Freyr

Volume

Freyr - 15.11.1967, Page 15

Freyr - 15.11.1967, Page 15
bændur tilfinnanlega á sig þó síðar láti. Að þeim skuldadögum dregur sem öðrum. —o— Við lofum framfarir samtíðarinnar og segjum miklar sögur af afrekum okkar í búnaði. Enginn fær mig til að neita þeirri höfuðstaðreynd, að ræktun hefur stórauk- izt. En hverjar eru hinar raunverulegu framfarir okkar í fóðurbirgðamálum? Hversu traustar eru forsendur þær, sem úr- skurðir um heybirgðir á haustnóttum eru reistar á. Þessum spurningum verður ekki svarað hér. Hitt er víst, að þegar heiðnyrð- ingur útmánaðanna gnauðar sem hæstráð- andi í veðurfarinu vikuna út, eða jafnvel vikum saman, og þó að því ógleymdu, að oft er hann eftirhreytur eða undanfari grimmari veðra, er það mörgum bóndanum meiri raun en talin verður í tölum að horfa á heystæður sínar standa í æpandi adsleysi. En fram á þetta þurfa allmargir íslenzkir bændur að horfa enn í dag. Þessi staðreynd er uggvænleg svo ekki sé meira sagt. En hver er orsök þessa? Eru heyin ofmetin á haustnóttum? —o— Forðagæzlu mun að litlu getið í fornum heimildum hér á landi. Ég hefi ekki orðið þeirra var í lögbókum okkar hinum fornu, en játa, að leit mín þangað var of flausturs- kennd til að fullyrða, að þær hafi ekkert um það að segja. Sama er og að segja um forðamat. Þess mun þar lítið minnzt, enda trauðla um annað að ræða svo, að hins sé að engu getið. Hitt er staðreynd, að við höfðum skamma hríð átt yfir löggjöf okk- ar að ráða eftir endurreisn Alþingis, þegar forðagæzlumál voru tekin til nokkurrar meðferðar þar. Fyrstu lögin munu frá 1884. Þau bera augljós merki þess, að vera frum- smíði. Málið er þar að mestu leyti lagt í hendur hreppstjóranna. Þessi lög voru í aðaldráttum í gildi til 1913, — að vísu með nokkrum breytingum, en flestum lítils- verðum, — en þá voru lögin um forða gæzlu samin, eins og áður var bent á. Þar voru ákvæðin um forðamat á haustnóttum fyrst lögfest. Sá þáttur laganna er því búinn að vera í gildi meir en hálfa öld, enda er hinn aðalþáttur þeirra búinn að gilda meira en átta tugi vetra. Þau skortir því ekki ald- ur til að reynsla gæti sagt sitt í málinu. Þegar þessa er gætt virðist ekki ótrúlegt, að til væru sæmilegar tryggar reglur um forðamat á haustnóttum. Með hugtakinu „forðamat“ er hér eingöngu átt við mat á heyjum, sem telja má fullbrotin og fullsezt og raunar aðeins átt við þurrhey, enda naumast um sæmilega gilt mat á þurrheyi að ræða fyrr, Vothey mun oftast drjúgum auðmetn- ara. Sé betur að gáð, mun þar ekki um auð- ugan garð að gresja. Búalög eru oft furðu fundvís á að meta til verðs og gildis þau verðmæti, sem bændur höfðu undir hönd- um. En þau eru ekki margorð um þetta. Þó segja þau (í skinnhandriti frá 15. öld): „Þrern mörkum er mælihlass af töðu (orðn- ari segja yngri gerðir) en 12 aurum af lambgæfu heyi. 13 vættir og 20 á að veg- ast úr mælihlassi en í stæðu 4. álna hátt, breitt og langt.“ Hér mun að mestu um sömu stærðir að ræða og lagðar eru til grundvalla í Búalög- um Magnúsar Ketilss. frá 1775. Þar segir: „Mælihlass, líka kallað málfaðmur, (það er að réttu 3 álnir, sem nú ganga hér á landi á hvern veg, hæð, þykkt og lengd) og hafi í sér með reknaklyfjum 7 mál- bandshesta, þ. e. 14 sex fjórðunga klyfjar eða 28 vættir.“ Þarna kemur að vísu fram nokkur munur á tölum í rúmmálinu. En þess ber að gæta, að 15. aldar alin var nokkru styttri en hin danska alin, sem gilti 1775. Búalög 15. aldar töldu faðminn 3V2 alin. Þau gera líka ráð fyrir örlítið meiri þunga í mælihlassi en Magnús Ketilsson í málfaðmi. En það er at- hyglisvert, að þungi töðunnar, miðaður við rúmmál, er að heita má nákvæmlega hinn sami í mælihlassi 15. aldar, og málfaðmi F R E Y R 451

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.