Feykir


Feykir - 27.02.2019, Page 5

Feykir - 27.02.2019, Page 5
Landssamband hestamanna- félaga (LH) kynnti á blaða- mannafundi í Bláa Lóninu sl. sunnudag landsliðshóp LH í hestaíþróttum sem er fyrsta skrefið að breyttum áherslum LH í afreksmálum. Á Facebook-síðu sambandsins segir að hingað til hafi landslið Íslands á HM verið valið út frá svokölluðum lykli og úrtökumóti en nú verði breyting á. Á úrtökumótum gátu fimm knapar tryggt sér sæti í lands- liðinu og liðstjórinn valdi tvo í viðbót, var þá m.a. litið til árangurs á Íslandsmóti og keppnisárangurs íslenskra knapa erlendis. Landsliðið var svo kynnt rúmum mánuði fyrir HM og segir í tilkynningunni að segja megi að landsliðið hafi verið virkt í rétt rúma tvo mánuði sem er afar stuttur tími og áherslan skiljanlega einungis á þann viðburð. Breytingin sem LH hefur gert á landsliðsmálum er að landsliðshópur LH verður virk- ur allt árið um kring og mun koma að ýmsum viðburðum, mótum og sýningum sem eru til þess fallnar að efla hestaíþróttina og styrkja liðið til árangurs. Meðal landsliðsmanna eru tveir af Norðurlandi vestra, Þórarinn Eymundsson á Sauð- árkróki og Vestur-Húnvetn- ingurinn Helga Una Björns- dóttir frá Syðri-Reykjum í Miðfirði. Auk þeirra eru Skag- firðingurinn Jóhann Skúlason, sem býr í Danmörku og Bergþór Eggertsson frá Bjargshóli i Miðfirði en hann býr í Þýska- landi. Helga Una stundar tamn- ingar á Fákshólum í Ásahreppi ásamt þremur öðrum. Hún segir það mjög gaman að hafa verið valin í landsliðið og mikill heiður að vera með þessu góða fólki. Henni líst vel á nýtt fyrirkomulag og telur það mun skilvirkara en áður. Þórarinn segir að auk þess að vera mikill heiður þá sé þetta mikil hvatning fyrir tímabilið. „Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að taka þátt áður en þessi breyting kom til en nú er bara upp með höfuð og stefna á mót,“ segir hann. /PF F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Landslið LH í hestaíþróttum Tóti Eymunds og Helga Una valin Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Körfubolti Tap gegn ÍR í síðasta heimaleiknum Lið Tindastóls og ÍR mættust í 1. deild kvenna síðastliðinn laugardag í Síkinu. Þetta var í þriðja skiptið sem liðin mættust í vetur og höfðu þau unnið sitt hvorn leikinn. Heimastúlkur fóru vel af stað í leiknum og leiddu með tólf stigum í hálfleik en gestirnir úr Breiðholtinu komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu með góðum leik að snúa taflinu við og unnu sætan sigur. Lokatölur 65-74. Eins og í fyrri leikjum þá er hæð mótherjanna að valda Stólastúlkum vandræðum. Að þessu sinni tók lið ÍR 20 fráköstum meira en lið Tindastóls, 58 gegn 38, og þar af tóku þær 24 sóknarfráköst gegn sex heimastúlkna. Fyrir vikið tóku þær 20 fleiri skot en lið Tindastóls og það er ansi dýrkeypt. Stólastúlkur voru án baráttujaxlsins Ernu Rutar og þá munar að sjálfsögðu talsvert um að Þóranna Ósk er enn að stríða við afleiðingar heila- hristings sem hún fékk fyrir áramót og hefur ekkert verið með síðan. Marín Lind var stigahæst í liði Tindastóls með 23 stig en Tess var „aðeins“ með 18 stig á laugardaginn en hirti níu fráköst og átti fimm stoð- sendingar. Eva Rún og Valdís Ósk voru báðar með níu stig í leiknum. Í liði ÍR var Nína Jenný stigahæst með 16 stig og Hrafn- hildur gerði 14 en Sigurbjörg gerði tíu stig og tók 13 fráköst. Næsti leikur Tindastóls fer fram í Njarðvík 1. mars og síðasti leikur stúlknanna er síðan 9. mars og fer fram á Akureyri. Sigur gegn sveittum Sköllum Karlalið Tindastóls og Skalla- gríms mættust í æfingaleik í Síkinu í síðustu viku. Bæði lið voru í þörf fyrir að stilla streng- ina fyrir lokaumferðirnar í Dominos-deildinni en lið Tindastóls hefur, eins og minnst hefur verið á í Feyki, ekki verið að fara á kostum að undanförnu í toppbaráttunni. Borgnesingar eru aftur á móti í bullandi fall- baráttu. Leikurinn var ágæt skemmtun en lið Tindastóls vann ansi öruggan sigur, 73-64, þar sem Dino Butorac glansaði, skoraði 27 stig, þar af sjö þrista, en næstur honum var PJ Alawoya með 12 stig. Lið Tindastóls mætir ÍR nk. sunnudag fyrir sunnan en á síðan heimaleik gegn Breiðablik þann 7. mars kl. 19:15. /ÓAB Úr herbúðum Tindastóls er það að frétta að þær Vigdís Edda Friðriksdóttir, Laufey Harpa Halldórsdóttir og Berglind Ósk Skaptadóttir hafi samið við félagið til eins árs. Á Facebooksíðu Tindastóls segir að þær Vigdís og Laufey hafi leikið lykilhlutverk í liðinu er fór upp úr 2. deild síðasta sumar og hafa þrátt fyrir ungan aldur töluverða meistaraflokks reynslu. „Vigdís var til reynslu hjá Þór/KA fyrr í vetur og þótti standa sig vel. Hún taldi þó hag sínum best borgið á heima- slóðum og fögnum við því að sjálfsögðu. Laufey Harpa var valin besti leikmaður liðsins árið 2017 og átti einnig mjög gott sumar í fyrrasumar, því augljóslega mikið fagnaðarefni að hún ætli að taka slaginn áfram. Berglind Ósk hefur minna komið við sögu í meistaraflokki en er virkilega lofandi leikmaður sem á fram- tíðina fyrir sér hjá Tindastól,“ segir á síðunni. /PF Knattspyrna kvenna Vigdís, Laufey og Berg- lind semja við Tindastól Marín Lind og Birna Eiríks (Hansen) berjast undir körfu ÍR. MYND: HJALTI ÁRNA Landslið Íslands í hestaíþróttum. MYND AF FB LH MÍ í frjálsum innanhúss Ísak Óli tvöfaldur Íslandsmeistari MÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram um helgina í Frjáls- íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fremsta frjálsíþrótta- fólk landsins keppti þar um Íslandsmeistaratitlana og skráðir keppendur alls 169 frá fjórtán félögum og samböndum. Frá UMSS tóku sex keppendur þátt. Á heimasíðu frjálsíþróttadeildar Tindastóls segir að allir keppendur UMSS hafi staðið sig vel að vanda. Ísak Óli Traustason varð tvöfaldur Íslandsmeistari; í 60 m grindahlaupi hljóp hann á 8,27 sek og í langstökki stökk hann 6,80 m. Þá varð hann í 2. sæti í 60 m hlaupi á 7,07 sek (pm) og í 4. sæti í stangarstökki með 4,00 m. Sveinbjörn Óli Svavarsson varð í 4. sæti í 60 m hlaupi á 7,23 sek og í 6. sæti í 200 m hlaupi á 23,19 sek. Í kúluvarpi kvenna varð Aníta Ýr Atladóttir í 5. sæti kastaði 10,55 m (pm) og Ragna Vigdís Vésteinsdóttir í 6. sæti með 10,24 m. Rúnar Ingi Stefánsson jafnaði sinn besta árangur í kúluvarpi, kastaði 11,42 m, og Daníel Þórarinsson hljóp 60 m á 7,62 sek og 200 m á 24,19 sek. Í stigakeppni mótsins sigraði FH með 50 stig, í 2. sæti ÍR með 48 stig, í 3. sæti Breiðablik með 21 stig, og lið UMSS hafnaði í 4. sæti af öllum þátttökuliðunum með 8 stig. /PF Ísak Óli (lengst til hægri) í grindahlaupinu. MYND: FRÍ.IS 08/2019 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.