Feykir


Feykir - 27.02.2019, Page 6

Feykir - 27.02.2019, Page 6
6 08/2019 Varðandi mannahald segir Elsa að áður hafi verið tveir framkvæmdastjórar en nú sé hún forstöðumaður yfir báðum stofnununum. Þær Jóhanna Erla Pálmadóttir og Katharina Schneider sem voru framkvæmdastjórar hvor yfir sinni stofnuninni séu nú verkefnastjórar. Auk þeirra þriggja hefur svo Ragnheiður Björk Þórsdóttir umsjón með rannsóknarverkefni. Öll laun eru nú greidd hjá Textílmiðstöðinni og því sé auðveldara að skipta með sér verkum þegar ekki þarf lengur að spá í hver sé hvurs og hvurs sé hvað. Þá hafi sími og net verið sameinuð. Allt þetta hafi verið töluverð vinna sem vonandi muni auðvelda hlutina og gera alla vinnu markvissari. En í hverju er starfsemi mið- stöðvarinnar helst fólgin? „Við erum með námsver og fólk á svæðinu getur komið hingað og nýtt fjarfundaaðstöðuna hér niðri til náms og það er sífellt vinsælla að taka próf hjá okkur. Svo erum við með Textíllistamiðstöðina og ýmislegt sem tengist rekstr- inum á henni eins og að taka við umsóknum og velja þá sem koma og sinna því fólki. Þar er ýmis fræðsla og kennsla í gangi, til dæmis koma hing- að nemendur Listaháskólans og fá bæði kennslu í vefnaði og ullarvinnslu en við erum Blaðamaður Feykis leit við í Kvennaskólanum á dögun- um í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi Textílmiðstöðv- arinnar nánar og helstu áhrifin sem samruni þessara tveggja stofnana hefði á daglegan rekstur þeirra. Forstöðumaður Textílmið- stöðvarinnar er Elsa Arnar- dóttir sem kom til starfa hjá Þekkingarsetrinu sl. vor og hefur síðan unnið að því að samræma starfsemina. Elsa settist niður með blaðamanni og var hún fyrst innt eftir því í hverju samþættingin fælist. „Þetta eru enn tvær stofn- anir, annars vegar Textílmið- stöð Íslands - Þekkingarsetrið á Blönduósi og hins vegar Textíllistamiðstöð en frá áramótum er starfsemin samtvinnuð. Það sem hefur breyst er að nú er sama fulltrúaráð og sama stjórn yfir báðum stofnunum.“ Elsa segir að tilgangurinn með samþættingunni hafi verið að einfalda reksturinn og umsýsluna. Nú sé til að mynda ein stjórn í stað tveggja, ein heimasíða í stað fjögurra og ákveðin verk hafi verið flutt frá Textílsetrinu yfir til Textílmiðstöðvar þannig að reksturinn á Textíllistamiðstöðinni sé aðskilinn frá öðru sem tilheyri Textílmiðstöð Íslands. UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Hið gamla og reisulega hús Kvennaskólans á Blönduósi hefur um árabil hýst Textíl- setur Íslands sem stofnað var árið 2005 og Þekkingarsetrið á Blönduósi, stofnað 2012, og hefur þar verið rekin öflug starfsemi, aðallega á sviði textíl. Um síðustu áramót var starfsemi þessara tveggja stofnana samþætt undir heitinu Textílmiðstöð Íslands – Þekkingarsetur á Blönduósi. Við samþættinguna voru fulltrúaráð og stjórnir beggja stofnana sameinaðar og jafnframt var fulltrúum sem aðild eiga að stjórn stofnunarinnar fjölgað í þeim tilgangi að efla fagþekkingu í ráðinu. Í byrjun janúar var svo ný stjórn kosin samkvæmt nýjum skipulagsskrám. Forstöðumaður Textílmiðstöðvarinnar, Elsa Arnardóttir, framan við hið 107 ára gamla hús sem hýsir starfsemina. MYNDIR: FE Textílmiðstöð Íslands – Þekkingarsetur Blönduósi Vilja byggja upp textílsamfélag á Blönduósi Í ullarstúdíóinu eru margir möguleikar fyrir hendi.Barbara frá Shetlandseyjum (Hjaltlandseyjum) dvelur nú í Textíllistamiðstöðinni í annað sinn þar sem hún leggur stund á myndvefnað.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.