Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 25

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2020/106 249 S J Ú K R A T I L F E L L I Tafla III. Einkenni við upphaf veikinda. % Hiti 991 Máttleysi 701 Þurr hósti 591 Lystarleysi 401 Vöðvaverkir 351 Mæði 311 Bragð-/lyktarskynsbreytingar 342 Tafla IV. Rannsóknarniðurstöður tengdar verri horfum.11 ↓ Eitilfrumur ↑ LDH ↑ CRP ↑↑ Ferritín ↑ PT ↑ Trópónín Lifrarskaði Nýrnaskaði COVID-19 varð fyrst vart í kínversku borginni Wuhan í árs- lok 2019 þegar fjöldi fólks veiktist af lungnabólgu af óljósum toga. Síðan þá hefur sjúkdómurinn breiðst út og var skilgreindur sem heimsfaraldur af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) þann 11. mars 2020. SARS-CoV-2 veiran er talin komast inn í frumur manns- líkamans með því að bindast ACE-2 viðtaka á frumuhimnum.2 Þessi viðtaki er meðal annars tjáður í nýrum, hjarta, meltingar- vegi, æðakerfi og þekjufrumum í lungnablöðrum (alveolar type 2 cells).2 Meðgöngutími er að meðaltali 4 dagar.6 Sjúkdómurinn byrjar með ósértækum einkennum eins og hita, hósta, máttleysi, mæði og bragð- eða lyktarskynstruflunum1,2,4,7 (tafla III). Yfirleitt eru þessi einkenni væg og ganga yfir. Í um 20% tilfella fá einstak- lingar alvarlegri einkenni og lungnabólgu, sem að meðaltali koma fram á fimmta degi veikinda.2,6 Eingöngu helmingur sjúklinga er með hita við innlögn en næstum 90% fá hita í sjúkrahúslegunni.6,7 Tölvusneiðmynd af lungum sýnir oftast hélubreytingar útlægt í báðum lungum.8 Blóðprufur í sjúklingum með alvarlega sýkingu sýna gjarnan eitilfrumnafæð, mikla hækkun á LDH, ferritíni, CRP og D-dimer, auk eðlilegs eða vægs hækkaðs prókalsítóníns (tafla IV). Grein- ing á SARS-CoV-2-sýkingu byggir á kjarnsýrumögnun erfðaefnis veirunnar í háls- og nefkokstroki, en næmið er ekki þekkt og því er mælst til að endurtaka sýnatöku ef einstaklingur reynist nei- kvæður en klínískur grunur er fyrir hendi.2 Hjá sjúklingum sem hafa lagst inn á Landspítala virðast einkenni frá meltingarvegum vera tiltölulega algeng, en fremur óalgeng samkvæmt erlendum uppgjörum (3,8%).6 Meðferð við COVID-19 er fyrst og fremst stuðningsmeðferð. Fara ætti varlega með vökvagjöf í æð þar sem SARS-CoV-2 get- ur skaðað hjartavöðvann auk þess sem leitast er við að halda nei- kvæðu vökvajafnvægi við meðferð á bráðu andnauðarheilkenni, ARDS (acute respiratory distress syndrome), sem er vel þekktur fylgi- kvilli COVID-19.2,7,9 Þar sem prókalsítónín er almennt ekki hækkað í COVID-19 er einkum stuðst við það til að meta þörf á sýklalyfjum, en prókalsítónín er talið hækka sérstaklega í bakteríusýkingum. Samkvæmt meðferðarleiðbeiningum Landspítala ber að forðast notkun ytri öndunarvéla og háflæðis súrefnisgjafar vegna hættu á að framkalla loftborið smit, sem veldur aukinni sýkingarhættu fyrir starfsfólk og aðra sjúklinga. Í Kína voru 3,7% smitaðra heil- brigðisstarfsfólk.10 Innlagðir sjúklingar á Landspítala hafa verið meðhöndlaðir með hýdroxýklórókíni samkvæmt ráðleggingum WHO,11 auk þess að azitrómýsíni er oft bætt við. Bæði þessi lyf geta valdið lengingu á QT-bili í leiðslukerfi hjartans og því þarf að taka hjartalínurit til eftirlits. Takmarkaðar rannsóknir eru til um virkni hýdroxýklórókíns en fram hafa komið rannsóknir sem sýna að lyfið hindri SARS-CoV-2 in vitro.12 Auk þess eru vísbendingar um að sé hýdroxýklórókín og azitrómýsín gefið saman geti það flýtt fyrir að nefkoksstrok sjúklinga verði PCR-neikvætt.13 Forðast ætti notkun stera við meðhöndlun á COVID-lungnabólgum utan gjörgæslu. Rannsóknir á MERS og SARS sýndu engan ávinning við sterameðferð, en þvert á móti aukið magn veiru í blóði, lengt veiru- blæði (viremia) og verri klíníska endapunkta.14,15 Þar að auki eykur sterameðferð dánartíðni í inflúensu.16 Um 15% þeirra sem leita á sjúkrahús verða bráðveikir með alvar- lega öndunarbilun, lágþrýsting eða fjölkerfabilun sem krefst gjör- gæslumeðferðar.6 Versnun verður að meðaltali 7-12 dögum frá upp- hafi veikinda.2,6,7,10 Reynslan erlendis er að versnun beri oft hratt að með litlum fyrirboða.17 Þekkt er að sýktir einstaklingar geta fengið mikla súrefnisþurrð án sértækra öndunarfæraeinkenna, sérstak- lega aldraðir.18 Af þessum sökum er fylgst náið með súrefnismettun innlagðra og reynt að setja þá sem eru með váleg rannsóknargildi (tafla III) í sírita. Sjúkdómurinn er frábrugðinn öðrum veirusjúkdómum að því leyti að yfirsýkingar af völdum baktería eru ekki sterkur drifkraft- ur þessara alvarlegu veikinda.7 Hin bráðu veikindi eru talin stafa af mikilli bólguvirkni eða boðefnafári. Heilkenni boðefnafárs stafar af ofræsingu á bólgusvari ónæmiskerfisins sem einkennist af óheftri framleiðslu boðefna, efnatoga og vaxtarþátta.19 Þetta lýsir sér með viðvarandi hita, eitilfrumnafæð, hækkandi ferritíni, CRP og D-dí- mer og klínískri mynd sem getur samrýmst bráðu andnauðarheil- kenni.2,19,20 Þessi gríðarlega bólgusvörun getur einnig valdið auknu gegndræpi æða og vanstjórnun á storkukerfi.20 Boðefnafári hefur verið lýst í kjölfar SARS-CoV og nú einnig SARS-CoV-2 sýkinga.21 Samhliða þessu geta sumir fengið rauðkornaátsheilkenni, tengt smiti (secondary haemophagocytic lymphohistiocytosis) sem einkennist af viðvarandi háum hita, hvítkornafæð, og hækkuðu ferritíni, auk þess sem lungnabólga (þar með talið ARDS) sést í um það bil helm- ingi tilfella.19,20 Fjölmargar leiðir hafa verið reyndar við meðhöndlun boðefna- fárs, meðal annars með mótefnum gegn IL-1β og viðtökum IL-6.19,20 Báðar meðferðarleiðir hafa verið notaðar á Íslandi og víðar. Enn hafa ekki verið birtar niðurstöður samanburðarrannsókna varð- andi virkni IL-6 hemla í COVID-19, aðeins tilfellaraðir og einstök sjúkratilfelli.22,23 IL-6 hemlar hafa þó gefist ágætlega í meðferð annarra sjúkdóma sem valda boðefnafári.20 Það er ekki að ástæðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.