Freyr - 15.11.1967, Side 6
Afurðahæfni
Líklegt er, að kjöt af lítilli kind sé fín-
gerðara og bragðbetra en af stórri, sé miðað
við hlutfallslega jafn feitt fé. Stór kind þarf
meira fóður en lítil, bæði til viðhalds og
vaxtar, þessvegna hentar betur að féð sé
smátt þar sem það hefur ekki nema strjál-
ings toppa að bíta, eða mjög gisinn, snöggan
gróður, með því getur féð fremur verið í
eðlilegum holdum og náð eðlilegum þroska.
Til þess að auðvelda skilning á þessu er
gott að taka dæmi, og stækkað þannig að
hugsa sér að féð sé á stærð við nautgripi.
Verður þá ljóst, að víða getur stafað hætta
af að kappkosta að hafa féð sem stærst
(skrokkmest). Hinsvegar, ef féð gengur á
ræktuðu landi, eða á samfelldum, loðnum
kjarnagróðri, getur stórt fé safnað miklum
holdum og verið afurðagott, en væri smátt
fé á þannig haglendi mætti hafa mun fleira,
og óvíst er að það væri óhagkvæmara.
Mjólkurlagni móðurinnar hefir mikið að
segja fyrir þroska lambsins, en reynsla er
fyrir því, að mjólkurlagni kúa fer lítið eða
ekki eftir stærð, hvorki einstaklinga né
kynja, og gildir það jafnt um nythæð og
mjólkurgæði. Til er nautgripakyn helmingi
þyngra en það íslenzka, en þykir þó gott, ef
þær þungu kýr mjólka nægilega kálfinum.
Miklar líkur eru til, að svipað lögmál gildi
um ærnar, þannig, að stærð móðurinnar
skipti litlu eða stundum engu máli í sam-
bandi við vænleika lambanna. Sé þetta rétt,
þá er hagkvæmara að ærnar séu smáar,
vegna þess, að þær komast af með minna
fóður og beit sér til viðhalds. Augljóst er,
að ekki er hægt að rækta smátt fé en vel
arðsamt, nema að vita vel um erfðaeigin-
leikana, annars yrði það eflaust úrhrak.
Eflaust eru það hlutfallslega arðbeztu
ærnar, sem eiga það væn lömb að þyngdar-
munur sé sem minnstur á móður og lambi,
eða lömbum, sé ærin tvílembd, og er það
mjög eftirsóknarverður kostur, ef kindin
nær sem mest fullri stærð lambsárið, og
óvíst er að annar mælikvarði eigi betur
við — þótt auðveldur sé — til að meta hvað
kindin er hlutfallslega góð afurðaær. Varla
mun vera hægt að hafa smátt fé mjög kosta-
ríkt að þessu leyti, nema að fjárstofninn sé
vel ræktaður og hæfilega hreinkynja.
Onnur atriði
Það á við, að féð sé harðgert og vel skyn-
ugt líkt og forustufé, án þess að hafa for-
ustueðli. Lingerðar ær, jafnvel þó að þær
hafi mjög takmarkaða skynjun, geta átt
sæmilega væn lömb, en þær endast verr og
þola lakar misjafna meðferð, auk þess sem
þær eru leiðinlegri á flestan hátt. Þó kindin
sé harðgerð og skynug, getur hún verið þæg
í smölun og spök, og er það kostur, einkum
þegar féð gengur í fjalllendi.
i Ullina og litinn er ástæðulaust að minn-
ast hér á, því þar um er auðfengin fræðsla,
sem ég sé ekki að ástæða sé til eða þörf að
breyta. Þó er ekki útilokað að of mikil á-
herzla verði lögð á gæði ullarinnar á kostn-
að þeirra kosta ullarinnar, sem bezt hlífa
kindinni á helztu hrakviðrasvæðum lands-
ins, ef sama mat er látið gilda allsstaðar.
—o—
Að lokum þetta:
Með hliðsjón af því, sem hér hefur verið
vikið að, ætti hverjum fjárhirði að vera
ljóst, að líkur eru til að hann nái beztum
árangri í sauðfjárræktinni með því að
kryfja sjálfur til mergjar sem flesta þætti,
er að sauðfjárrækt lúta. Það veitir meiri á-
nægju í starfi og eykur nánari þekkingu á
eigin hjörð.
442
F R E Y R