Feykir


Feykir - 23.10.2019, Qupperneq 11

Feykir - 23.10.2019, Qupperneq 11
Ávextir, sætmeti og síðast en ekki síst, kjöt Björn og Hrund búa á Krithóli í Skagafirði ásamt dóttur sinni, Bríeti Láru. Hrund er kennari í Árskóla og Björn rafvirki hjá Tengli. Hann er að ljósleiðaravæða Norðurland vestra og í hjáverkum sinnir hann 350 kinda fjárbúi. Hrund eldar yfirleitt á þeirra heimili og hefur Björn þurft að bragða á ýmsum nýjungum eftir að hafa kynnst henni. Þar má meðal annars nefna avókadó, tortillur, vikulega kjúklingarétti og góð salöt. Ef eitthvað bjátar á er svar Björns yfirleitt: „Þarf hann ekki bara að borða meira kjöt?" Þau fara milliveginn í þessu tölublaði Feykis með ávöxtum, sætmeti og síðast en ekki síst kjöti. AÐALRÉTTUR Morgunverðarpönnu- kökur með grískri jógurt og ávöxtum (fyrir 2) ½ bolli tröllahafrar ½ bolli kotasæla 2 stór egg ¼ tsk vanilludropar ¼ tsk kanil ½ tsk lyftiduft olía/smjör á pönnuna ávextir að eigin vali hlynsíróp eða hunang grísk jógúrt Aðferð: Setjið u.þ.b. helming hafranna í matvinnsluvél eða blandara og búið til fínt mjöl. Setjið mjölið, heilu hafrana, kotasæluna, eggin, vanilludropana, kanilinn og lyftiduftiið saman í skál og hrærið vel. (Athugið að ef þið malið ekki hluta hafranna og notið eingöngu heila hafra getur reynst snúið að steikja pönnukökurnar því þær eru lausari í sér. Ef þið notið bara heila hafra (sem ég geri oft) passið þá að vera ekki með of háan hita á pönnunni). Hitið olíu eða smjör á pönnu og steikið litlar pönnukökur (í lummustærð). Skerið ávexti að eigin vali. Á okkar heimili er það banani, mangó, jarðarber og pera. Einnig er algjört „gúrm“ að hafa bláber, hindber og/eða vínber fyrir berjaunnendur. Fáið ykkur a.m.k. tvær pönnu- kökur, hrúgið ávöxtum á, dreypið sírópi eða hunangi yfir og toppið með matskeið af grískri jógúrt. Njótið. (E.s. Fyrir lengra komna, þá sem eru aðframkomnir af hungri eða almennt á tyllidögum má bæta nokkrum beikonstrimlum við herlegheitin. Allt er betra með beikoni.) UPPSKRIFT 2 Döðluterta - þessi góða með karamellusósunni frá mömmu 2 egg 200 g sykur 150 g hveiti 1 tsk lyftiduft 100 g smjör (brætt) 200 g döðlur (saxaðar) Aðferð: Egg og sykur þeytt saman. Öðrum hráefnum blandað saman við eggjahræruna. Sett í tvö hringlaga form og bakað við 180°C þar til botnarnir losna frá forminu. Karamella: 120 g sykur 2 dl rjómi 30 g smjör 1 tsk vatn 2 msk síróp Aðferð: Allt sett saman og hitað í potti og hrært stanslaust þar til karamellan er orðin gullinbrún, tekur heila eilífð en er algjörlega þess virði. Hellið karamellunni yfir kökuna eða berið fram til hliðar. ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is Björn Ólafsson og Hrund Malín Þorgeirsdóttir matreiða Björn og Hrund ásamt Bríeti Láru dóttur þeirra. MYND: ÚR EINKASAFNI Feykir spyr... Hvaða bók lastu síðast ? Spurt á Facebook UMSJÓN : frida@feykir.is „Síðast las ég bókina Vertu ósýnilegur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Hún er mjög vel skrifuð og á vel við okkur öll í dag.“ Helga Gunnarsdóttir „Ég hlusta orðið mikið á bækur og síðast hlustaði ég á Endurkomuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Mér fannst hún áhugaverð en ekki beint skemmtileg. Umfjöllunarefnið situr aðeins eftir en hentar líklega ekki þeim sem leita eftir glæpum og spennu..“ Margrét Björk Arnardóttir „Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Fannst nú ekki mikið til hennar koma en það þarf hugrekki til að skrifa um svona viðkvæm mál.“ Þórdís Friðbjörnsdóttir „Siðast las ég bók sem heitir Allt i himnalagi hjá Eleanor Oliphant. Hún er skrifuð af Gail Honeyman. Ég get mælt með henni, skemmtileg, heillandi og hlýleg saga.“ Haukur Freyr Reynisson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Broddur Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Gypsy Moth er mölfluga sem getur gert stórskaða í trjágróðri og er m.a. mikið meindýr í Bandaríkjunum. Fræðiheiti mölflugunnar er Lymantria dispar og á íslensku hefur hún fengið nafnið Eldbursti. Ótrúlegt, en kannski satt, þá getur karlinn fundið lykt af kvensunni í nærri tveggja kílómetra færi. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Tengt við vöxt er títt mitt heiti. Traust á staf ég aukið gat. Nagdýri ég varnir veiti. Valið efni í gæða mat. UPPSKRIFT 3 Kjötbollur með beikoni og döðlum (fyrir 2) 300 g ærhakk 1 egg 70 g beikon (saxað) 60 g döðlur (saxaðar) 3 msk spelt, hveiti eða möndlumjöl ¼ laukur (saxaður) 400 g sætar kartöflur béarnaise sósa olía, salt og pipar Aðferð: Forhitið ofninn í 200°C með blæstri. Flysjið og skerið sætu kartöflurnar í teninga og veltið þeim upp úr olíu, salti og pipar. Setjið í eldfast mót og bakið í ofni í 30-40 mínútur eða þangað til þær eru eldaðar í gegn. Steikið laukinn og beikonið á pönnu í smá olíu á miðlungshita í nokkrar mínútur, bætið síðan döðlunum við og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Setjið hakkið, eggin, hveiti eða mjölið og döðlublönduna í skál og kryddið með salti og pipar. Blandið þessu vel saman og mótið bollur. Hitið smá olíu á pönnu og steikið bollurnar á meðalháum hita þar til þær hafa brúnast á öllum hliðum. Setjið bollurnar síðan í eldfast mót og inn í ofn í u.þ.b. átta mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Berið bollurnar fram með bökuðum sætum kartöflum og béarnaise sósu. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Þorstein og Gloriu á Byrgisskarði að taka við af okkur. Tilvitnun vikunnar Óklifin fjöll fram undan buga þig ekki heldur steinvalan í skónum. – Muhammad Ali 3 7 8 1 4 2 4 6 5 5 2 1 3 9 1 7 69 3 845 7 1 2 6 6 8 5 6 7 8 9 9 3 47 3 8 4 2 40/2019 11

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.