Víkurfréttir - 07.10.2020, Blaðsíða 12
Nú þegar tveimur umferðum í Lengju-
deildinni er ólokið er Keflavík í kjörað-
stöðu til að komast í efstu deild að nýju.
Keflvíkingar eru efstir í deildinni en bæði
Fram og Leiknir Reykjavík koma fast á
hæla þeirra, aðeins einu stigi á eftir. Kefla-
vík á að auki leik inni gegn Grindavík sem
verður leikinn í næstu viku. Víkurfréttir tóku
tal af Eysteini Húna Haukssyni til að ræða
lokaumferðirnar.
„Þetta er alltaf að sýna sig, eins og
í síðasta leik hjá okkur, að þetta er
mjög tæpt. Þetta er tími sem reynir
á taugar, skipulag og aga. Bæði við og
Fram unnum lið sem eru í botnbar-
áttunni með einu marki og þurftum
að hafa töluvert fyrir því,“ segir
Eysteinn. „Reyndar ef við skoðum
Leiknisleikinn í rólegheitum þá
vorum við vaðandi í færum, fengum
níu færi fyrir utan markið á fyrsta
hálftímanum – á sama tíma voru þeir
ekki að skapa neitt.“
Spila fótbolta sem fólk vill horfa á
„Við áttum á þessum tíma þrjú
skot í slánna og ég veit ekki hvað
– en það þarf að klára þetta, þú ert
aldrei öruggur nema þú komir þér í
almennilega stöðu og þótt við höfum
verið að spila vel þá vantaði að reka
endahnútinn á þetta. Við þurfum að
nýta færin.“
Keflavík hefur leikið skemmti-
legan sóknarbolta í ár og hefur þegar
skorað 57 mörk á tímabilinu. Til
gamans má geta þess að samkvæmt
gögnum á heimasíðu Knattspyrnu-
sambands Íslands hefur aðeins
einu liði tekist að skora fleiri mörk
á einu tímabili. Það var árið 2007,
þegar liðum var fjölgað í deildinni,
að Fjölnir skoraði 61 mark. Þrátt
fyrir alla þessa markaskorun endaði
Fjölnir í þriðja sæti.
„Allir leikirnir sem við eigum eftir
verða erfiðir, leikir Keflavíkur og
Grindavíkur eru alltaf eins og bik-
arúrslitaleikir og þá er ekkert gefið
eftir sama hver staða liðanna er. Við
þurfum bara að undirbúa okkur vel
og vera með liðsheildina klára, vinna
okkar vinnu og mæta með topp-
frammistöðu.
Frans [Elvarsson] meiddist í síð-
asta leik og við erum að setja upp
hvernig við leysum það, þá er spurn-
ingarmerki með Kian [Williams] og
Ingimundur [Aron Guðnason] er í
banni. Þetta er smá púsl en nú búum
við vel að því að vera með stóran og
sterkan hóp þar sem allir hafa hlut-
verki að gegna, við erum búnir að
nota 27 leikmenn í ár – næstum því
þrjú lið.
Við höfum skorað að meðal-
tali þrjú mörk í leik og viljum spila
fótbolta sem fólk vill horfa á. Þess
vegna spilum við sókndjarfan leik
og leggjum áherslu á að allir séu í
toppstandi, það er okkar verkefni
núna að fá Keflvíkinga til að verða
ástfangna af fótbolta aftur – og það
er það sem við ætlum okkur,“ sagði
Eysteinn að lokum.
Bætir Gibbs markametið?
Ástralinn Joey Gibbs hefur slegið
í gegn í framlínu Keflvíkinga í ár.
Hann hefur skorað 21 mark þegar
þrír leikir eru eftir af mótinu og
er ekki langt frá því að ná marka-
metinu í næstefstu deild.
Fyrir tveimur árum skoraði
Viktor Jónsson 22 mörk fyrir Þrótt
Reykjavík en það þarf að fara aftur
til ársins 1976 til að finna marka-
metið. Það met á Örn Óskarsson
sem lék með ÍBV, hann skoraði 25
mörk.
„Okkar hlutverk er að láta
Keflvíkinga verða ástfangna
af fótbolta“
– segir Eysteinn Húni
Hauksson, annar tveggja
þjálfara Keflvíkinga.
Keflvíkingar leiða Lengjudeildina:
Samstarf þeirra Eysteins og Sigurðar
Ragnars Eyjólfssonar hefur skilað góðum
árangri. Þeir voru m.a. valdir þjálfarar
annars þriðjungs Lengjudeildarinnar
af vefmiðlinum Fótbolti.net.
Þróttarar höndluðu ekki spennuna
Spennustigið hefur verið hátt í Vogunum undanfarið en knatt-
spyrnulið Þróttar var búið að vinna sig upp í annað sæti 2. deildar
og er mögulega á leið í næstefstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Þróttur hefur leikið afburðaskemmtilegan fótbolta í sumar og komið
ánægjulega á óvart, verið svokallað spútniklið deildarinnar.
Þróttarar fóru til Ólafsfjarðar um
síðustu helgi þar sem þeir mættu
liði KF. Þróttur komst yfir á 60.
mínútu með marki Alexander
Helgasonar en KF jafnaði stuttu
síðar og þar við sat, 1:1 jafntefli og
mikilvæg stig töpuð því á sama
tíma vann helsti keppinautur
Þróttar, Selfoss, sinn leik og komst
tveimur stigum upp fyrir Þrótt
þegar tvær umferðir eru eftir.
Nú eru Þróttarar komnir í þá
stöðu að þeir þurfa að vinna báða
sína leiki og treysta á að Selfoss
misstígi sig á lokametrunum.
Njarðvíkingar í fjórða sæti
Eftir sigur á Kára um síðustu helgi eru Njarðvíkingar þremur stigum
á eftir Selfossi og Þrótti í toppbaráttunni. Það verður að teljast ólík-
legur möguleiki að þeir nái að komast upp fyrir bæði liðin í lokaum-
ferðunum en miði er möguleiki. Fari svo ólíklega að bæði lið misstígi
sig á lokametrunum gæti Njarðvík komist upp.
Víðismenn bitu frá sér
Víðir sigraði Kára 3:1 á þriðjudag
í leik úr sautjándu umferð en
hafði verið frestað.
Víðismenn eru að berjast fyrir
tilveru sinni í 2. deild eftir tap
fyrir Völsungi á heimavelli sínum
á laugardag. Það var sannkallaður
sex stiga leikur því fyrir leikinn
voru Víðismenn í fallsæti, einu
stigi á eftir Völsungi, og með sigri
hefðu þeir haft sætaskipti við
Húsvíkingana.
Það voru leikmenn Völsungs
sem höfðu betur í þessum mikil-
væga leik en eftir sigur á Kára
glæðast vonir Víðis um að halda
sér í deildinni lífi. Nú munar
aðeins einu stigi á Víði og Völ-
sungi þegar tvær umferðir eru
eftir. Víðir á eftir að leika gegn
liðunum sem eru að berjast um
sæti í Lengjudeildinni, Selfossi og
Þrótti, á sama tíma og Völsungur
á eftir að leika gegn botnliði Dal-
víkur/Reynis og Kára.
REYNISMENN KOMNIR UPP
Reynismenn hafa tryggt sér far-
seðilinn í 2. deild á næsta ári
þegar tvær umferðir eru eftir.
Þeir höfðu þegar tryggt sér
sætið þegar liðið steinlá 5:1 fyrir
Sindra á Hornafirði um helgina.
Reynismönnum til afsökunar
þá voru aðstæður á Hornafirði
varla boðlegar. Fyrir leik var
búið að tilkynna þeim að leik-
urinn yrði færðu á annan völl en
þegar Reynir mætti til Hafnar
voru heimamenn búnir að skipta
um skoðun og ákveða að leika á
heimavelli sínum þótt hann væri
eins og sundlaug að sjá.
Í síðustu viku sigraði Reynir
lið Álftaness á Blue-vellinum 3:1
til að tryggja sér sæti í 2. deild.
Eftir markalausan fyrri hálf-
leik gerðu heimamenn út af við
leikinn á fyrstu tíu mínútum
seinni hálfleiks með mörkum
Benedikts Jónssonar (48’), Guð-
mundar Gunnars Gíslasonar
(51’) og Fufura Barros (54’). Eftir
leikinn sagði Haraldur Freyr
Guðmundsson, þjálfari Reynis, í
samtali við Víkurfréttir að mark-
miðið fyrir tímabilið hefði verið
að komast upp um deild. „Núna
er bara næsta markmið að vinna
deildina, við erum í harðri baráttu
við KV um það,“ sagði Haraldur.
Reynir missti KV fjórum stigum
fram úr sér með tapinu gegn
Sindra. Reynismenn þurfa að
sigra báða sína leiki sem eru eftir
og treysta á að KV tapi stigum í
síðustu umferðum 3. deildar.
Benedikt Jónsson að koma
Reyni yfir gegn Álftanesi.
Vonbrigðatímabil Grindvíkinga
Grindvíkingar eygðu örlitla von um að vinna sér sæti í efstu deild
karla að nýju fyrir leiki síðustu umferðar. Grindavík tapaði hins
vegar fyrir Aftureldingu á laugardag og með því heltust þeir endan-
lega úr lestinni og þurfa því að bíða næsta tímabils með að vinna
sig upp um deild.
Afturelding komst þremur
mörkum yfir í leiknum en
Grindavík tókst að minnka
muninn í 3:2 með tveimur
mörkum frá Guðmundi Magnús-
syni. Lengra komust Grind-
víkingar þó ekki og því er útséð
um að þeim takist að standa við
markmið sín um að endurheimta
sæti í Pepsi Max-deildinni. Mikil
vonbrigði fyrir Grindavík sem var
með eindæmum óheppið í sumar
og missti leiki of oft niður í jafn-
tefli eða jafnvel tap.
Grindavíkurkonur stefna upp
Stelpurnar í kvennaliði Grindavíkur stefna ótrauðar upp í Lengju-
deildina á næsta ári eftir góðan 4:0 sigur á Fram á þriðjudag.
Grindvíkingar eru nú aðeins
tveimur stigum á eftir HK sem er
á toppi 2. deildar kvenna. HK hefur
lokið leik en Grindavík á eftir að
leika gegn Hamri frá Hveragerði í
síðast leik sínum. Vinni þær hann
eru þær deildarmeistarar 2. deildar
kvenna í ár.
12 // vÍkUrFrÉTTir Á SUðUrNESJUM Í 40 Ár