Víkurfréttir - 07.10.2020, Qupperneq 9
– Ferðu hratt yfir?
Nei, alls ekki. Ferðirnar eru nokkurs
konar hugleiðsla, úrvinnsla verkefna
lífsins sem maður fæst við hverju
sinni. Ef veður gott, náttúrufegurð
mikil þá er hægara farið yfir.
– Hvernig er best að byrja?
Sennilega að skoða gönguhópana á
Facebook. Vesen og Vergangur eru
með reglulegar göngur alla þriðju-
daga og sunnudaga, einnig eru þar
lokaðir hópar. Einar Skúlason er
alveg dásamlegur félagi og gott að
vera í þeim hópi. Gönguhópur Suð-
urnesja, þar hafa orðið til undirhópar
sem stunda reglulegar göngur. Einnig
gott að finna ágætt æfingarfjall, t.d.
Þorbjörn, hann er mjög aðgengi-
legur, þrunginn sögu og fjölbreyttur,
stunda æfingar þar. WAPP-appið er
líka með fullt af gönguleiðum með
leiðbeiningum, svo er Wikiloc óþrjót-
andi brunnur gönguleiða.
– Hversu oft ferðu á fjöll?
Ætla það sé ekki einu sinni til tvisvar
í viku að jafnaði.
– Áhugaverðasta göngu-
svæðið á Suðurnesjum?
Þessi er erfið. Þjóðleiðirnar yfir há-
veturinn, t.d. Þórustaðarstígur og
Skógfellsstígur, um vorin er svæðið
í kringum Sogin, t.d. Trölladyngjan,
Fíflavallarfjall og Grænadyngja í
uppáhaldi, mögnuð litadýrð, yfir há-
sumarið er gott að vesenast í Fagra-
dalsfjallgarðinum og Keili en nú
þegar haustar þá eru það þessi dal-
verpi, Nátthagi, Maradalur (stundum
nefndur Dauðadalur) og Stóri Leir-
dalur, það er einhver dulúð við þessa
staði sem eru umluktir algjörri kyrrð.
– Hvert hefur þú ekki komið
en langar að ganga um?
Hraundrangi í Öxnadal er klárlega
sá tindur sem ég á eftir en er mest
spenntur fyrir að fara. Austurland
er svo allt í vinnslu, uppáhaldsfjöllin
mín eru þar.
Frá göngu um Skógfellsstíg með Gönguhópi
Suðurnesja í vor. Mynd: Styrmir Jónsson
Agnar og
Anton Berg
Sævarsson,
frændi hans,
á fjalli á
Austfjörðum.
Mynd tekin ofan
af Merkitindi
og sést niður í
Breiðdalsvík.
vÍkUrFrÉTTir Á SUðUrNESJUM Í 40 Ár // 9