Freyr - 15.11.1967, Side 24
MINNING
Vigfús Helgason,
fyrrverandi kennari við Bændaskólann
á Hólum í Hjaltadal.
Fæddur 12. desember 1893,
dáinn 31. júlí 1967.
Aðfaranótt 31. júlí síðastliðinn andaðist í Landsspít-
aranum í Reykjavík, eftir stutta Iegu, Vigfús Helga-
son, fyrrverandi kennari við Bændaskólann á Hól-
um í Hjaltadal.
Með Vigfúsi er horfinn af sjónarsviðinu sá maður,
sem Iengst allra núlifandi íslendinga hafði kennt
við bændaskóla.
Vigfús Helgason fæddist að Hóli í Hörðudal í
Dalasýslu 12. desemher 1893. Foreldrar hans voru
hjónin Ása Kristjánsdóttir og Helgi Guðmundsson,
hreppstjóri.
Meðan Vigfús var enn á æskuskeiði, fluttust for-
eldrar hans að Ketilsstöðum í Hörðudal og þar ólst
Vigfús upp. Hann vann á húi foreldra sinna til árs-
ins 1916, en það ár sigldi Vigfús til Noregs og stund-
aði nám í lýðskólanum Klep einn vetur og árið eftir
við húnaðarskólann á Stend. I*ar stundaði Vigfús
bæði bóklegt og verklegt nám og lauk þaðan prófi
vorið 1918. Sumarið eftir dvaldi Vigfús á fleiri stöð-
um í Noregi í verklegu húnaðarnámi.
Dvalartímans í Noregi minntist Vigfús ávallt
með þakklæti. Þar taldi hann sig hafa lært margt,
sem varð honum að góðum notum síðar á lífsleiö-
inni, hæði í kennslu og eigin búrekstri.
skapar er ekki góð. Þar er að vísu að mun
hlýrri veðrátta en hér á landi, en þar er
votviðrasamt og einkum þokusamt. Úr-
koma er þar svipuð og í Skaftafellssýslum.
Eyjarnar eru basaltmyndanir, en þar vant-
ar sléttlendið. Þess vegna eru ræktunarskil-
yrði miður hagstæð, brattlent er allsstað-
ar, en gróður er þar nægur, þótt fjölbreytni
hans sé ekki eins mikill og gerist hér á
landi, því að þar eru grös og hálfgrös svo
að segja einráð.
Fóðuröflunarskilyrði eru þar ekki hag-
stæð en beitilönd eru góð, enda er búfé
beitt til hins ítrasta og gengur fé þar sjálf-
ala um 8 mánuði ársins og liggur við opið
hús annars þá mánuði, sem það fær hey og
annað fóður.
Fyrr á tíðum var búskapur þar almennt
eins og hér gerðist í nánd við ströndina,
menn voru bæði bændur og sjómenn, en
langtímum saman var búskapurinn hlut-
verk kvenna enda karlmenn til sjós á öllum
árstímum þegar færi gáfust. Nú er þetta
breytt eins og hér, því að sérhæfingin hef-
ur setzt þar að völdum rétt eins og annars
staðar. Á þriðja hundrað bændur eru þar
nú samtals, dreift um hinar byggðu eyjar
og eiga þeir um 70.000 fjár á vetur sett, og
nautpening, sem þeir láta sér nægja til
neyzlumjólkurframleiðslu en smjör og osta
fá þeir frá Danmörku. Kjötframleiðslan
nægir ekki til heimaneyzlu og fá Færey-
ingar til viðbótar m. a. lambakjöt frá ís-
landi.
Opinber sláturhús hafa Færeyingar ekki
haft til þessa, en nú er fyrirhugað að efna
til framkvæmda og hefja þar félagsslátrun.
Stærsta bú í Færeyjum er í Kirkjubæ.
Það telur um 30 nautgripi og um 400 fjár.
Bændur þar hafa mann fram af manni verið
kóngsbændur (þ. e. þar er ættaróðal), land-
ið er eign hins opinbera, en svo er um veru-
legan hluta lands í eyjunum, og hefur verið
um aldaraðir.. — G.
460
F R E Y R