Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1967, Blaðsíða 14

Freyr - 15.11.1967, Blaðsíða 14
/ GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON: Mat á tieyjum Guðmundur •'/ M fT Jósafatsson Grein þessi er birt sem handrit aö út- varpsþœtti. — Höf. Síðasta kveða Torfa Bjarnasonar, skóla- stjóra í Ólafsdal til íslenzkra bænda, mun vera greinarkorn, sem hann lauk við síð- asta vetrardag 1914, rúmu ári áður en hann lézt. Greinina nefndi hann „Hallærisvarna- málið“ og birtist hún í Búnaðarritinu það ár. Þar telur Torfi, að Alþingi 1913 hafi markað tímamót í búnaðarsögu Islands. Þá voru afgreidd þrenn lög, sem honum varð starsýnt á og öll stefndu að afkomu -öryggi íslenzkra bænda. Þau voru: Lög um Bjargráðasjóð íslands. Lög um forðagæzlu, og Viðauki við lög um kornforðabúr frá 1909. Torfi telur, að sá þingmaður, sem bezt hafi dugað íslenzkum bændum í þessu hafi verið Guðmundur Björnsson, landlæknir. Síðari hluta vetrar það ár reit hann eld- heitar hvatningargreinar í Lögréttu, sem hann nefndi „Næstu harðindin“. Gaf hann þær síðar út sérprentaðar. Heitið segir til um efnið. Þessi greinaflokkur er ágætt dæmi um orðvísi höfundarins þó það beri hærra, hve glöggskyggn og raunsær hann var. Ýmsum þótti landlæknir djarfmæltari en í fullu hófi væri og barst honum svar frá húnvetnskum bónda, sem sínum hlut hélt vel um orðfimi og stílsnilld, Árna 450 Árnasyni, sem löngum var kenndur við Höfðahóla.. En því miður tókst svo til, að hann lagði orðleikni sína í það, að verja þann málstaðinn, sem verr gegndi. Glíma þessara fluggáfuðu manna skyldi ekki rifjuð upp hér, ef sakir stæðu ekki svo, að í rauninni eigazt þessir menn við enn. Báðir eiga enn sína málsvara: Þá, sem þeirri fyrirhyggju unna, er fénað þeirra fulltryggir á haustnóttum, og hinna, er setja á fyrirhyggju annarra. Nú er ekki lengur rætt um að setja á Guð og gaddinn. Hér kann að þykja grálega mælt, og má e. t. v. færa að því nokkur rök. En því verður ekki í móti mælt, að saga þess árs, sem nú er að líða, á heyþrot í annálum sínum og það í stærri stíl en hollt er. Og þannig horfir nú, að ekki verði allsnægtir heyja fyrir höndum bænda á næstu haust- nóttum, hversu sem úr þeim málum ræðst að öðru leyti. Því er ekki að neita, að nú eru fyrir hendi þau bjargráð, sem imprað var á á Alþingi 1909, þegar lögin um korn- forðabúr voru flutt þar inn. Þau eru að vísu í nokkuð annarri mynd en þau voru hugsuð í öndverðu. Sá mismunur skal ekki ræddur hér. Hitt er víst, að til þess ráðs, sem þar var skjalfest, var gripið s. 1. vet- ur, þó í nokkuð annarri mynd væri og lík- legt megi telja, að það hafi orðið meir en svo, að í fullu hófi sé. Þær tölur, sem nefndar eru um innflutning kjarnfóðurs, virðast geigvænlegar. Munu þær minna F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.