Freyr - 15.11.1967, Side 13
syn þegar fénu fjölgaSi svo, að þröngt varð
á haglendum. Vandinn, sem hjarðmenn-
irnir þurfa við að glíma, hefur ekki alltaf
vaxið með stækkandi hjörð. Brýr voru
byggðar þar sem menn og skepnur urðu að
synda yfir fyrr. Vegir voru bættir þar sem
aðeins voru stígir, og nýir vegir gerðir til
þess að stytta leiðir. Og náttúrlega hafa
hjarðmenn nútímans tæki og tækni til þess
að hafa samband við umheiminn þótt þeir
séu á heiðum uppi langtímum saman,
nokkra mánuði á hverju sumri.
Þeir geta hlustað á atburði umheimsins
og þeir geta notað þráðlaus talsambönd. En
veður eru válynd á heiðum og öræfum uppi
þrátt fyrir það. Steypiregn gera ár að stór-
fljótum og vindurinn geisist og hreytir
hreggi um hóla og hnjúka og stórhríðar
hlaða sköflum á vegi og vegleysur. En fjar-
lægðin milli heimilis og hjarðmanns minnk-
ar að sama skapi og tæknin er tekin í þjón-
ustu daglega lífsins.
—o—
í dag eru margar sögur sagðar úr ævin-
týraheimi og tilveru þeirra hjarðmanna,
sem gengnir eru götur lífsins til enda, um
ævintýrin á heiðum uppi, um harðrétti og
vanda af ýmsu tagi og um flutning af landi
lifenda til annars heims á heiðum uppi,
vegna aldurs, veikinda eða slysa.
Fólkið í byggðinni þarf á heiðunum að
halda framvegis, á meðan það hefur sauð-
fé til nytja. Þess vegna hafa bændur stofn-
Hvort mun hann heita
Snati eða eitthvað annað,
en norskur er hann og'
hezta hjálp smalans.
að til félagsskapar um heiðanytjarnar og
kerfisbundnar athafnir með tilliti til gæzlu
fjárins og þess, er þar til heyrir.
Um síðustu aldir hefur byggð horfið af
þeim slóðum, sem nú eru nytjaðar þarna
til beitar, en fornleifafræðingar hafa hér og
þar grafið í gamlar rústir, sem sannanlega
hafa verið vistarverur búsetts fólks fyrir
5—6 þúsundum ára. Víst hafa beztu gróð-
urlöndin á þessum slóðum, eins og víðar í
Noregi, verið lögð undir vatn þegar stíflur
hafa verið gerðar og virkjanir risið til þess
að færa fólkinu í þéttbýlinu Ijós og yl og
aðra orku. Þannig hafa dalbotnar orðið að
vatnsbotnum og mýrlendi glatazt sem beiti-
lönd, jafnvel á heiðum uppi.
Enn eru þó heiðalönd, sem eðlilegt er að
nytja. En aukinn fjöldi fólks krefst þess að
fá meira frjálsræði og leitar þá til heiða,
þangað, sem ríki villtra dýra og fugla og
kyrrð hefur staðið um aldir. Hópar ferða-
manna reika um öræfin og sumarbúðir
bæjafólksins ríkja nú þar, sem fyrrum voru
selstöður og hjarðaból.
Gamlir smalar hverfa, en ennþá eru þeir
til, sem horfa á aðfarir nýrra tíma og nýrra
kynslóða, er slá eign og umráðarétti á heið-
ar og hlíðar, sem áður voru ríki hjarð-
mannsins. Hvenær saga hjarðmennskunnar
verður öll og horfin úr tilveru daglegra
athafna og yfir á spjöld bókmenntanna, er
ekki auðsætt í dag. Núlifandi hjarðmenn
geta ekkert aðhafzt til þess að viðhalda því
ævintýralandi og þeim unaðsheimi sínum,
en mega gera sér að góðu að horfa á að-
farirnar „með hnefa kreppta 1 buxnavös-
um“.
Bók þá, er hér um ræðir, getur FREYR
útvegað þeim er hana vilja kaupa. Hún
kostar 220 íslenzkar krónur send
beint til kaupenda, en greiðsla þarf að
koma til FREYs fyrirfram, til afgreiðslu
í banka. — Bókin er bundin og prent-
uð á góðan pappír.
F R E Y R
449