Feykir - 27.02.2019, Síða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Borg.
Feykir spyr...
Ertu búin/n að
skipuleggja
sumarfríið?
Spurt á Facebook
UMSJÓN palli@feykir.is
„Ekki búið að skipuleggja en
ætli það verði ekki ferðast
innan- eða utanlands með
fjölskyldunni. Ásamt að dunda í
garðinum og pallinum.“
Guðlaugur Skúlason
„Ég er búinn að skipuleggja
það aðeins. Ég ætla til Póllands
í sumar í einn mánuð að hitta
fjölskylduna og vini, halda
áfram að smíða sumarhúsið
mitt og veiða villisvín.“
Marcin Sienkiewicz
„Þar sem ég elska skipulag
er það löngu skipulagt. Viku
fjallganga á Ítalíu og síðan
tjaldferðalag innanlands í
glampandi sól.“
Birgitte Bærendtsen
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Krossgáta
Tilvitnun vikunnar
Það er mikilvægast að lifa stórkostlegu lífi. Svo lengi sem lífið
er stórkostlegt er mér sama hversu langt það er .
– Freddie Mercury
Sudoku
Ótrúlegt – en kannski satt...
Empire State-skýjakljúfurinn í New York var fyrsta byggingin sem
var yfir 100 hæðir. Í rúm fjörtíu ár var hann hæsta bygging í heimi
(381 m) allt til ársins 1972 þegar tvíburaturnarnir World Trade
Center risu í sömu borg. Ótrúlegt en kannski satt, þá eru fleiri en
10 milljónir múrsteinar í Empire State byggingunni.
Jóna Halldóra Tryggvadóttir á Hvammstanga er matgæðingur
Feykis þessa vikuna. Jóna vinnur sem matráður hjá Sjávarborg en
veitingastaðurinn starfrækir mötuneytið fyrir grunnskóla
Húnaþings vestra.
„Það er mjög skemmtileg vinna, ég hef unnið við mötuneytið
síðan árið 2000. Ég er fædd og uppalin á Hrappstöðum í Víðidal,
bý núna á Hvammstanga og er gift Hjalta Jósefssyni frá Hvoli í
Vesturhópi og eigum við þrjú börn, sjö barnabörn og 3
langömmubörn,“ segir matgæðingurinn Jóna Halldóra.
FORRÉTTUR
Grafið kjöt
400 g kjöt (gott er að nota bæði
ærkjöt og af fullorðnu hrossi)
250 g gróft salt
3 msk sykur
Aðferð: Kjötið er þakið vel með
blöndunni og látið liggja í fimm
tíma. Skolið kjötið vel með vatni.
Merjið 5 msk rósapipar og veltið
kjötinu upp úr. Pakkið kjötinu vel
inn og geymið í kæli í sólahring.
EFTIRRÉTTUR
Lax í smjördeigi
(fyrir 6)
500 g nýr lax, roðflettur og
beinlaus
400 g smjördeig
3 msk söxuð steinselja
salt og pipar
1 tsk timjan
1 msk sítrónusafi.
1 egg til að pensla með
Laxafars:
1 peli rjómi
200 g rækjur
200 g lax, má vera afskurður
2 eggjarauður
season all krydd
Rækjusósa:
2 dl fiskisoð
2 dl rjómi
1 dl hvítvín
100 g smátt skornar rækjur
2 tsk fiskikraftur
salt
sósujafnari
Aðferð: Smjördeigið er flatt út eftir
stærð laxaflaksins. Fiskurinn er
kryddaður með salti, pipar, timjan og
sítrónusafa. Laxafarsið er sett í
matvinnsluvél og maukað, síðan
látið jafnt ofan á flakið og saxaðri
steinselju stráð yfir. Deigið er pikkað
gróflega með gaffli.
Penslið í kring um fiskinn með
þeyttu egginu og leggið hinn helm-
ing smjördeigsins ofan á hann.
Þrýstið létt á samskeytin með
fingrunum. Skerið 2 sm brún frá
fiskinum, fylgið lögun hans og
þrýstið á brúnina með gaffli. Búið til
haus og sporð úr utanafskurðinum.
Setjið fiskinn varlega á smurða ofn-
plötu. Penslið fiskinn með egginu.
Hitið ofninn í 200°C. Bakið fyrst
í 20 mínútur, lækkið þá hitann í
140°C og bakið í 30 mínútur í viðbót.
Setjið beinin og hausinn af lax-
inum í pott og u.þ.b. 6 dl af vatni.
Setjið lárviðarlauf, lauk og gulrót út í,
fiskikraft og smá salt og sjóðið í um
klukkustund. Setjið rjómann og
hvítvínið út í og þykkið með
sósujafnara. Síðan eru smátt skornar
rækjurnar settar út í afganginn.
Meðlætið má gjarnan vera
smjörsteiktar kartöflur og spergilkál.
Verði ykkur að góðu!
Ég skora á Kristínu Heiðu Baldurs-
dóttur, starfsmann á Gauksmýri, að
sjá um næsta þátt.
Grafið kjöt og
innbakaður lax
með rækjusósu
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is
Jóna Halldóra Tryggvadóttir matreiðir
Jóna Halldóra Tryggvadóttir. AÐSEND MYND
„Það eina sem er á dagskrá
er að eyða sem mestum tíma
í útvist með fjölskyldunni.
Draumurinn er að komast
aftur í Barðsneshlaupið um
verslunarmannahelgina og
hlaupa Hellisfjörðinn en það
verður bara að ráðast.“
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
08/2019 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum.
FEYKIFÍN AFÞREYING
Höfð er ég fyrir höfuðstað.
Höfuðlausn minn fóstri kvað.
Umgirt virki og varðturnum.
Vegleg kirkja í álfheimum.