Freyr

Årgang

Freyr - 15.11.1967, Side 20

Freyr - 15.11.1967, Side 20
FORD og FORDSON dráttarvélin 50 ára Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan Henry Ford hóf fjöldaframleiðslu á Fordson dráttarvélum. Það var hinn 8. október 1917, sem fyrsta fjöldaframleidda dráttarvélin rann af færibandinu í lítilli verk- smiðju í borginni Dearborn í Michigan fylki í Bandaríkjunum. — Aðeins þrem árum síðar kom fyrsta Fordson dráttarvélin til íslands og var það Páll Stefánsson frá Þverá, sem flutti hana innn. Frá árinu 1920 fram til ársloka 1966 hafa alls verið l’luttar inn 520 Ford og Fordson dráttarvéiar til Islands. Segja má, að saga Ford og Fordson drátta- véla sé smækkuð mynd af þróun dráttarvéla í ehild. AÐDRAGANDINN AÐ SMÍÐI FORDSON DRÁTTARVÉLANNA í sjálfsævisögu sinni „Líf mitt og starf“, sem út kom árið 1922, skýrir Henry Ford frá því, að hann hafi hugsað um smíði dráttarvéla iöngu áður en hann fór að hugsa um smíði bifreiða. Hinar þekktu Ford Model “T” bifreiðar runnu af færibandinu svo skipti hundruðum þúsunda áður en Henry Ford hóf smíði dráttarvéla til fjöldafram- ieiðslu. Henry Ford ólst upp á sveitabýli föður síns í Michigan fylki í Bandaríkjunum og strax árið 1886 hóf hann að smíða vél er dregið gæti plóg. „Þau eru ekki fá skrefin, sem ég hef gengið á eftir plóg“, sagði hann, „ég veit hversu erfitt og þreytandi það er og hversu mikið mannslíkaminn slitnar á því striti. Hann hreifst af hinum stóru og voldugu eimvögn- um, sem þegar höfðu verið reyndir og Henry Ford reyndi að búa til „landbúnaðareimvagna". Fyrsta tilraunadráttarvélin, sem hann smíðaði (aðallega úr gamalli sláttuvél) komst ekki nema 35 metra spotta. Hann smíðaði aðrar vélar, sem reyndust betur, en svo hvarf hann frá frekari tilraunum að sinni. „Eg vissi, að það væri lítill vandi að búa til stórar gufu- dráttarvélar, sem nota mætti á stórum búum“, sagði Ford“, en kaup á slíkum vélum yrði þá aðeins á færi ríkustu bænda og mér virtist slík framleiðsla ekki ómaksins verð“. Rannsóknir hans heindust nú að vélum, sem ekki voru ofþyngdar af gufukötlum og vatnstönk- um, heldur fengu afl sitt frá sprengingu eldsneytis. Það var þá, sem hann komst að þeirri niðurstöðu, að bændur hefðu meiri áhuga á vélum, sem ekið gætu eftir vegum, heldur en vélum, sem nota ætti til bústarfa. Þessvegna einbeitti hann sér að bif- reiðasmíðinni og lét tilraunasmíði dráttarvéia liggja á hillunni unz smíði bifreiðarinnar var Iokið. „Þeg- ar bændur höfðu eignast bifreiðir, var dráttarvél- in orðin brýn nauðsyn“, héit Ford fram, því að þá höfðu bændur kynnzt vélarafli. HELZTA ÁSTÆÐAN FYRIR FJÖLDAFAMLEIÐ SLU DRÁTTARVÉLA Henry Ford smíðaði fimmtíu dráttarvélar í til- raunaskyni, en líkaöi ekki nógu vel við neina þeirra, þannig að hann legði út í fjöldaframleiðslu. Það var aðeins vegna áhrifa fyrri heimsstyrjaldar- innar, að hann lagði út í fjöldaframleiðsluna. Mat- vælaskorturinn var orðinn geigvænlegur í Bret- Iandi árið 1917 þar sem skipum Bandamanna, sem voru á leið til Bretlands með matvæli, var sökkt svo tugum skipti mánaðarlega, samtals um hálfri milljón lesta. Bretar, sem framleiddu ekki nema 30% af sínum eigin matvælum, voru sannast að segja komnir á heljarþröm. Til þess að hungursneyð yrði ekki ríkjandi urðu Bretar að auka sína eigin matvælaframleiðslu og eina vonin í því skyni virtist vera aukin vélvæð- ing í sveitunum. Hið konunglega brezka búnaðarféiag kannaði ýmsar gerðir dráttarvéla og tvær dráttarvélar frá Henry Ford virtust eins og „guðdómleg sending af himni ofan“. Brezka ríkisstjórnin sendi í skyndi Lord Northcliffe til viðræðna við Henry Ford. Ford var í fyrstunni tregur til að hefja fjöldaframleiðslu á dráttarvélum, þar sem hann taldi þær ekki nógu fullkomnar og enn mætti bæta þær. Lord North- cliffe hafði svarað á eftirfarandi hátt: „Vér skiljum mótmæli yðar. Vér eigum sjálfir margar gerðir vopna á pappírnum einum saman, en vér verðum að sigra með þeim vopnum sem til eru. Vér þurfum á dráttarvélum að halda. Yðar er sú bezta, sem völ er á. Vér getum ekki beðið eftir fullkomnum dráttar- vélum, vér þörfnumst þeirra, sem tii eru og vér viljum að þér framleiðið þær fyrir oss“. Fyrsta dráttarvélin rann af færibandinu í Dear- born, Michigan, U. S. A. hinn áttunda október 1917 og var skírð Fordson, en það nafn var dregið af heiti fyrirtækisins „Henry Ford & Son“. Þessar Fordson dráttarvélar voru 1134 kg að þyngd, drifn- ar af fjögurra strokka og 20 hestafla vélum. Þær voru með margfalda diskahemla og þrjú hraðastig áfram og ei'tt afturábak. Eldsneyti var ýmist benzín eða steinolía. Henry Ford hafði afhent allar drátt- arvélarnar, 7000 að tölu, sjö mánuðum eftir að Bret- ar höfðu gert pöntunina. Fordson dráttarvélin reyndist áreiðanleg og end- ingargóð, ódýr í rekstri og innkaupi. Með þessum vélum óx matvælaframleiðslan í Bretlandi það mik- 456 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.