Freyr - 15.11.1967, Page 18
Eins og vinnuaðferðir eru nú allt aðrar en fyrr gerðist, er eðlilegt að í hverri rúmeiningu heys í súg þurrk-
unarhlöðu sé að þyngd og fóðurgildi minna en fyrrum. Heyið er nú lausara einkum þegar blásið er inn og
hæð stabbans engu meiri en var í stökkum, en þungi torfsins og stundum grjótþungi þar á ofan, gerði sitt
til að pressa heyið saman. Og svo er heyið jafnan grófara nú en áður og hleðst því mjög upp. Þess vegna
m. a. er minna í hverjum rúmmetra nú.
orðið meira og minna gegnblautt. Og enn
er ótalið það grjót, sem á heyin var raðað
til varnar roki. Ber þar enn að hinu sama.
Þegar þetta er athugað virðist fjarri lagi
að leggja þessa reynslu okkar Halldórs á
Hvanneyri til grundvallar við mat á heyj-
um bænda í dag, enda ofrausn að minna at-
hugana sé að nokkru getið nema sem mein-
lausrar tómstundaiðju. Við tvennt væri þó
staldrandi í þessu efni. í fyrsta lagi hefur
fóðurgildi heyja ekki verið talið forvitni-
legt á þessari öld, ef þessar tvær athuganir
eru það eina, sem hendur verða á festar um
um svör við þessu fram að 1950, en þetta er
það eina, sem ég hefi fest hendur á. I öðru
lagi er sú geysi bylting, sem orðið hefur í
heyverkun og heygeymslu þegar blásturs-
tæki og súgþurrkun eru orðið þar svo mik-
ils ráðandi, sem raun ber vitni.
Á síðustu árum veit ég ekki til að nein
athugun hafi farið fram um þunga heys,
sem inn er blásið og súgþurrkað, nema á
sauðfjárræktarbúunum á Hesti og Skriðu-
klaustri. Á Hesti hefur þessi athugun staðið
nokkur ár. En hún er þeim mun meira virði
en aðrar slíkar, að þar hefur allt heyið ver-
ið vegið, sem úr hlöðunni fékkst. Virðast
allar þær athuganir benda til, að nálægt
100 kg heys fáist úr hverjum m3 heystæð-
unnar eins og hún mældist á haustnóttum.
Þetta kann ýmsum að virðast rýr eftir-
tekja, en töluna mun óhægt að véfengja að
svo komnu máli. Lausleg athugun á Blika-
stöðum benti á litlu meiri þunga í rúm-
metra. Á Skriðuklaustri reyndust um 130
kg heys úr rúmmetra s. 1. vetur; þar var
allt heyið vegið. Þess ber að gæta, að þar
er súgþurrkað í hálfri hlöðunni, en öllu
blásið inn. Samanburður á þunga heysins
í þeim hlutum hlöðunnar, sem þessum að-
ferðum lutu er mér ekki tiltækur. Fleira
gæti og komið til greina, sem nokkru gæti
valdið um mismunandi niðurstöður. Um
langan aldur hafa menn vitað, að mismun-
andi gróðurfélög skapa misjafnan þunga í
heystæðum. Sama er og að segja um mis-
munandi þroskastig gróðurfélagsins. En
þessum mismun verða ekki gerð skil hér,
enda yrði tilraun til þeirra skila fálm eitt.
Að óreyndu má telja líklegt að súgþurrkað
hey reynist betur til gjafar, sé miðað við
sama þunga, en hey, sem á annan hátt
er hlaðið í heystæður. En á þetta má minna:
Enn hefur það verið að engu metið né mælt
454
F R E Y R