Víkurfréttir - 07.10.2020, Qupperneq 20
– Nafn, aldur og búseta:
Haukur Andreasson, 37 ára. Suður-
nesjabæ.
– Hvað er það fyrsta sem þú gerir
eftir að þú vaknar á morgnana?
Fer fram úr og fæ mér kaffibolla.
– Hlustarðu á útvarp eða
eitt og eitt lag á Spotify?
Hlusta á Bylgjuna.
– Hvað raular þú eða
syngur í sturtu/baði?
Ég humma oftast eitthvað sem ég
veit ekki hvað er.
– Hvaða blöð eða bækur lestu?
Upp á síðkastið hafa það verið laga-
bækur sem eiga allan minn tíma.
Contract Law er sú bók sem ég var
að klára.
– Hvað er það fyndnasta
sem hefur hent þig?
Ætli það sé ekki þegar konan fann
vegabréf sem ég týndi og afhenti
mér þegar ég fór til Manchester á
leik. Var stoppaður fyrir stolið vega-
bréf og það setti tóninn í ferðina.
– Hver fékk þig síðast til að
brosa og hvers vegna?
Grallarinn hún dóttir mín fær mig
stöðugt til að brosa.
– Hvað er það skemmti-
legasta sem þú horfðir
á nýlega í sjónvarpi?
Umbrella Academy.
– Uppáhaldsvefsíða:
fonsjuris.is, veit ekki hvar ég væri án
hennar.
– Uppáhaldskaffi eða -te:
French Roast frá Te & kaffi kemur
sterkt til greina.
– Uppáhaldsverslun:
Fyrirhann.is er að koma sterk inn.
– Hvað matreiðir þú ef
þú vilt gera eitthvað gott
fyrir fjölskylduna?
Íslenska kjötsúpu.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Ég er með ótrúlegt jafnaðargeð svo
mér dettur ekkert í hug.
– Hver er helsta áskorun
sem þú hefur þurft að
takast á við nýverið?
Hver dagur er ný áskorun, ætli það
sé ekki að halda síbreytilegu skipu-
lagi.
– Hvað er eftirminni-
legast frá sumrinu?
Vinahópurinn fór saman á hótel
Hamar, þar var dustað rykið af golf-
kylfunum.
– Hvaða reglu hefur þú sett þér
sem erfiðast er að fara eftir?
Hef sett mér það markmið/reglu að
ætla byrja að mæta í tíma hjá Dodda
og Þurý í ræktina hér í Sandgerði.
Hef náð tveimur frábærum nám-
skeiðum hjá þeim en þarf að fara í
fleiri.
– Ef þú værir að setjast
á skólabekk í dag, hvað
myndir þú vilja læra?
Ég er í fullu laganámi samhliða vinnu
sem stendur.
– Stóra fréttin síðustu daga:
Trump með Covid.
– Hvernig er haustið
að leggjast í þig?
Haustið leggst ágætlega í mig. Sam-
anstendur af mikilli rútínu og vinnu.
– Eru hefðir á þínu heimili
tengdar haustinu?
Það má segja að hefðin sem stendur
sé að sitja á skólabekk í námi.
Haukur Andreasson, 37 ára íbúi í Suðurnesjabæ, er á kafi í laganámi samhliða vinnu á fasteignasölu
þessa dagana. Hann gaf sér þó tíma í smá netspjall við Víkurfréttir um lífið og tilveruna.
Stoppaður fyrir stolið vega-
bréf á leið til Manchester
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
N
etspj@
ll
Haukur og dóttir hans, Sigurrós Máney Hauksdóttir.
Haukur og Sigurrós Máney.
Frá vinstri: Úlfar Guðmundsson, lögmaður, Haukur Andreasson,
fasteignasali, Guðmundur Torfi Rafnsson, húsasmíðameistari, Vilhjálmur
Axelsson, matreiðslumeistari, og Ingi Gunnar Ólafsson, einkaþjálfari.
Haukur Andreasson og eiginkona hans,
Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur.
20 // vÍkUrFrÉTTir Á SUðUrNESJUM Í 40 Ár