Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2020, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 16.09.2020, Blaðsíða 29
VF-myndir: Hilmar Bragi – Hvað er framundan? „Það eru þessi tveir leikir, á móti Lettum og Svíum. Við tókum fyrstu æfinguna áðan af því að voru leikir hjá svo mörgum í gær og fyrradag, við tókum bara létta æfingu og erum rétt að byrja að hugsa út í Letta- leikinn núna. Hann verður þann 17. september. Núna er frí í Pepsi Max- deildinn svo maður þarf ekkert að pæla í henni, hún er bara sett á smá pásu.“ Stúdent í vor Sveindís og kærastinn hennar, Sig- urður Ingi Bergsson, útskrifuðust bæði úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor. Þau vita hvorugt hvert hugurinn stefnir í framhaldinu og ákváðu því að taka sér frí frá skóla í ár á meðan þau hugsa næstu skref. Var pirruð yfir því að vera á bekknum Fjórtán ára skoraði fjögur mörk á fimmtán mínútum í bikarleik „Ég var bara pirruð yfir því að vera á bekknum og langaði að láta þjálf- arann vita af mér,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir og hlær þegar blaða- maður hittir hana á æfingasvæði Keflvíkinga í vikunni. Hin fjórtán ára gamla Sveindís komst heldur betur í sviðsljósið eftir að hún skoraði fjögur mörk á fimmtán mínútum í bikarleik Keflavíkur og Álftaness um liðna helgi. Hún kom þá inn á sem varamaður og gjörbreytti spenn- andi leik í stórsigur Keflvíkinga. Staðan var 1:1 þegar hún kemur inn á völlinn en það tók hana einungis sex mínútur að skora þrennu. Hún bætti fjórða markinu við skömmu síðar og lagði upp síðasta markið í 1:6 sigri Keflvíkinga. „Ég er mjög spennt fyrir sumrinu og er virkilega ánægð með okkar hóp og þjálfarann. Okkur gekk ekkert svakalega vel í fyrra en ég held að það breytist í sumar. Við erum með ungt lið en mér finnst við mjög góðar. Að mínu mati erum við búnar að bæta okkur mikið frá því í fyrra,“ segir Sveindís sem hefur nú skorað eitt mark í deild- inni og svo þessi fjögur í bikarnum. Sveindís Jane byrjaði að æfa með meistaraflokki Keflvíkinga í fyrra. Hún var að klára níunda bekk og á því ár eftir í grunnskóla. Hún hefur ýmist leikið sem kant- maður eða framherji. Nú er hún einungis frammi og raðar inn mörk- unum. Á undirbúningstímabilinu hefur hún verið iðin við kolann og skorað grimmt. Í yngri flokkum hefur hún einnig verið dugleg við að skora mörkin. Sveindís horfir mikið á fótbolta og hefur brenn- andi áhuga. Hún fylgist vel með landsliðinu og lítur mikið upp til leikmanna eins og Margrétar Láru og Söru Bjarkar sem hafa gert það gott með landsliðinu og sem at- vinnumenn. Hún ætlar sér að horfa á Ísland á EM karla í sumar og býst við skemmtilegri keppni. Vil skora í hverjum leik og stefnir á A-landsliðið „Mig langar bara að komast í A-landsliðið. Það er helsta mark- miðið,“ segir Sveindís sem hefur þegar fengið forsmekkinn af því að spila fyrir Íslands hönd. Hún var yngsti leikmaðurinn sem fór með U17 ára landsliðinu til Finnlands um daginn. Þar lék hún í þremur leikjum og skoraði eitt mark gegn Rússum. Eins og sönnum framherja sæmir þá ætlar Sveindís sér auð- vitað að skora sem mest í sumar. „Markmiðið er auðvitað að skora í hverjum einasta leik og vera sem mest í byrjunarliðinu. Ég ætla að standa mig bara eins vel og ég get,“ segir hin marksækna Sveindís. Hún æfir mikið og sjálf fer hún oft í fót- bolta og æfir sig á milli æfinga. Eins á hún það til að mæta snemma á æfingar þar sem hún vinnur í ákveðnum hlutum til þess að bæta sig sem leikmann. „Það er eina sem virkar, að æfa sig mikið og vel,“ segir Sveindís að lokum. Mikið efni á ferð Það var snemma ljóst hvert Sveindís Jane stefndi. Hér grípum við niður í viðtal sem Víkurfréttir tóku við hana fjórtán ára gamla eftir að hún hafði komið inn á sem varamaður í bikarleik Keflavíkur og Álftaness. Staðan var 1:1 þegar Sveindísi var skipt inn á í seinni hálf- leik og tíu mínútum síðar hafði hún skorað þrennu, tíu mínútum síðar bætti hún fjórða markinu við í 6:1 sigri. Viðtalið birtist á vf.is þann 30. maí 2016. Já, ekki spurning! Það verður að vera svoleiðis til að fullkomna árið. Ég ætla að verða Íslandsmeistari ... Vill sjá Sveindísi fara beint í byrjunarliðið Í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn sem Mist Rúnarsdóttir sér um á Fótbolti.net, og var á dagskrá nokkrum klukkutímum eftir að landsliðshópurinn var kynntur (10. september), sagði Gylfi Tryggvason, knatt- spyrnuþjálfari og umsjónarmaður fótbolta- hlaðvarpsins Fantabrögð, að honum finnist Sveindís eigi að koma beint inn í byrjunar- liðið gegn Lettlandi. „Ég vil persónulega bara sjá Sveindísi fara beint í byrjunarliðið. Ég myndi setja hana á kantinn. Út frá því hvernig hún er búin að vera,“ sagði Gylfi. „Sveindís er ger- samlega búin að snýta þessari deild, hún er búin að vera mikill yfirburðarmaður á öllum völlum sem hún hefur spilað á. Mögulega er þetta algjör gullmoli fyrir íslensku þjóðina á næstu árum. Ég vil bara henda henni í djúpu laugina.“ – Þetta er búið að vera sérstakt ár, sama hvernig á það er litið, og við- burðarríkt hjá þér. Nýútskrifuð og hvert er stefnan þá tekin? „Jú, ég einmitt útskrifaðist í vor en ætla að taka mér árspásu frá náminu á meðan ég geri upp við mig hvað ég ætla að læra. Núna er ég að vinna í Sandgerðisskóla og ætla að taka ár í vinnu áður en ég fer í há- skóla – en ég er ekki viss um hvað ég ætla að læra. Þess vegna tók ég þessa pásu. Ég er að finna reyna hvar áhuginn liggur og vona að þessi pása hjálpi mér að finna eitt- hvað skemmtilegt sem mig langar að læra. Ég er stuðningsfulltrúi í Sandgerðis- skóla og svo bruna ég á æfingar í bænum eftir vinnu, svo það er nóg að gera. Kærastinn minn kláraði á sama tíma og ég og hann er í svipuðum sporum og ég – veit ekki hvað hann ætlar að læra. Svo hann tók sér líka árs pásu og fékk líka vinnu í Sandgerðisskóla,“ segir Sveindís og hlær. „Við vitum ekkert hvað við ætlum að gera. Það er svolítið fyndið að við skyldum svo fá vinnu á sama staðnum – en hentugt.“ – Lokaspurning: Ætlarðu að verða Íslandsmeistari? „Já, ekki spurning! Það verður að vera svoleiðis til að fullkomna árið. Ég ætla að verða Íslands- meistari.“ Þrátt fyrir ungan aldurhefur Sveindís Jane verið einn af máttarstólpum Keflvíkinga undanfarin ár. Hún er nú á lánssamningi hjá Breiðabliki en svo er spurning hvort hún snúi ekki heim og leiki með Keflavík í efstu deild að ári. vÍKURFRÉTTIR á sUðURNEsJUM Í 40 áR // 29 Sveindís Jane og Sigurður Ingi, kærastinn hennar, útskrifuðust bæði frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.