Freyr - 15.11.1967, Qupperneq 19
hver munur er á þöktu heyi og óþöktu, eng-
inn metið að nokkru, hvort hlaðið er úr
bundnu heyi eða lausu. Þó er mat á heyjum
okkar í dag sótt að verulegu leyti í reynslu
þeirra, er hlóðu heyjum sínum af frábærri
vandvirkni, og þöktu þau og fergðu af
enn meiri kostgæfni.
En um þetta þurfum við ekki að ræða nú.
Bundnar sátur og þakin hey eru nú aðeins
til á blöðum sögunnar. Þann þátt hennar
les enginn nú. Við höfum týnt hinni fornu
alþýðuþekkingu í þessum fræðum, enda
víst, að hún á sér ekki viðunandi stoðir í
reynslu okkar nú. En við höfum trauðla
eignast svo haldgóða þekkingu í þessum
málum að einhlítt verði talin. Þannig hafa
þessi mál snúist í meðferð véla aldar-
innar. Það er eigi öruggt, að vit eða reynslu-
þekking vaxi alveg jafnt og vélaorka sú,
sem þjóðin á yfir að ráða. Vöxtur hennar
lýtur öðrum lögmálum og óskyldum.
Um það verður ekki deilt, að víða um
land varð heyleysis vart s. 1. vor, þó það
væri misjafnt eftir sveitum og héruðum.
Það skal játið, að veturinn varð gjaffeldur
og vorkuldar langstæðir.
En það væri sjálfsblekking að telja þetta
harðindi á borð við þau, sem þjóðinni
mættu á tveim fyrstu tugum þessarar aldar.
En sé dýpra skyggnst í þessi mál vaknar
spurningin: Hefur nokkurt vor liðið svo af
þeim tug aldarinnar, er vér nú stöndum á,
að heyleysis hafi hvergi gætt? Sí og æ
hljóma háværar raddir um ágæti túnrækt-
ar vorrar og um allar hinar stórstígu fram-
farir, sem óneitanlega blasa við augum
alþjóðar, enda skulu hér ekki bornar brigð-
ur á réttmæti þeirra. En heyleysinu hvorki
megum við neita né getum það. Það er ó-
yggjandi staðreynd. En hvernig stendur á
þessu? Getur það ekki stafað af því, að fóð-
urgildi margra heyja sé mun minna en
ætlað er vegna þess, hve laus þau eru og
rúmfrek í stæðunum?
Þegar þessi mál eru athuguð niður í
kjöl kemur margt til álita. Á það má benda,
að gróðurfélög þau, sem nú mynda töðuna,
eru allt önnur en áður á fjölmörgum tún-
um og miklum mun rúmfrekari í heystæð-
um en þau, sem þar stóðu fyrir þrem tug-
um ára, svo ekki sé lengra seilst. Þá er
það og deginum ljósara, að þroskastig jurt-
anna, þegar slegið er, á oft sinn þátt í að
blekkja bændur, þegar þeir meta hey sín
á haustnóttum. Yfirsprottin taða er ekki
aðeins tormeltara fóður heldur er þar og
mun rúmfrekari hver fóðureining.
Þegar um mat á heyjum til ásetnings er
að ræða, verðum við að horfast í augu við
þá staðreynd, að það er ofmat á þekkingu
og vitsmunum forðagæzlumanna að krefj-
ast þess, að þeir meti forðann í heystæðum
bænda jyrir þá. Það myndi sönnu nær að
þeir meti þau með þeim. Á samhug beggja,
samstæðri þekkingu þeirra og reynslu á
raunhæfu fóðurgildi þess magns, sem í
stæðunum stendur, hvílir öryggi hins ís-
lenzka landbúnaðar. Og þá ósk á ég heit-
asta bændum til handa, að þeir þurfi ekki
að horfa á auðar heystæður og hungraðan
bústofn að vordögum. Þegar svo tekst til,
verður unaður vorsins að sorgarsögu —
önn þess að öræfagöngu.
F R E Y R
455