Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.10.2020, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 07.10.2020, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á fyrri helmingi ársins 2020 var neikvæð um 5,3 milljarða króna samanborið við neikvæða rekstr- arafkomu upp á 942 milljónir króna árið á undan. Áhrif kórónuveirunnar voru veruleg á rekstur félagsins á fyrri helmingi ársins og nam samdráttur í tekjum frá sama tímabili í fyrra um 9,6 milljörðum króna eða 53%. Ef horft er eingöngu til annars ársfjórð- ungs nam tekjusamdráttur milli ára um 77% fyrir samstæðu Isavia en 97% ef horft er til reksturs móður- félagsins sem sinnir rekstri Kefla- víkurflugvallar. Félagið hefur gripið til verulegra hagræðingaaðgerða til að mæta tekjusamdrættinum en áhrifa þeirra mun gæta á síðari hluta ársins. Engu að síður lækkaði rekstrarkostnaður um 12,4% milli fyrri helmings árs 2019 og 2020 sem má að stærstum hluta rekja til aðgerða sem félagið greip til í kjölfar falls Wow air í lok fyrsta ársfjórð- ungs á síðasta ári og áhrifa af kyrr- setningu Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 7,6 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 2,5 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra en inn í þeirri afkomu var niðurfærsla upp á um 1,9 milljarð króna vegna falls Wow air. „Áhrif kórónuveirunnar á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg og ber afkoman hjá samstæðu Isavia þess merki,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Við höfum gripið til umfangs- mikilla aðgerða til að mæta þessum áhrifum og höfum m.a. því miður neyðst til þess að segja upp fjölda starfsmanna hjá móðurfélaginu og í Fríhöfninni ásamt því að skerða starfshlutföll starfsmanna hjá sam- stæðunni. Við búum okkur undir að flugumferð fari jafnvel ekki af stað á ný fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Þannig lítur þetta út í dag. Afkomuspá okkar gerir nú ráð fyrir að heildarafkoma samstæðu Isavia verði neikvæð um 13-14 milljarða króna á árinu 2020 og að áhrif kórónuveirunnar geti því numið um 15-16 milljörðum króna á heildaraf- komuna. Aftur á móti er sjóðstaða félagsins sterk og við ráðum við að vera tekjulaus á Keflavíkurflugvelli fram á næsta vor án þess að sækja viðbótar fjármögnun. Við gerum þó ráð fyrir í okkar áætlunum að sækja nýtt fjármagn inn í félagið til að geta viðhaldið okkar umsvifum til næstu ára.“ Þrátt fyrir gríðarmikil áhrif kórón- uveirunnar á rekstur Isavia og ferða- þjónustunnar í heild þá telur félagið að mikil tækifæri séu til staðar fyrir Ísland og innlenda ferðaþjónustu þegar flug hefst á ný: „Við sáum í sumar að það er mjög mikill áhugi hjá ferðamönnum að heimsækja Ísland og þá kom það okkur í raun- inni á óvart hversu hratt flugfélög fjölguðu ferðum þegar byrjað var að skima fyrir veirunni á Keflavíkur- flugvelli í júní,“ segir Sveinbjörn. „Ferðamenn munu að okkar mati sækja heim áfangastaði sem bjóða upp víðáttu og hreinleika, þannig að við teljum að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður þegar flug hefst á ný. Við sjáum líka mikil tækifæri til að styrkja samkeppnisstöðu Keflavíkur- flugvallar sem tengiflugvallar milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þá má ekki gleyma því að það flugfélag sem hefur nýtt flugvöllinn sem tengiflug- völl tryggði sér nýverið mikilvæga fjármögnun. Þó að staðan núna sé afar krefjandi megum við ekki missa sjónar á þeim miklu möguleikum sem við höfum til framtíðar,” segir Sveinbjörn. Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ís- land hefst á næstu dögum með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfs- manna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Uedem í Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og eistneska flughernum. Flugsveitin kemur til landsins frá Bretlandi með allt að fjórtán F15 orrustuþotur. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflug- völlum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 9. til 16. október ef veður leyfir. Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og áður auk þess sem hún verður í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Fyrstu liðsmenn sveitarinnar komu til landsins í síðustu viku. Strangari ráðstafanir eru gerðar vegna komu sveitarinnar en almennt gildir um ferðamenn sem koma til landsins því auk landamæraskimana fara allir í tveggja vikna vinnusóttkví (B-sóttkví) að lokinni fyrstu skimun. Flugsveitin kemur til með að hafa aðsetur á ör- yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mánaðarins. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verk- efnisins í samvinnu við Isavia. Loftrýmisgæsla Bandaríkjamanna að hefjast 7,6 milljarða tap á rekstri isavia fyrstu sex mánuðina Öll blöðin frá 1980 og til dagsins í dag á timarit.is Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að Reykja- nesbær taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 8,4 milljarðar króna til allt að 40 ára til að fjármagna upp- greiðslu láns Reykjanesbæjar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Tekjur Reykjanes- bæjar eru til tryggingar á láninu en bæjarstjóra hefur verið falið að vinna áfram í málinu. Taka 8,4 milljarða króna að láni Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að bjóða ferðaþjónustufyrirtækinu Vogasjóferðum ehf. gjaldfrest á hafnargjöldum félagsins, á sambærilegan hátt og veittur hefur verið gjaldfrestur á fast- eignagjöldum lögaðila í ferða- þjónustu. Gjaldfresturinn er veittur til sex mánaða. Vogasjóferðir ehf. höfðu sent bæjaryfirvöldum erindi með beiðni um niðurfellingu hafn- argjalda Særósar GK, sem er ferðaþjónustuskip sem gert er út frá höfninni í Vogum. Bjóða frestun á greiðslu gjalda 2 // vÍkUrFrÉTTir Á SUðUrNESJUM Í 40 Ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.