum í síðustu umferð. Þróttur situr nú í fjórða sæti 2. deildar karla eftir þrjá sigurleiki í röð. Það tók Þróttara tæpan hálftíma að brjóta niður vörn KF en á 29. mínútu fengu þeir dæmt víti sem Alexander Helgason skoraði úr. Ey- steinn Þorri Björgvinsson bætti öðru marki við fimm mínútum síðar (34') og staðan í hálfleik 2:0 fyrir Þrótti. Á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik gerðu Þróttarar út um leikinn. Fyrst skoraði Hubert Rafal Kotus (59') og Andri Jónasson bætti fjórða markinu við (62') og gulltryggði stórsigur Þróttar. Skyldusigur Njarðvíkinga 2. DEILD KARLA: Njarðvík lék gegn Kára á Rafholtsvellinum í Njarðvík á sunnudag. Það voru Njarðvíkingar sem fóru með sigur af hólmi og sitja þeir því ennþá í þriðja sæti 2. deildar karla eftir sextán umferðir. Selfoss og Kórdrengir unnu bæði sína leiki og eru fjórum stigum fyrir ofan Njarðvík. Það var skoski markvarðahrellirinn Kenneth Hogg sem skoraði fyrra mark Njarðvíkinga á 5. mínútu og var það eina markið sem var skorað í fyrri hálfleik. Í byrjun seinni hálfleik setti Kári ágætis pressu á Njarðvíkinga en Ivan Prskalo náði þó að koma Njarðvík í tveggja marka forystu á 66. mínútu og með því innsiglaði hann 2:0 sigur. Njarðvíkingar eru því komnir með 33 stig og sitja áfram í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir toppliðunum, en Þróttur fylgir fast á hæla þeirra með 31 stig. Víðir í vondum málum 2. DEILD KARLA: Víðismenn léku ekki um helgina þar sem leiknir voru frestaðir leikir úr níundu umferð. Leikur Víðis og Völsungs var eini leikur þeirrar umferðar sem var búið að leika áður en til frestana kom. Víðir tapaði þeim leik 2:1 á útivelli. Staða Víðismanna er alls ekki góð í deildinni. Víðir er aðeins þremur stigum frá Dalvík/Reyni sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar og Víðir er með talsvert lakara markahlutfall. Það er ljóst að Víðismenn þurfa að girða sig í brók því lítið má út af bera svo ekki fari illa. Grindvískt markaregn 2. DEILD KVENNA: Kvennalið Grindavíkur lék gegn HK á þriðjudag og sigruðu 3:0 með mörkum Unu Rósar Unnarsdóttur (15’), Unnar Stefánsdóttur (56’) og Melkorku Ingibjargar Pálsdóttur (90’). Um síðustu helgi gerðu þær góða ferð til Hafnar í Hornafirði og sigruðu lið Sindra 4:0. Una Rós Unnarsdóttir (31’), Eva Lind Daníels- dóttir (45’), Júlía Ruth Thasaphong (49’) og Birgitta Hallgrímsdóttir (75’ víti) skoruðu mörkin. Grindavíkurstúlkur sitja í öðru sæti deildarinnar með 23 stig. Reynismenn aftur hrokknir í gang 3. DEILD KARLA: Reynir virðist vera hrokkinn í gang og hefur nú unnið fjóra leiki í röð eftir að Reynismenn lögðu Ægi 3:2 á útivelli. Um helgina léku þeir gegn Vængjum Júpiters á Blue-vellinum. Reynis- mönnum hafði örlítið fatast flugið í síðustu leikjum en þeir rifu sig í gang eftir að hafa lent í tvígang undir í leiknum. Það voru Vængir Júpiters sem skoruðu fyrsta markið á 12. mínútu en á þeirri 18. jafnaði markahrókurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson leikinn. Vængir Júpiters komust aftur yfir í byrjun seinni hálfleiks (49’) en þá hysjuðu Reynismenn upp um sig buxurna, skoruðu þrjú mörk (Krystian Wiktorowicz, 58’, Guðmundur Gísli Gunnarsson, 61’ og Fufura Barros, 68’ og 75’) og sigldu góðum sigri í höfn eftir tvo dapra tapleiki. Lengjudeild karla: Keflvíkingar lönduðu mikilvægum sigri í Eyjum Það var auðvitað markahrókurinn Joey Gibbs sem skoraði fyrsta mark leiksins gegn ÍBV á 13. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í seinni hálfleik sóttu Eyjamenn í sig veðrið og voru líklegri til að jafna leikinn en Keflvíkingar að bæta í. Þrátt fyrir það að Vestmanneyingar virtust hafa stjórn á leiknum náðu Keflvíkingar að bíta frá sér og á 83. mínútu bætti Gibbs við öðru marki. Það kom svo í hlut Kian Williams að gulltryggja sigur Keflvíkinga tveimur mínútum síðar (85’). Eyjamenn náðu að svara þegar venjulegur leiktími var við það að renna út (90’) en þá var það orðið of seint og Keflvíkingar lönduðu góðum sigri. Grindavík missti niður tveggja marka forystu Grindvíkingar léku gegn Víkingi í síðustu umferð Lengjudeildar karla. Grindavík komst í 2:0 en missti for- ystuna niður í 2:2 jafntefli. Það var Aron Jóhannsson sem skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Grindvíkingar leiddu 1:0 þegar gengið var til bún- ingsklefa. Víkingar urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í seinni hálfleik (53’) en rifu sig í gang og minnkuðu muninn tveimur mín- útum síðar. Á 66. mínútu gerði Josip Zeba sig sekan um algert dómgreindarleysi þegar hann virtist gefa andstæðingi sínum olnbogaskot og fékk að líta rauða spjaldið. Brotið átti sér stað þegar Víkingar voru að taka auka- spyrnu á eigin vallarhelmingi svo olnbogaskotið var algerlega glóru- laust. Manni fleiri tókst Víkingum að jafna leikinn á 77. mínútu og þar við sat. Grindvíkingar sitja í sjötta sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Þór en eiga leik gegn Keflavík til góða. Þeir mæta liði Leiknis frá Reykjavík á miðvikudag klukkan 16:30. Keflavík vann Aftureldingu LENGJUDEILD KVENNA: Keflavík fór með sigur af hólmi þegar kvennalið Keflavíkur tók á móti Aftureldingu í 15. umferð Lengjudeildar kvenna. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það kom á fimmtándu mínútu og var þar að verki Claudia Nicole Cagnina með sitt fyrsta mark fyrir félagið og það var ekki af verra taginu. Cagnina fékk háa og langa sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar og af- greiddi boltann með góðri snert- ingu viðstöðulaust yfir markvörð gestanna sem átti engan mögu- leika á að verja. Glæsilegt mark. Markið dugði Keflavík til sigurs því fleiri urðu mörkin ekki. Kefl- víkingar voru betri aðilinn í leiknum þótt Afturelding legði aukinn kraft í sóknina á síðustu mínútunum. Keflavík situr í öðru sæti Lengjudeildar kvenna, fjórum stigum á eftir Tindastóli og sjö stigum fyrir ofan Hauka sem eiga leik til góða. Keflvíkingurinn Elías Már Óm- arsson skoraði í þriðja leiknum í röð í hollensku B-deildinni í knatt- spyrnu síðasta laugardag. Hann gerði tvö mörk í útileik gegn FC Dordrecht en Excelsior vann 1:3 og er í fjórða sæti í deildinni með tvo sigra en liðið tapaði um þar- síðustu helgi. Heimamenn í FC Dordrecht náðu forystu en síðan skoraði Elías Már tvö mörk á tveimur mínútum. Thomas Kotte innsiglaði sigur Ex- celsior á 89. mínútu. Elías Már hefur skorað sjö mörk í þessum þremur leikjum, tvær tvennur og eina þrennu. Risaslagur í Keflavík Keflvíkingar heyja harða baráttu við Fram um efsta sætið í Lengjudeild karla. Þeir mættu ÍBV á Hásteinsvelli í síðustu umferð og unnu mikilvægan sigur á meðan Fram, sem situr í efsta sætinu, náði aðeins jafntefli á heima- velli gegn Vestra. Aðeins munar tveimur stigum á Keflavík og Fram en Keflavík á leik til góða. Á miðvikudag mætast þessi lið á Nettóvellinum í Keflavík og hefst leikurinn klukkan 16:30. Joey Gibbs skoraði tvö gegn ÍBV og er langmarkahæstur í Lengjudeildinni með átján mörk. Claudia Nicole Cagnina. Elías Már með sjö mörk í þremur leikjum Josip Zeba var rekinn af velli eftir glórulaust brot. vÍKURFRÉTTIR á sUðURNEsJUM Í 40 áR // 31

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.