Feykir


Feykir - 21.08.2019, Blaðsíða 2

Feykir - 21.08.2019, Blaðsíða 2
Ég fann lyktina af haustinu á mánudagsmorguninn þegar ég kom út. Þessi sérstaki keimur sem varla er hægt að lýsa með orðum en flestir þekkja þó. Alls ekki slæm lykt en ber með sér einhverja angurværð og vekur eftirsjá eftir sumrinu alltof stutta. Samt er ágúst bara rétt rúmlega hálfnaður og enn slatti eftir af sumrinu samkvæmt dagatalinu. Það er fleira en lyktin ein sem minnir á haustið. Það er reyndar talsvert langt síðan byrjað var að auglýsa að skólatöskurnar fáist hjá „okkur“ og skólabækurnar og tölvurnar og ýmislegt fleira. Og svo er bara allt í einu komið að því, skólabekkirnir fyllast af Finnum og Jónum og Siggum og Drésum sem horfa með mismikilli eftirvæntingu til komandi vetrar sem enginn veit nákvæmlega hvað bera mun í skauti sér. Samt er ágúst bara rétt rúmlega hálfnaður. Fjallskilaseðlarnir birtast einn af öðrum og gefa til kynna að hausti að. Haustslátrun er meira að segja hafin á Hvammstanga til að bjarga grillveislum ágústmánaðar þar sem kótelettukjötið var sagt búið í landinu, sem reyndist víst eitt allsherjar ágústgabb. Veðurfræðingarnir eru farnir að spá næturfrosti og enn er snjór í fjöllum síðan um næstsíðustu helgi þegar enn var ekki komið fram í miðjan ágúst. Ég veit vel að heilafrumurnar í mér eru ekki alveg eins sprækar og þær eitt sinn voru en einhvern veginn finnst mér að haustið sé alltaf að færa sig upp á skaftið og troða sér fram fyrir síðustu sumardagana í röðinni. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að til skamms tíma hafi maður almennt getað verið nokkuð öruggur um kartöflugrös og ber fram yfir miðjan september þegar ein og ein frostnótt fór að banka upp á. Og kótelettubirgðir entust til næstu sláturtíðar enda ekki búið að telja landsmönnum trú um að offramleiðsla á kindakjöti kæmi í veg fyrir eðlilegan hagvöxt í landinu. En þá byrjuðu skólarnir líka ekki fyrr en í september, meira að segja ekki fyrr en um miðjan september í sveitum landsins enda voru börnin þar mun bráðgerari en kaupstaðabörnin og þurftu styttri tíma til að tileinka sér fræðin sem þeim stóðu til boða. Kannski er það þegar að er gáð ekki aldurinn sem veldur þessari hnignun heilafrumanna í höfðinu á mér, heldur gæti þetta bara verið þessi almenna hrörnun sem virðist gæta nokkuð víða í umhverfinu. Fríða Eyjólfsdóttir blaðamaður LEIÐARI Haustþefur Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Eysteinn Ívar Guðbrandsson, bladamadur@feykir.is Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 685 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í síðustu viku var tæpum 716 tonnum landað á Sauðárkróki og var það Viðey RE 50 sem var þar aflahæst með 295 og hálf tonn. Steinunn SF 10 var aflahæst á Skagaströnd með 62 og hálft tonn en heildaraflinn þar var 87 og hálft tonn. Á Hofsósi var landað rúmum 14 tonnum, þar var dragnótabáturinn Njáll frá Ólafsfirði aflahæstur með 11,6 tonn og á Hvammstanga landaði Harpa HU 4 tæpum 14 tonnum. Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 831.512 kíló. /FE Aflatölur 11. – 17. ágúst 2019 Viðey RE aflahæst SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Hafrún HU 12 Dragnót 13.832 Kambur HU 24 Handfæri 344 Steinunn SF 10 Botnvarpa 62.522 Særif SH 25 Lína 7.835 Alls á Skagaströnd 87.514 HOFSÓS Alfa SI 65 Handfæri 704 Ásdís ÓF 250 Handfæri 273 Elva Björg SI 84 Handfæri 73 Njáll ÓF 275 Dragnót 11.606 Skotta SK 138 Handfæri 670 Ösp SK 135 Handfæri 797 Alls á Hofsósi 14.123 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 13.889 Alls á Hvammstanga 13.889 SAUÐÁRKRÓKUR Akurey AK 10 Botnvarpa 160.688 Dagur SK 17 Rækjuvarpa 14.843 Drangey SK 2 Botnvarpa 221.419 Gjávík SK 20 Handfæri 452 Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 2.400 Hafey SK 10 Handfæri 634 Kaldi SK 121 Þorskfiskinet 599 Kristín SK 77 Handfæri 503 Már SK 90 Handfæri 1.613 Onni HU 36 Dragnót 17.113 Óskar SK 13 Handfæri 216 Viðey RE 50 Botnvarpa 295.506 Alls á Sauðárkróki 715.986 SKAGASTRÖND Blíðfari HU 52 Handfæri 996 Dagrún HU 121 Handfæri 1.520 Dísa HU 91 Handfæri 465 FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, hefur keypt allan hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, sem áður hét HB Grandi. Á Fréttablaðinu.is kemur fram að hluturinn hafi verið rúmlega fimm milljarðar króna. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent bréf FISK-Seafood í Högum, en FISK átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. „Gildi fór með liðlega 8,5 prósenta hlut í Brimi og er sá hlutur kominn í hendur FISK- Seafood sem gerir félagið að einum stærsta hluthafa útgerðarrisans. Markaðsvirði Brims er rúmlega 63 milljarðar króna. Gildi var stærsti hluthafinn í Högum fyrir viðskiptin með 12,5 prósenta hlut. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar hvort Gildi hafi í viðskiptunum tekið yfir allan hlut FISK- Seafood í Högum, eða aðeins hluta hans, en sjávarútvegsfyrirtækið seldi allan eignarhlut sinn í Högum, samkvæmt heimildum Markaðarins, samtals 55,5 milljónir hluta, á genginu 41,5 krónur á hlut, jafnvirði um 2,3 milljarða króna,“ segir á frettabladid.is. /PF FISK kaupir allan hlut Gildis í Brimi SKAGAFJÖRÐUR Um verslunarmannahelgina hóf heimafólk í Fljótum söfnun fyrir leiktækjum fyrir börnin og unglingana í sveitinni og þá sem sækja hana heim. Í Facebookfærslu sem birtist á síðunni Við erum ættuð úr Fljótunum segir: „Eftir að skólinn lagðist af og börnin þurfa um langan veg í skóla er lítið fyrir þau á svæðinu. Okkur langar að gera svæði þar sem þau geta hist á sumardögum/kvöldum og leikið sér saman. Ærslabelgur varð fyrir valinu hjá þeim sem það fyrsta sem safnað yrði fyrir.“ Söfnunin fór vel af stað en meðal annars rann ágóði af kaffisölu á Ketilási til hennar. Belgurinn, sem ætlunin er að kaupa, kostar í kringum eina milljón króna og vantar enn töluvert upp á þá upphæð svo betur má ef duga skal. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn framlög á reikning Íbúa- og átthagafélags Fljóta, reikningsnúmer 0347-26-006706, kennitala 670617-1140. /FE Safnað fyrir ærslabelg í Fljótunum SKAGAFJÖRÐUR Ærslabelgurinn á Hofsósi er vinsælt leiktæki. MYND FE 2 31/2019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.