Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.10.2020, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 07.10.2020, Blaðsíða 23
Frábærar fréttir! Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að leggja til að komið yrði á fót menntaneti á Suðurnesjum í samstarfi við mennta- stofnanir á svæðinu til að efla náms- og starfsúrræði fyrir atvinnu- leitendur. Menntamálaráðherra mun stýra þessu nýja menntaneti í samvinnu við heimamenn en forsætisráðherra sagði að svona verk- efni hafi verið gert víðar með góðum árangri. Það er mikið gleði- efni að haldið sé áfram veginn til styrkingar náms á Suðurnesjum. Nám er tækifæri Fyrirhugað er að ráðstafa allt að 300 milljónum króna til kaupa á þjónustu hjá menntanetinu sem hluti af átakinu Nám er tækifæri. Þá hefur verið ákveðið að styrkja þær námsleiðir sem í boði eru hjá Keili gegn því að sveitar- félögin á Suðurnesjum komi jafnframt inn með fjármuni á móti. Stjórnvöld hafa að undanförnu átt samtöl við forsvarsmenn sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitar- félaga á Suðurnesjum, menntastofnanir og atvinnurek- endur á svæðinu um aðgerðir til að bregðast við stöðu vinnumarkaðarins á svæðinu. Atvinnuleysi þar hefur farið vaxandi eftir að kórónafaraldurinn hófst, fór hæst í kringum 25% í upphafi faraldursins en var í september í kringum 17%. Það skiptir máli á tímum sem þessum að fólk hafi greiðan aðgang að aukinni menntun til þess að styrkja sig á atvinnumarkaði til framtíðar. Fjölbreytni og sveigjanleiki Fjölbreytt námsframboð og sveigjanlegt námsumhverfi, sem skapað er í nánu samstarfi við aðila vinnumarkað- arins, er nauðsynlegt svo að atvinnulíf og samfélag vaxi og dafni. Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur verið mikil lyftistöng fyrir samfélagið á Suðurnesjum frá stofnun árið 1976. Menntaskólinn Ásbrú (Keilir), Fisktækni- skólinn og MSS eru stofnanir sem orðið hafa til vegna frumkvæðis einkaaðila, sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrirtækja á svæðinu. Þörfin fyrir fjölbreyttar námsleiðir, starfsþjálfun og endurmenntun hefur verið áþreifanleg. Nú eru þessar menntastofnanir orðnar rótgrónar í sam- félaginu og hafa sannað gildi sitt. Menntunarstig fólks á svæðinu hefur hækkað, sérstaklega kvenna. Það er ekki síst bættu aðgengi að námi að þakka sem og fjölbreyttum námsleiðum og sveigjanlegum kennsluháttum. Höldum áfram þessa leið. Breyttar kröfur vinnumarkaðarins Sjálfvirknivæðing undanfarinna ára og hraðar tækni- breytingar munu ekki hægja á sér. Með þeim breytingum er einsýnt að kröfur um fjölbreytta menntun á fram- haldsskólastigi sem og ákall eftir nútímalegum og sveigj- anlegum kennsluháttum muni halda áfram að aukast. Ný tækifæri eru handan við hornið. Í skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna kemur fram að líkur á sjálfvirknivæðingu starfa minnka með hærra menntunarstigi. Líklegt er að mörg störf sem krefjast lítillar menntunar muni hverfa eða taka miklum breytingum. Vægi framhaldsskólanáms verður því sífellt meira og þörfin fyrir fjölbreyttar námsleiðir vex. Því þarf að auka áherslu á tæknigreinar og nýsköpun auk þess að halda áfram að bjóða upp á hefðbundið bóknám og iðn- greinar. Menntun er máttur. Áfram veginn! Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hælisleitendamál í ólestri „Ertu að yfirgefa landið þitt í leit að betri lífskjörum? Ertu að yfirgefa landið þitt í leit að vinnu? Þetta eru ekki löglegar ástæður fyrir því að fá alþjóð- lega vernd í Noregi. Þér verður vísað til baka“. Þetta er texti úr auglýsingu sem norsk stjórn- völd birta á helstu netmiðlum. Auk þess er því komið á fram- færi í auglýsingunni að reglur hafi verið hertar í Noregi. Danir hafa birt áþekkar auglýsingar. Árið 2004 var 48 tíma reglan við afgreiðslu umsókna tekin upp í Noregi til að draga úr til- efnislausum umsóknum og gera kerfið skilvirkara. Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku ræðir að ekki verði tekið við hælisleitendum á danskri grundu heldur í móttöku- stöð í Norður-Afríku til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarð- arhafið. Fyrir fáeinum árum komu 6.000 hælisleitendur að landa- mærum Noregs frá Rússlandi á nokkrum vikum. Eru stjórnvöld hér á landi viðbúin því að fá slíkan fjölda umsókna á fáeinum vikum? Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi nú í vor um breytingu á lögum um útlendinga. Frumvarpinu er ætlað að gera stjórnvöldum kleift að afgreiða skjótt og örugglega umsóknir sem leiða ekki til veitingar alþjóð- legrar verndar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga vegna ósættis í ríkisstjórninni. Brýnt er að ein- falda og hraða málsmeðferð um- sókna svo að auka megi skilvirkni og stytta málsmeðferðartíma. Á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælis- leitenda eykst hratt. Á þessu ári kostar hann skattgreiðendur fjóra milljarða og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Samkvæmt tölum flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, er fyrir kostnað af hverjum hælisleitenda sem kemur til Vesturlanda hægt að hjálpa a.m.k. tíu til tólf manns í heima- landi. Okkur ber að aðstoða nauð- stadda eftir föngum að teknu til- liti til fámennis þjóðarinnar. Koma ber í veg fyrir að móttökukerfi hælisleitenda sé misnotað með röngum upplýsingum og tilhæfu- lausum umsóknum. Ísland hefur ekki farið að for- dæmi Dana og Norðmanna og auglýst strangt regluverk í út- lendingamálum vegna þess að á Íslandi eru útlendingamálin í ólestri, m.a. vegna stefnuleysis, ófullnægjandi stjórnsýslu og laga- þræta á kostnað skattgreiðenda. Á vettvangi stjórnmálanna dugir ekki að hlaupast undan merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta. Birgir Þórarinsson, alþingismaður Miðflokksins. EKKI DETTA ÚR SAMBANDI! Eins og dæmin sanna geta bæði fyrirtæki og einstaklingar, ekki síst bændur, orðið fyrir stórtjóni þegar rafmagn dettur út vegna veðurs og náttúruhamfara. Við eigum varaaflstöðvar fyrir allar aðstæður. Rafmagnsleysi getur valdið stórtjóni REYKJAVÍK Klettagörðum 25 Sími 5 200 800 SELFOSSI Eyravegi 67 Sími 4 800 600 AKUREYRI Draupnisgötu 2 Sími 4 600 800 REYÐARFIRÐI Nesbraut 9 Sími 4 702 020 REYKJANESBÆ Hafnargötu 52 Sími 4 207 200 HAFNARFIRÐI Bæjarhrauni 12 Sími 5 200 800 GRUNDARTANGA Mýrarholtsvegi 2 Sími 5 200 830 Hafðu samband í tæka tíð! Nánari upplýsingar á ronning.is eða ronning@ronning.is Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfar- andi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Hafnargata 67, Keflavík, 50% ehl. gerðarþola, fnr. 208-8124 , þingl. eig. Haraldur Gunnar Húbertsson, gerðarbeiðandi Greiðslumiðlun ehf., þriðjudaginn 13. október nk. kl. 09:00. Hátún 1, Keflavík, fnr. 208-8331 , þingl. eig. Jakub Polkowski, gerðar- beiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 13. október nk. kl. 09:20. Kirkjubraut 19, Njarðvík, fnr. 209- 3794 , þingl. eig. Guðlaugur Smári Nielsen, gerðarbeiðandi Vátrygg- ingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 13. október nk. kl. 09:45. Kirkjubraut 7, Njarðvík, fnr. 209- 3774 , þingl. eig. JV Capital ehf, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 13. október nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 5. október 2020. UPPbOð Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is vÍkUrFrÉTTir Á SUðUrNESJUM Í 40 Ár // 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.