Freyr

Årgang

Freyr - 15.11.1967, Side 17

Freyr - 15.11.1967, Side 17
um furðumargt að véla, svo fullmetið sé. Fyrsta athugun frá þessari öld, sem mér er kunn, á því hvað hver m3 sé þungur í mismunandi heystæðum og með misjöfnu gróðurfélagi í baksýn, er athugun Halldórs Vilhjálmssonar, skólastjóra á Hvanneyri. Hennar er getið í Fóðurfræði hans. Þar segir: „Þannig höfum við hér á Hvanneyri veg- ið tvo teningsmetra af samskonar heyi, stör, í sömu hlöðu og sömu hæð tvo metra frá gólfi. Annar meterinn vó 200 kg að- eins bliknaður, hinn vó 260 kg dökkornað- ur.“ Halldór bæt-ir við. „Mýrarhey, sinu- laust, þurrt og vel verkað, var látið inn í hlöðu. Vegghæðin um 3V2 m. Troðið var vel í hlöðuna og hún vel fyllt. Um vetur- inn var rúmmetri skorinn úr miðju stáli og vó hann grænn og vel orðinn 120 kg. I öðrum endanum á sömu hlöðu var taða. Hún var aðeins bliknuð af hita, vel verkuð að öðru leyti og hafði sigið allvel saman. Rúmmetrinn af töðunni vó 180 kg.“ Og enn segir Halldór: „Hér skal nefnt ákveðið dæmi. Þar sem heystæðan var aðeins 4 álnir á hæð (2,52 m). Heyið var vel verkuð gulstör, þó aðeins bliknuð og vel sigin. Þunginn á ten- ingsalin reyndist þessi (talið að ofan): 1.34.0 kg (=136 kg m3) 2.50.8 kg (=163,2 kg m3) 3.45.7 kg (=182.8 kg m3) 4.56.0 kg (=224.0 kg m3) Á þessari athugun Halldórs hefur mjög verið byggt undan farin ár, þegar um mat á heyi hefur verið að ræða. M. a. byggir Gunnar Bjarnason, kennari á Hvanneyri, mjög á þeim í Búfjárfæði sinni. Færir hann sem stoðir undir ályktanir sínar nokkrar athuganir, sem ég gerði á mínum heyjum árin 1946—50 og benda í líka átt, og þó nokkra léttari hey. Þegar þetta er athugað, með nútíma vél- ar í baksýn, kemur allmargt til álita. Skal hér bent á þetta: 1. Það heyið, sem þyngst reyndist hjá Halldóri var „dökk ornað“. Við það er og miðað í sumum handritum Búalaga, að mælihlass skuli „ornað“. Bendir það til þess, að svo þurfi að vera til að hlassið nái tilskilinni þyngd. 2. Um heyið í lægri hlöðunni segir Hall- dór. „Troðið var vel í hlöðuna og hún vel fyllt“. „Vel fyllt“ gat hún ekki orðið nema hún væri fyllt oftar en einu sinni og troðið vandlega í hvert sinn, sem inn var látið. Sú var venja þeirra bænda, sem vanda vildu verkun og geymslu heyja sinna. Það var óvéfengj anleg reynsla kynslóðanna að því betur sem um heyin var búið í heystæð- unum, því vandlegar sem þeim var hlaðið, því betur geymdust þau og gáfust. Það mun Halldór hafa þekkt mörgum betur. 3. Loks er svo litla heystæðan sem Hall- dór nefnir. Um eitt á hún enga samleið með fúlgum bænda í dag. Hún mun hafa verið þakin með torfi. Engum bónda mun hafa hugkvæmst að hafa hey sín óþakin yfir vetrarmánuðina á öðrum tug þessarar ald- ar, síst Halldóri á Hvanneyri. Um þátt minn í þessu máli skal ég vera fáorður, enda var hann aldrei hugsaður sem liður í fræðilegri athugun á þessu. Hann var aðeins dútl forvitins manns. T. d. skal ég geta þess, að heystæðan, sem ég freistaði að gera mér grein fyrir heildar- þunga á, var ekki öll vegin. Öll hneppin í dagsgjöfinni voru vegin einu sinni í viku. Að öðru leyti voru þau talin. Ég miðaði mína heyverkun framan af árum við það að fá þau sem þéttust, án þess þó að þau hitnuðu það, sem ég taldi úr hófi fram. Ég fór t. d. með hesta inn í hlöðu og lét þá troða heyið þegar það hafði náð ákveðinni hæð. Útheyið, sem ég vigtaði, var allhátt og þakið með nýju torfi, sem rist var á hálfdeigju. Þetta segir sína sögu, þó hún verði ekki sögð nú í reynd. Hinu verður ekki neitað, að drjúgt farg verður af mýr- artorfi ekki sízt nýristu. Þar koma og til viðbótar haustrigningar. Munu þær hafa aukið fargið drjúgum, þegar torfið var F R E Y R 453

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.