Feykir


Feykir - 27.02.2019, Qupperneq 12

Feykir - 27.02.2019, Qupperneq 12
Allt frá stofnun Kvennakórsins Sóldísar hefur verið efnt til tónleika, þeir fyrstu árið 2011, á konudaginn sem jafnframt er fyrsti dagur góu. Ekki var brugðið út af þeirri venju í ár og voru þeir haldnir sem fyrr í Menningarhúsinu Miðgarði sl. sunnudag. Ávallt hefur verið vel mætt og var það einnig nú. Salurinn þéttskipaður ánægðum gestum sem klöpp- uðu vel fyrir kórnum í lok tónleika. Yfirskrift tónleikanna í ár var Ó, leyf mér þig að leiða sem er tilvitnun í fyrsta lagið sem kórinn söng á tónleik- unum, Draumalandið eftir Sigfús Einarsson við ljóð Jóns Trausta. Á dagskrá voru sextán lög, innlend sem erlend, og má fullyrða að kórinn hafi sjaldan verið betri en nú. Söngstjóri var Helga Rós Indriðadóttir, undirleikari Rögnvaldur Valbergsson og einsöngvarar þær Ólöf Ólafsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir. /PF Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 08 TBL 27. febrúar 2019 39. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Laufey Kristín ráðin Starf sérfræðings hjá Byggðastofnun Laufey Kristín Skúladóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í byrjun janúar og rann umsóknarfrestur út þann 28. janúar. 21 umsókn barst um starfið, átta konur og þrettán karlar, en einn aðili dró umsókn sína til baka. Laufey er með MSc gráðu í stjórnun nýsköpunar og viðskiptaþróunar frá Copenhagen Business School og BA gráðu í hagfræði með heimspeki sem aukafag frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún starfað hjá Fisk-Seafood sem markaðs- og sölustjóri. Þar áður starfaði Laufey sem verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV. Hún er fulltrúi í sveitarstjórn í Sveitarfélaginu Skagafirði. Laufey mun hefja störf hjá Byggðastofnun á næstunni. „Verkefnin verða fjölbreytt, en á meðal helstu verkefna Laufeyjar verður að vinna við undirbúning og gerð byggðaáætlunar og vinna við greiningar á þróun byggðar á lands- og landshlutavísu með tilliti til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta," segir á vef Byggðastofnunar. /FE Sungið fyrir fullum sal Konudagstónleikar Sóldísar Laufey Kristín Skúladóttir. MYND AF NETINU Á árunum 1923 – 1930 bjuggu á Hjaltastöðum, næsta bæ við Bjarnastaði í Blönduhlíð, Kristinn Jóhannsson og Aldís Sveinsdóttir. Elsti sonur þeirra var Eiríkur (1916 -1994), síðar kennari. Drengur orti hann þessa vísu sem síðar varð landfleyg og hefur mikið verið sungin: Bjarnastaðabeljurnar þær baula mikið núna. Þær ætla að verõa vitlausar, það vantar eina kúna. Byggðasaga Skagafjarðar 4. bindi. bls. 140. Bjarnastaða- beljurnar ( BYGGÐASÖGUMOLI ) palli@feykir.is Kvennakórinn Sóldís ásamt Helgu Rós söngstjóra og Rögnvaldi undirleikara. MYNDIR: PF, FE OG MÁ Feykir.isFjörið er á...

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.