Feykir


Feykir - 21.08.2019, Blaðsíða 6

Feykir - 21.08.2019, Blaðsíða 6
Grímur segir sýningar hafa gengið vel og fólk virðist hrifið af myndinni og þeir sem hann hefur talað við virðist nokkuð sáttir við myndina og umræðan á samfélagsmiðlum einnig. Hann segir að stemningin hafi verið góð í salnum á Hvammstanga og ekki skemmdi fyrir að fólk þekkti leikarana vel. „Ég notaði bændur til að leika í myndinni og fólk þekkti leikarana og það var meira hlegið í sveitinni en í borginni, fólk náði húmornum VIÐTAL Páll Friðriksson kannski aðeins betur,“ segir Grímur sem jánkar því að fólkið í sveitinni þekki karaktera og aðstæður sem ríma við raunveruleikann. „Þetta voru mikið til bændur sem horfðu á myndina á Hvammstanga og Búðardal og gjörþekkja allt saman í kringum þetta allt, sveitabæinn kýrnar og kaupfélagið. Og talandi um kaupfélagið, þá hefur það mikið verið í umræðunni í kjölfar viðtala við Grím sem segir það enga tilviljun að líkindi væru með Kaupfélagi Erpsfirðinga, sem sagt er frá í myndinni, og Kaupfélagi Skagfirðinga. Í stiklu myndarinnar sér fólk aðalpersónuna m.a. dæla mjólk yfir kaupfélagsbygginguna úr haugsugu og þegar kúabóndinn Inga lætur væna kúadellu skella á framrúðu aðstoðarkaup- félagsstjórans. Einnig mætti finna samsvörun á stjórnendum KS og KE. „Þegar fólk sá stikluna að myndinni þá sá það ákveðin líkindi með kaupfélagsstjórunum, sem eru leiknir af Sigga Sigurjóns og Hannesi Óla, og þeim Þórólfi og Sigurjóni stjórnendum KS og blaðamenn fóru að spyrja mig út í þetta. Þegar við vorum Héraðið, nýjasta kvikmynd Gríms Hákonarsonar, var sýnd á Hvammstanga og Búðardal þann 10. ágúst sl. áður en hún kom fyrir sjónir almennings þriðjudaginn í síðustu viku. Hefur það vakið athygli að Kaupfélag Skagfirðinga er nefnt sem nokkurs konar fyrirmynd að myndinni en sagan gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Með aðalhlutverk fara Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hannes Óli Ágústsson, Hinrik Ólafsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Feykir hafði samband við höfund og leikstjóra myndarinnar og forvitnaðist um myndina og upplifun Gríms af samfélaginu í Skagafirði, þar sem hann dvaldi um tíma og kveikjan að handritinu varð til. Grímur hugðist gera heimildarmynd um KS en úr varð mynd um kúabóndann Ingu sem finnst völd Kaupfélagsins í Erpsfirði heldur þrúgandi í samfélaginu. MYNDIR : AÐSENDAR Grímur Hákonarson höfundur og leikstjóri Héraðsins í viðtali Hugmyndin var að gera heimildarmynd um KS „Hugmyndin að skíta- dreifaraatriðinu er fengin frá Frakklandi. Franskir bændur hafa notað skítadreifara þegar þeir hafa verið að mótmæla stjórnvöldum og svo er það Helgi Hóseasson sem sletti skyrinu eins og frægt er. Þetta atriði er kannski innblástur frá honum. En nei, þetta hefur ekki gerst algerlega svona. Og með því að nota mjólk í staðinn fyrir skít, mjólkin tengist konunni, sem er á vissan hátt að berjast gegn feðraveldinu og notar hvítan vökva, það eru þannig pælingar líka,“ segir Grímur. Sammála kaupfélags- hugsjóninni Eins og þeir vita sem í Skagafirði búa er yfirleitt mjög friðsælt í héraðinu þó hægt sé að finna sér einhver álitamál til að kvarta yfir og pexa sín á milli. Kaupfélagið hefur verið fyrirferðamikið í gegnum tíðina, gengið í gegnum súrt og sætt, en nú má segja að blómaskeið þess sé í hámarki eins og afkomutölur þess sýna. Íbúar njóta góðs af öflugu fyrirtæki sem kallar sig bakhjarl í héraði en sumum þykir nóg um stærð þess og yfirburði á mörgum sviðum. Forvitnilegt væri að fá upplifun Gríms af Kaupfélaginu sjálfu og samfélaginu sem hann kynntist fyrir þremur árum síðan. Hann segir Skagafjörð vera blómlega sveit, mikið öryggi og nóga vinnu að hafa og hann geri sér grein fyrir því að ef eitthvað bjátar á sé gott að hafa öflugt fyrirtæki sem geti brugðist við. „Til dæmis eftir hrunið þegar mörg bú á Suðurlandi fóru á hausinn, með róbótafjósum, en í Skagafirði fór enginn á hausinn. Ég geri mér grein fyrir því að það er ákveðinn kostur að hafa svona öflugt fyrirtæki en á hinn bóginn þá er það alltumlykjandi og er með sterk ítök á svæðinu, sem sker sig svolítið úr öðrum svæðum á Íslandi hvað það varðar. Ég er talsmaður vald- dreifingar, held að það sé aldrei gott að völd safnist á fáar hendur. Það býður upp á spillingu og misnotkun valds, og án þess að ég sé að saka einhvern um það þá er það mín almenna skoðun og hefur ekkert með það að gera hvort þar sé samvinnufélag eða einkafyrirtæki á ferðinni. Í sumum bæjum eru öflug útgerðarfélög sem eru einka- að velta fyrir okkur hvernig kaupfélagsstjórinn ætti að líta út í myndinni þá skoðuðum við myndir af Þórólfi og fleiri kaupfélagsstjórum og jakkinn sem hann er í er svolítið líkur jakka sem Þórólfur hefur verið í á myndum. Að vísu myndi ég ekki segja að Siggi Sigurjóns og Þórólfur væru líkir í útliti, Siggi var fyrst og fremst valinn af því að hann er svo góður leikari. En óneitanlega var maður að leita einhverra fyrirmynda úti í samfélaginu og þá var þetta sterkasta fyrirmyndin. Þetta er náttúrulega eina kaupfélagið sem er öflugt í dag.“ Grímur segir að þrátt fyrir að myndin sé skáldskapur sé ýmislegt sem á sér stoð í raunveruleikanum og nokkrar sögur fengnar hjá heimafólki í Skagafirði. Grímur leigði sumarbústað rétt fyrir utan Krókinn og dvaldi nokkrar vikur sumarið 2016, hitti bændur og fólk á Sauðárkróki. „Ég hitti alls konar fólk, fólk sem er gagnrýnið á kaupfélagið og fólk sem er handgengið kaupfélaginu, kynnti mér hlutina eins og menn gera og reyndi að fá hugmyndir og góðan efnivið. Það var kannski kveikjan að handritinu. En svo skáldar maður í eyðurnar. Það eru sögur þarna, málningar- sagan t.d., sem er tekin beint upp úr sögu sem ég heyrði í Skagafirði. En þetta er bíómynd, skáldskapur.“ Grímur segir að þrátt fyrir skáldskapinn sé hann byggður á einhverju sem hann hefur heyrt og svo þróast sagan og breytist í sköpunarferlinu. 6 31/2019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.