Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1967, Síða 4

Freyr - 15.11.1967, Síða 4
ARI BJÖRNSSON: Kostamesta sauðféð Hvepnig á að rækta það? Kvíaból fyrr á árum Þessari spurningu verða ekki gerð hér skil nema að litlu leyti, og einkum verður vikið að því, sem sjaldan er minnzt á, þó mér sé ljóst, að það hafi mjög takmarkað gildi, og ber þar einkum tvennt til, því sumt af þessu verður að teljast tilgátur fremur en vísindalega staðfest, og í öðru lagi er meiri vandi að haga sauðfjárræktinni á þá lund, sem hér verður vikið að, og þess vegna freistingin lítil að breyta út af hefðbund- inni venju fyrir einstaklinga og félagssam- tök. En hinsvegar væri það skemmtilegt viðfangsefni fyrir einstaklinga eða litlar fé- lagsheildir, ef vel tekst til. Ef við setjum markið svo hátt sem við getum hugsað okkur kostamestan fjárstofn, þá er vandinn meiri en í fljótu bragði virðist. Hver sá, sem vill koma sér upp vel rækt- uðum fjárstofni, verður að reyna að átta sig á, og gera sér ljóst, hvernig féð á helzt að vera, og hafa dálitla þekkingu á erfðalög- málum, ef honum er ekki alveg sama hvort happ eða hending ráði hvernig gengur að láta vissa kosti haldast í hjörðinni. Þessu næst á kannske við að minnast nánar á hvaða helztu kostum kind getur verið gædd. Bygging fjárins Afurðahæfnin hefur mest hagnýtt gildi, og á því við að hafa þann kost í I. flokki. Samkvæmt áliti sumra búfróðra manna, verður ekki séð á útliti kindanna neitt sem máli skiptir um afurðahæfnina, eða nánar sagt hvað ærin hefur eðli til að eiga væn lömb hvað kjötmagn og kjötgæði snertir. Verður því afurðahæfnin naumast metin nema að því leyti sem hún byggist á reynslu á þeirri á, sem metin er, og er það að sjálf- sögðu helzt á valdi þeirra, sem kunnugastir eru þeirri kind sem á að meta. Auk þess sem kindin er að þessu leyti metin sem einstaklingur, á venjulega við að taka með í reikninginn í hvað ríkum mæli þessir kostir hafa verið í ættinni, og segir það eflaust réttast til ef um dálitla skyldleikarækt hefur verið að ræða. Þetta mat getur þó verið nokkuð annmörkum háð, því að þörf getur verið að taka með í reikninginn breytilega beit, fóður og með- ferð, og hafa til samanburðar aðra hópa, er væru við sem líkust lífsskilyrði. Þetta get- ur verið svo vandasamt og flókið, að varla er við því að búast að flestir fjárhirðar nái bezt hugsanlegum árangri með þennan höf- uðkost í fjárrœktinni. 440 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.