Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2020, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 16.09.2020, Blaðsíða 20
„Við höfum aðeins verið að upplifa það að fólk haldi að Hjálpræðis- herinn sé ekki lengur með starf- semi í Reykjanesbæ en hér erum við og það er ýmislegt í gangi,“ segja hjónin Hjördís Kristinsdóttir og Ingvi Kristinn Skjaldarson sem hafa helgað sig starfi Hjálpræðishersins síðustu ár. Þau eru bæði flokksleið- togar hjá Hjálpræðishernum. Hjördís er að auki svæðisforingi eins og segir að framan og Ingvi Kristinn er um- sjónarmaður fasteigna. Þau hafa síðustu ár beint sjónum sínum að starfi Hjálpræðishersins í Reykjavík en hafa núna nýlega einnig tekið að sér umsjón starfsins í Reykjanesbæ. Með þeim í starfinu eru þau Hannes Bjarnason og Birna Dís Vilberts- dóttir sem einnig eru flokksleiðtogar en verkefnastjóri barna-, unglinga- og fjölskyldustarfs er Linda Björk Hávarðardóttir. Þau Hjördís og Ingvi benda á að núna á tímum mikils atvinnuleysis þá hefur fólk örugglega nægan tíma og hjá Hjálpræðishernum er margt í boði sem fólk getur tekið þátt í. Myndarlegt starf í fataflokkun Þegar blaðamaður Víkurfrétta heim- sótti Hjálpræðisherinn í Reykja- nesbæ, sem er til húsa að Flugvallar- braut 730 á Ásbrú, þá var þar mynd- arlegur hópur kvenna í fataflokkun. Þær mæta alla virka daga í Herinn og flokka fatnað fyrir fata- og nytja- markaðinn Hertex sem er rekinn í Reykjavík. Þær eru einnig með markað í húsi Hjálpræðishersins á Ásbrú sem í augnablikinu er rúm- góður og hefur lagt undir sig sam- komusal Hjálpræðishersins. Þessa dagana er þó verið að innrétta versl- unarrými í húsinu þar sem Hertex verður til húsa í náinni framtíð. Búðin verður opin frá klukkan 16 til 18 á föstudögum og klukkan 12 til 16 á laugardögum. Konurnar mæta alla virka daga á milli klukkan 10 og 14 og flokka fatnað en einnig til að ræða málin yfir kaffibolla en lögð er áhersla á að hver vinni á sínum hraða og hafi ánægju af því sem tekist er fyrir hendur hverju sinni. „Þetta á ekki að vera akkorðsvinna, þetta á líka að vera samfélag þar sem er gott að koma saman og eiga samfélag hver við aðra,“ segir Hjördís og bætir því við að auðvitað séu karlar líka vel- komnir. Prjónahópur hittist í Hjálpræðis- hernum á þriðjudögum klukkan 19:30 til 21:30 með handavinnuna sína. „Þar, líkt og í fataflokkuninni, er hugmyndin að fólk eigi þetta sam- félag að geta spjallað um daginn og veginn. Á þriðjudögum, í hádeginu, er líka það sem er kallað bæn og matur. Það er bænastund þar sem við syngjum líka saman og fáum okkur svo að borða. Maturinn kostar 500 krónur en ef maður á ekki þann pening þá borðar þú bara frítt. „Það er engum úthýst frekar en venjulega hjá Hjálpræðishernum,“ segir Hjördís jafnframt. Unglingastarf á Ásbrú í samstarfi við KFUM&K Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er kominn í samstarf við KFUM&K og verður með unglingastarf á Ásbrú á miðvikudagskvöldum frá klukkan 20:00 til 21:30. „Við byrjum á að vera með þennan hitting fyrir ungl- ingana en ef við fáum einhvern til að liggja frammi á eftirtöldum dreifingarstöðum á Suðurnesjum REYKJANESBÆR Landsbankinn, Krossmóa Olís Básinn Bókasafn Reykjanesbæjar Krambúðin, Hringbraut Sigurjónsbakarí, Hólmgarði Sundmiðstöð Keflavíkur Nettó, Krossmóa Nettó, Iðavöllum Nesvellir Kostur Njarðvík Krambúðin, Innri-Njarðvík GRINDAVÍK Nettó Verslunarmiðstöðin, Víkurbraut 62 VOGAR Verslunin Vogum / N1 GARÐUR Kjörbúðin Íþróttamiðstöðin SANDGERÐI Kjörbúðin Íþróttamiðstöðin Líflegt starf hjá Hernum „Hjálpræðisherinn er alþjóðleg evangelísk hreyfing, hluti af hinni almennu kristnu kirkju. Boðskapurinn grund- vallast á Biblíunni. Þjónustan er knúin af kærleika Guðs. Verkefnið er að boða fagnaðarerindi Jesú Krists og í hans nafni mæta þörfum fólks án mismununar,“ segir í alþjóðleg yfirlýsingu Hjálpræðishersins (The Salvation Army Mission Statement) um starfsemi Hjálpræðishersins. Í Hjálpræðishernum á Íslandi eru þrír flokkar (söfnuðir), á Akureyri, í Reykjanesbæ og Reykjavík. Aðalskrifstofa Hjálpræðishersins á Íslandi og í Færeyjum er staðsett í Reykjavík. Hjálpræðishernum á heimsvísu er skipt niður í umdæmi en Hjálpræðisherinn á Íslandi er hluti af um- dæminu Ísland, Noregur og Færeyjar. Svæðisforingi á Íslandi er Hjördís Kristinsdóttir. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Sjálfboðaliðar í fataflokkun Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson 20 // vÍKURFRÉTTIR á sUðURNEsJUM Í 40 áR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.