Freyr

Volume

Freyr - 15.11.1967, Page 12

Freyr - 15.11.1967, Page 12
löglega forfölluð, hún lá endilöng í skorn- ingi úti fyrir þegar lýsti af degi. Skotið hafði náð tilætluðum árangri. ■—o— Á 422 blaðsíðum, sem sumar eru mynd- skreyttar, standa að sjálfsögðu mörg orð, en það er líka margt hægt að segja þegar safnað hefur verið heimildum, er ná yfir meira en hálfa aðra öld. Um það er getið í gömlum heimildum, að á umræddu lands- svæði hafi hjarðmennska hafizt um eða fyrir aldamótin 1800, en í þá daga var fé fátt og þó nógu margt til þess, að menn höfðu komizt í kast við þá staðreynd, að á haustnóttum var það fé miklu vænna, er gekk í fjöllum og á heiðum en það, er heima var á sumarbeit, um mýrar og með vegum fram. Hjarðmennskan var í fullum gangi um og eftir 1820. Þótt hver hjörð, sem þá var til heiða færð, teldi ekki meira en svo sem 300—500 fjár, þóttu það stórar hjarðir í þá daga því að á stórum búum voru ein- att ekki nema svo sem 30—50 fjár, aðrir höfðu miklu færra. Hundrað árum síðar þóttu það ekki stórar hjarðir, sem töldu 1000—2000 fjár. Það segir sig sjálft, að með vaxandi fjárfjölda þrengdist á haglendum heiðanna, en byggðin í dölum og á lág- lendi hafði aukizt og því meir var um að gera að koma öllu fé til heiða yfir sumarið. Og með féð var farið svo snemma sem tök voru á og heim kom það ekki fyrr en snjóa fór um heiðalönd. Var það um skeið regl- an, að smalarnir áttu hvorki að klippa hár né skegg þá mánuðina, sem þeir gættu hjarða á heiðum uppi, svo að við skilarétt að hausti voru mörg loðin höfuð við sund- urdrátt, og margir atburðir gerðust um þær mundir, sem óþarft er að lýsa fyrir þeim, sem fyrr og síðar hafa verið í leitum og göngum og athafnamenn við réttir á einn eða annan hátt. —o— Norsku hjarðmennirnir, sem gerðu hjarðmennskuna að ævistarfi, hafa náttúr- lega haft frá mörgu að segja þegar litið var yfir langa vegu liðinnar ævi, með tilveru á heiðum uppi frá maí til septemberloka eða lengur, á hverju sumrr. Þótt féð væri í gæzlu allt sumarið, kom það auðvitað fyrir, að eitthvað tapaðist úr hjörðinni. Því var efnt til eftirleita og voru það að sjálfsögðu síðustu athafnir hjarðmannsins það árið. En ævintýri og harðræði voru ekki sjald- gæfir atburðir í eftirleitum síðla hausts í veðraham og á viðsjálum leiðum. Frásagn- ir um þau efni eru óteljandi, svo sem dýr- legir dagar, skrýddir ljóma minninganna þegar um er rætt tilveru hjarðmannsins við veiði í vatni eða elfu eða kyrrlátar stundir í berjabrekku móti suðrænni sólarhlýju á síðsumardegi. Hættulaust var það ekki allt, enda skeiðið langt, sem til frásagna er fært og margs að minnast, er gerzt hefur á hálfri annarri öld. Á árum Napóleons-styrjaldanna var hungur og hordauði, meðal manna og skepna, algengt fyrirbæri á þessum slóðum. Lifrariktan felldi verulegan hluta fjár- stofnsins á tímabili á fyrri hluta nítjándu aldarinnar og svo herjaði fjárkláðinn frá 1840—1860 og færði margan vanda í fang fjáreigenda. Rándýr og óáran voru einatt erfiðir féndur við að kljást og upp úr öllu þessu er sprottin nauðsyn þess að hafa allt fé í góðri gæzlu árlangt, reka það til heiða eftir gömlum götuslóðum, sem villidýr höfðu fyrst mótað í ætisleit, vegfarendur síðan troðið betur og lagað á leið til verzl- unarstaða, þegar kaupa þurfti lífsnauð- synjar fyrir afurðir búanna, og svo komu hjarðmennirnir með hundruð eða þúsundir fjár í hverjum hópi, er tímar liðu, vor og haust, og ollu tjóni og erjur spruttu þegar féð fór af götunni til beitar í landareignum bændanna við vegina. Af því spruttu mála- ferli og svo hinar og þessar reglugerðir og fyrirmæli, allt í samræmi við viðhorf nýrra tíma. —o— Skipting heiðanna og takmörkun ein- stakra beitarsvæða hefur orðið brýn nauð- 448 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.