Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 23

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2020/106 247 S J Ú K R A T I L F E L L I Inngangur Síðastliðna mánuði hefur heimsfaraldur með nýrri kórónuveiru, (Severe Acute Respiratory Syndrome Coronavirus-2, SARS-CoV-2) lagt tugi þúsunda að velli og valdið gríðarlegum skaða. Sjúkdómur- inn sem veiran veldur er kallaður kórónuveirusjúkdómur, eða COVID-19 á ensku (coronavirus disease 2019). SARS-CoV-2 er af flokki betakórónuveira (betacoronavirus).1 Meginsmitleið er um öndunarveg þar sem veiran hefur innrás sína í þekjuvef meðal annars í gegnum ACE-2 viðtaka (angiotensin converting enzyme 2).2 Faraldurinn hófst í borginni Wuhan í Hubei-héraði í Kína síðla árs 2019 og hefur síðan breiðst hratt um heiminn. Eins og annars staðar hefur faraldurinn leikið almenning hér á landi grátt, auk verulegs efnahagslegs skaða fyrir íslenskt samfélag sem enn sér ekki fyrir endann á. Samhliða þessu hefur þurft að umturna skipulagi og framkvæmd heilbrigðisþjónustu í landinu. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 1800 staðfest smit verið greind hér- lendis, samkomubann er enn í gildi, auk annarra samfélagslegra takmarkana með víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækja og stofnana. Stofnuð hefur verið sérstök COVID-göngudeild á Landspítala sem hefur sinnt hátt í 1800 manns. Þar af hafa nálægt 100 einstaklingar verið lagðir inn á spítalann, 13 farið í öndunarvél og 10 eru látin. Enn er mikil óvissa um bestu meðferð þessarar sýkingar og engin gagnreynd lyfjameðferð í boði, en margs konar klínískar prófanir í gangi víðs vegar um heiminn. Sjúkratilfelli Rétt rúmlega fimmtugur karlmaður sem hafði verið á ferðalagi er- lendis veiktist með flensulíkum einkennum við komuna til lands- Fyrsta meðferð með tocilizumab við COVID-19 hérlendis – sjúkratilfelli Á G R I P Rúmlega fimmtugur karlmaður sem hafði verið á ferðalagi erlendis veiktist við komuna til landsins með flensulíkum einkennum og greindist með COVID-19. Nokkrum dögum síðar versnandi honum af öndunarfæraeinkennum og lagðist inn á Landspítala. Hann reyndist vera súrefnisháður og með útbreiddar íferðir í lungum. Eftir innlögn fékk hann versnandi öndunarbilun og var fluttur á gjörgæsludeild þar sem hann var meðal annars meðhöndlaður með tocilizumab (IL-6 hemill). Hann sýndi batamerki í kjölfarið og þurfti ekki að fara í öndunarvél. Aron Hjalti Björnsson1 Þorbjörg Ólafsdóttir2 Katrín María Þormar3 Már Kristjánsson4 Anna Sesselja Þórisdóttir4 Björn Rúnar Lúðvíksson5,6 Sigurður Guðmundsson4,6 Magnús Gottfreðsson4,6 Höfundar eru öll læknar. 1Lyflækningasviði Landspítala, 2röntgendeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4smitsjúkdómadeild, 5ónæmisfræðideild Landspítala, 6læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Aron Hjalti Björnsson, aron_hjalti@icloud.com Höfundar fengu samþykki sjúklings fyrir þessari umfjöllun og birtingu. ins og fór strax í sjálfskipaða sóttkví. Maðurinn var í yfirþyngd (BMI 32, líkamsþyngdarstuðull, Body Mass Index) og með fyrri sögu um barnaastma og háþrýsting sem var vel meðhöndlaður með lósartan, hýdróklórtíazíði og amlódipíni. Veikindin byrjuðu með vægum hita, hálssærindum, þurrum hósta og hlustarverk. Daginn eftir komuna til landsins reyndist nefkoksstrok jákvætt fyrir SARS-CoV-2. Í fyrstu var manninum fylgt eftir með reglulegum símtölum frá COVID-teymi Landspítala. Á 8. degi veikinda var hann kominn með sótthita, mikinn hósta, máttleysi og mæddist við gang. Næstu daga var hann að mestu hitalaus en með þrálátan hósta, lystar- leysi, ógleði, uppköst og niðurgang. Á 14. degi hækkaði hitinn og hann fann fyrir takverk og þyngslum fyrir brjósti, höfuðverk og þrýstingi út í eyru. Einnig var hóstinn nú með uppgangi. Hann var lagður inn á smitsjúkdómadeild Landspítala til frekari rann- sókna, greiningar og meðferðar. Við komu á sjúkrahús var maðurinn veikindalegur, talmóður og með mikinn hósta. Hann var með 38°C hita og súrefnismett- un var 88% á andrúmslofti en fór upp í 95% á 4 L/mín súrefnis í nös. Öndunartíðni var 20-22/mínútur en önnur lífsmörk voru inn- an eðlilegra marka. Við lungnahlustun heyrðist fíngert brak yfir báðum lungum, mest neðarlega. Að öðru leyti var líkamsskoðun eðlileg. Blóðrannsókn (tafla I) sýndi hækkuð hvít blóðkorn, CRP (>200 mg/L) og ferritín (>2000 μg/L), lengdar blæðingarprufur og saltbrenglanir. Fengin var tölvusneiðmynd af brjóstholi sem sýndi dreifðar útlægar þéttingar í öllum lungnablöðum; bæði hélubreytingar (ground glass) og íferðir í lungnablöðrum (alveolar consolidation) með loftberkjukortum (air bronchogram), sem voru taldar geta samrýmst COVID-19 lungnabólgu (mynd 1). Vegna möguleika á bakteríuyfirsýkingu var hafin meðferð með ceftrí- axóni í æð og azitrómýsíni um munn. Jafnframt var hafin 5 daga meðferð með hýdroxýklórókíni um munn sem meðferð við COVID-19. Daginn eftir var sjúklingur með allt að 40°C hita, slæm hóstaköst og með mikla þreytu og þróttleysi. Hann var með versn- andi hypoxíska öndunarbilun með súrefnismettun 88% á 5-6 L/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.