Freyr

Årgang

Freyr - 15.11.1967, Side 5

Freyr - 15.11.1967, Side 5
Byggingarlag á kannske við að hafa sem II. flokk. Ef fjárhirðirinn er búinn að átta sig á hvernig leiðtogar í sauðfjárrækt gera kröfur um byggingarlag, þá er nokkuð auð- velt að átta sig á hvort byggingarlagið er í samræmi við gildandi kröfur eða ekki. Það má heita jafn auðvelt fyrir dómara að meta þó að hann hafi ekki séð kindina fyrr en hann dæmdi hana. Kröfurnar um byggingarlagið munu vera frekar miðaðar við kindina til kjötfram- leiðslu en til lífs; nokkurs virði væri að byggingarlagið væri miðað við, að ærnar þurfi sem minnst eftirlit um burð. Á meðan svo er háttað, að framleiðandi fær lítið, eða oftast ekkert meira, fyrir kjöt- ið af vel byggðum skrokk heldur en illa byggðum, er freistandi fyrir framleiðendur að taka meira tillit til afurðahæfni en bygg- ingarlags, þó það sé andstætt því, sem í reyndinni verður eflaust stundum á sýning- um. Með hrútasýningum, sem nú eru haldnar annað hvert ár, er annar aðaltilgangurinn að gefa fjárhirðum tækifæri til að læra og vita hvernig vel byggð kind á að vera, — eða kannske er réttara að orða þetta þann- ig, að með þeim sé aðal-takmarkið að kenna þátttakendum sýninganna kröfur eða regl- ur Búnaðarfélagsins um, hvernig það ætlist til að kind sé byggð. Um byggingarlagið á þessum grundvelli er svo auðfengin fræðsla, að ástæðulaust er að rekj a meira þann þátt hér. Stærð — þyngd Það má heita mjög algengt að telja fénu til gildis, að það sé þungt og stórt, (skrokk- mikið), og getur það verið rétt að vissu marki, og hefur Búnaðarfélagið sett sér reglur við mat á fé, þar sem miðað er að mestu við vissar aðstæður. Vegna þess hvað hljótt er um kosti í sambandi við fremur smátt fé, er ekki úr vegi að minnast á sumt í því sambandi. Þegar það er metið eftir stærð, vegnar ó- hreinkynja eða kynblendingum betur en hreinkynja að öðru jöfnu. Vegna þess að óhreinkynja fé er þroskameira en það hreinkynjaða, sé miðað við hlutfallslega jafn eðlisstórt fé að öðru leyti, verða hrúta- sýningarnar til þess að hafa áhrif á, að síð- ur séu ræktaðir hreinkynja, kostamiklir stofnar. Það er kannske rétt að gera nánari grein á þeim mun að hafa óhreinkynja eða bland- aðan, og hinsvegar hreinkynja fjárstofn. Það má telja víst að fullorðið, óhrein- kynja fé, sé hlutfallslega stærra en óhrein- kynja lömb. Óhreinkynja fé reynist oft bet- ur en illa ræktað kynfast fé, og getur verið vandaminna, sérstaklega fyrir þá, sem ekki þekkja féð og fylgjast ekki með hvernig ættstofnar reynast, að hafa óhreinkynja hjörð. En sá galli fylgir þannig fjárrækt, að mest er undir hendingu komið hvort vissir kostir haldast í hjörðinni, t. d. hæpið að lambið líkist móður sinni og ömmu o. s. frv. En tvímælalaust eru svo miklir kostir að hafa vel ræktaðan, kostamikinn, kyn- fastan fjárstofn, að freistandi er að reyna að vinna að því, ef aðstaða er góð. Helzt er með skyldleikarækt hægt að útrýma duld- um göllum úr fjárstofni. Ef fjárstofn er vel ræktaður og kostamik- ill, eiga kostirnir að geta erfst lið fram af lið, eða t. d. þannig, að lambið líkist mjög móður, ömmu og langömmu sinni. Að þessu getur verið svo mikill vinningur, að óbæt- anlegt tjón getur hlotizt af að fá hrút, ó- skyldan hjörðinni, í von eða vissu um vænni hálfblóðs-lömb, hætta þar með að hafa fjár- stofninn kynhreinan. Hinsvegar getur átt við að hafa óskyldan hrút til að slátra und- an. Út frá þessu liggur sú spurning beint við: Hvað má féð vera náið skyldleikaræktað? Um það liggja ekki fyrir ljósar leiðbeining- ar svo mér sé kunnugt. En að sjálfsögðu hlýtur það að fara mikið eftir því hvað stofninn er kostamikill og laus við galla. Ég ætla nú að víkja aftur að því sem frá var horfið um stærðina. F R E Y R 441

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.